Margret Guttormsdóttur ráðin til að leikstýra

Halaleikhópurinn hefur ráðið Margreti Guttormsdóttur til að leikstýra okkur í vetur. Setja á upp splunkunýtt leikrit „Farið“ eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur.

Margret er leikhópnum að góðu kunn en hún hefur leikið með okkur tvo síðustu vetur auk þess að vera aðstoðarleikstjóri og í stjórn félagsins. Hún er lærð í USA er með B.A. próf í leiklistarfræði í Seattle. Við heimkomuna leikstýrði hún í skólasýningum í MS, FB, MH og Kvennaskólanum og ásamt því að taka kennslufræði. Hún var ráðin til MH og kenndi þar í mörg ár. Var aðstoðarleikstjóri í Eggleikhúsinu og sinnti ýmsum öðrum störfum þar. Var eitt ár í Þjóðleikhúsinu. Leikstýrði á Egilsstöðum í grunnskólanum, framhaldsskólanum og leikfélagi Fljótsdalshéraðs ásamt kennslu í Grunnskólanum og ME og kom svo aftur til MH. Einn áfanginn í leiklistarkennslunni er uppsetning leikrits, þannig að leikstjórn var hluti kennslunnar.

Halaleikhópurinn hefur ráðið Margreti Guttormsdóttur til að leikstýra okkur í vetur. Setja á upp splunkunýtt leikrit „Farið“ eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur.