Farið nýtt íslenskt leikrit

Haustið verður nýtt til að setja upp splunkunýtt íslenskt verk. Leikkonan, leikstjórinn og höfundurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir var fengin til að skrifa fyrir Halaleikhópinn. Áður en hún fór til starfa í Bretlandi í sumar kom hún til fundar við okkur í Halaleikhópnum og fékk að heyra hvað fólk hafði að segja. Hún hefur nú ásamt öðrum störfum (svo sem að sýna með eigin leikhópi á Edinborgarhátíðinni við góðann orðstýr) skrifað leikrit.

Leikverkið “Farið” sem leggur af stað þann fyrsta september með samlestri og áætluð sýning er þann 22 okt. Á farinu er ýmsar persónur að reyna að komast leiðar sinnar. Óljóst er hvert farið stefnir og hvað persónur þurfa að takast á við til að komast áfram. En líkt og lífið mjakast það áfram mishratt og misvel. Við lofum svörtum húmor.

Samlestrarplanið er þannig:

  • Fimmtudag 8. sept. kl:  20:00
  • Föstudag    9. sept. kl:  17:00
  • Laugardag 10. sept. kl:  14:00

Ég vil hvetja sem flesta til að koma og kynna sér þetta bráðsnjalla leikrit sem er í sköpun og taka þátt í aðalsýningu ársins.

Bestu kveðjur
Margret Guttormsdóttir, leikstjóri.