Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari.
Sýningar verða laugardaginn 1. mars 2025 kl. 20.00, sunnudaginn 2. mars kl.17.00 og sunnudaginn 9. mars kl.17.00.
Miðasala í síma 8975007 og á midasala@halaleikhopurinn.is
Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur/vor.
Í tilefni að því sendir hópurinn eftirfarandi skilaboð til allra sem áhuga kunna að hafa:
Er langt síðan þú hefur stigið á svið ?
Blundar bakterían í þér ennþá ?
Á dagskrá Halaleikhópsins í vetur er ætlunin að vera með leiklestra af ýmsu tagi. Í tilefni að því leitum því eftir:
Við erum búin að vera að fara yfir upptökur á verkum okkar. Það vantar dálítið uppá að við eigum öll verkin og því leitum við til ykkar um hvort þið eigið eitthvað af þessum upptökum og getið lánað okkur til að taka afrit. Sum verkin eru svo gömul að núverandi stjórnarmeðlimir vita ekki hvort sýningarnar hafi yfir höfuð verið teknar upp.
Vefur unninn af Hugríki.is