Aðalfundur Halaleikhópsins 17. maí 2016 kl. 20.00

Aðalfundur Halaleikhópsins 2016 verður haldinn í Halanum Hátúni 12, þriðjudaginn 17. maí kl. 20.00

Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Hægt verður að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með posa.

Dagskrá aðalfundar:

  • 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • 2. Inntaka nýrra félaga.
  • 3. Skýrsla stjórnar.
  • 4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
  • 5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
    · Tillaga stjórnar um árgjald félagsins
  • 6. Starfsemi næsta leikárs.
  • 7. Kosning í stjórn og varastjórn.
  • 8. Önnur mál
    · Skýrsla um BÍL þing 2016

Frida Adriana Martins verður með uppboð á myndlist eftir sig á fundinum allur ágóði rennur óskiptur til Halaleikhópsins.

 

Stjórn Halaleikhópsins er þannig skipuð:

Formaður Vilhjálmur Guðjónsson. Kosinn til tveggja ára 2014.
- Gefur ekki kost á sér áfram.

Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir, kosin til tveggja ára 2015.

Gjaldkeri Ólöf I. Davíðsdóttir kosin til tveggja ára 2015.

Ritari Guðríður Ólafsdóttir. Kosin til tveggja ára 2014.
– Gefur ekki kost á sér áfram.

Meðstjórnandi Margret Guttormsdóttir. Kosin til tveggja ára 2015.

Varastjórn:

Ása Hildur Guðjónsdóttir. Kosin til tveggja ára 2014.

Fredrike Hasselmann. Kosin til tveggja ára 2014.
-Gefur kost á sér áfram.

Jón Eiríksson. Kosinn til tveggja ára 2015.

Ásta Dís Guðjónsdóttir og Gunnar Kr. Sigurjónsson voru kjörin skoðunarmenn reikninga til tveggja ára 2014.

Því þarf að kjósa um formann, ritara, og tvo varamenn. Auk tveggja skoðunarmanna reikninga. Öll embættin til tveggja ára.

Allir félagsmenn geta gefið kost á sér í þessi embætti en aðeins skuldlausir félagsmenn geta greitt atkvæði skv. lögum félagsins.

 

 

Stjórn Halaleikhópsins leggur til eftirfarandi lagabreytingu á aðalfundi félagsins 17. maí 2016.

Grein 5.

Tekið verður út liður 4. sem segir eftirfarandi:

4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Og verður sett í staðinn:

4. Ársreikningar lagðir fram.

 

Grein 7. - Önnur málsgrein.

Tekið verður út úr annari málsgrein eftirfarandi:

Stjórnin skal færa reikninga félagsins og leggja þá endurskoðaða fyrir aðalfund.

Og sett í staðinn:

Stjórnin skal færa reikninga félagsins og leggja þá skoðaða fyrir aðalfund.

Fyrir hönd stjórnar Halaleikhópsins

Vilhjálmur Guðjónsson
Formaður Halaleikhópsins

 

Ólöf I. Davídsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu til lagabreytinga:

 "Reikningsárið er leikárið, frá 1.apríl  til 31.mars. Stjórn skal setja félaginu nýja fjárhagsáætlun fyrir lok reikningsárs, kynna hana á aðalfundi og gera grein fyrir afkomu reikningsskila samanborið við fjárhagsáætlun liðins reikningsárs."

Þetta er viðbót við grein 7 þar sem segir:
"Reikningsárið er leikárið, frá 1.apríl  til 31.mars."

Tillagan með breytingu er þessi og óskast borin upp til samþykktar á aðalfundi 17. maí:

"Reikningsárið er leikárið, frá 1.apríl  til 31.mars. Stjórn skal setja félaginu nýja fjárhagsáætlun fyrir lok reikningsárs, kynna hana á aðalfundi og gera grein fyrir afkomu reikningsskila samanborið við fjárhagsáætlun liðins reikningsárs."

Með kveðju,
Ólöf I. Davíðsdóttir
 

Gunnar Kr. Sigurjónsson sendi inn tillögur að lagabreytingum:

Hér eru fjórar tillögur að lagabreytingum til aðalfundar Halaleikhópsins:

Í 5. grein — 5. liður dagskrár aðalfundar er:
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
Verði:
5. Afgreiðsla tillagna, sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytinga.
Rök: Það er afgreiðsla lagabreytinga sem á sér stað. Leiðrétting á málfari og stafsetningu.

Í 5. grein — 7. liður dagskrár aðalfundar er:
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
Verði:
7. Kosning stjórnarmanna, varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna reikninga.
Rök: Stjórn er ekki kosin saman, heldur hluti hennar (sbr. 6. grein laganna). Varastjórn er ekki kosin, heldur varamenn í stjórn. Leiðrétting á málfari.

Í 5. grein — 8. liður dagskrár aðalfundar er:
8. Önnur mál
Verði:
8. Önnur mál.
Rök: Leiðrétting á stafsetningu.

Í 7. grein er:
Reikningsárið er leikárið, frá 1.apríl til 31.mars.
Verði:
Reikningsárið er leikárið, frá 1. apríl til 31. mars.
Rök: Leiðrétting á stafsetningu.

Bestu kveðjur,
Gunnar Kr. Sigurjónsson,