Fréttir úr starfsemi Halaleikhópsins

 • Margret Guttormsdóttur ráðin til að leikstýra
  10 Sep 16

  Halaleikhópurinn hefur ráðið Margreti Guttormsdóttur til að leikstýra okkur í vetur. Setja á upp splunkunýtt leikrit „Farið“ eftir Ingunni Láru...

 • Farið nýtt íslenskt leikrit
  8 Sep 16

  Haustið verður nýtt til að setja upp splunkunýtt íslenskt verk. Leikkonan, leikstjórinn og höfundurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir var fengin til að skrifa fyrir Halaleikhópinn. Áður en hún fór til starfa í Bretlandi í sumar kom hún til fundar við okkur í Halaleikhópnum og fékk að heyra hvað fólk hafði að segja. Hún hefur nú ásamt öðrum störfum (svo sem að sýna með eigin leikhópi á Edinborgarhátíðinni við góðann orðstýr) skrifað...

 • Hittum höfund 3. júlí
  28 Jun 16

  Ákveðið var á stjórnarfundi að bjóða til hittings í Halanum Hátúni 12. sunnudaginn 3. júlí klukkan...

 • Ný stjórn Halaleikhópsins 2016
  17 May 16

  Á aðalfundi Halaleikhópsins 17. maí 2016 var eftirfarandi stjórn kosin:

  Formaður: Unnar Helgi Halldórsson
  Varaformaður: Stefanía Björk Björnsdóttir
  Gjaldkeri: Ólöf I. Davíðsdóttir
  Ritari: Ása Hildur Guðjónsdóttir
  Meðstjórnandi: Margret...

Stræti / Street eftir Jim Cartwwright

 

Sýningum á Stræti er lokið.

Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt 29. janúar 2016
Sýnt er í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík
Miðasala í síma 897-5007 eða midi@halaleikhopurinn.is

Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að skreppa á pöbbinn, skemmta sér þar misvel og halda síðan aftur heim til sín eða annarra þar sem ýmislegt getur gerst.

 

Nánar um leikverkið hér: Stræti

 

 

 

Starfsmenn og leikarar klappaðir upp eftir frumsýningu á Stræti

Leikarar og starfsmenn uppsetningarinnar Stræti hjá Halaleikhópnum

Nýlegar uppsetningar Halaleikhópsins

Staðsetning

Halinn leikhús Halaleikhópsins er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Gengið er inn að norðanverðu þar sem stendur Sundlaug og dagvist fyrir ofan dyrnar.

Halaleikhópurinn, Hali, Hátún 12, 105 Reykjavík

 

 

 

 

  Back to top