Fréttir úr starfsemi Halaleikhópsins

 • Hittum höfund 3. júlí
  28 Jun 16

  Ákveðið var á stjórnarfundi að bjóða til hittings í Halanum Hátúni 12. sunnudaginn 3. júlí klukkan...

 • Ný stjórn Halaleikhópsins 2016
  17 May 16

  Á aðalfundi Halaleikhópsins 17. maí 2016 var eftirfarandi stjórn kosin:

  Formaður: Unnar Helgi Halldórsson
  Varaformaður: Stefanía Björk Björnsdóttir
  Gjaldkeri: Ólöf I. Davíðsdóttir
  Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir
  Meðstjórnandi: Margret...

 • Akkur styrkir Halaleikhópinn
  26 Apr 16

  26. apríl hlaut Halaleikhópurinn 300.000 kr. styrk frá Akk styrktar- og menningarsjóðs vélstjóra og málmtæknimanna. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðningurinn er okkur mikils virði. 

  ...
 • Aðalfundur Halaleikhópsins 17. maí 2016 kl. 20.00
  25 Apr 16

  Aðalfundur Halaleikhópsins 2016 verður haldinn í Halanum Hátúni 12, þriðjudaginn 17. maí kl. 20.00

  Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

  Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Hægt verður að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með...

Stræti / Street eftir Jim Cartwwright

 

Sýningum á Stræti er lokið.

Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt 29. janúar 2016
Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík
Miðasala í síma 897-5007 eða midi@halaleikhopurinn.is

Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að skreppa á pöbbinn, skemmta sér þar misvel og halda síðan aftur heim til sín eða annarra þar sem ýmislegt getur gerst.

 

Nánar um leikverkið hér: Stræti

 

 

 

Starfsmenn og leikarar klappaðir upp eftir frumsýningu á Stræti

Leikarar og starfsmenn uppsetningarinnar Stræti hjá Halaleikhópnum

Nýlegar uppsetningar Halaleikhópsins

Staðsetning

Halinn leikhús Halaleikhópsins er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Gengið er inn að norðanverðu þar sem stendur Sundlaug og dagvist fyrir ofan dyrnar.

Halaleikhópurinn, Hali, Hátún 12, 105 Reykjavík

 

 

 

 

  Back to top