Á fjölum félagsins

Á fjölum félagsins
Höfundur leikrits og söngtexta
Unnur María Sólmundardóttir

Frumsýnt 8. febrúar 2003

Á tíunda leikári félagsins réðumst við í það stórvirki að fá ungan íslenskan leikritahöfund, Unni Maríu Sólmundardóttur, til að skrifa fyrir okkur leikrit til að flytja á þessum tímamótum. Nefnist verkið “Á fjölum félagsins” það var frumsýnt 8. febrúar 2003 . Að sýningunni komu um það bil 15 leikarar ásamt 4 manna hljómsveit en í leikritinu eru hvorki meira né minna en 12 lög með frumsömdum íslenskum texta eftir Unni Maríu.

En alls koma um þrjátíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt, þegar teknir eru með sviðsmenn, ljósamenn, búningahönnuðir svo fátt eitt sé talið. Til að halda utanum þetta og stýra hinni faglegu hlið málsins réðum við til okkar Eddu V. Guðmundsdóttur sem leikstjóra. Er það von okkar að þetta framtak okkar geti nýst sem gott innlegg á ári fatlaðra 2003.

 

Hópmynd

Hópurinn sem koma að sýningunni ásamt höfundi Unni Maríu Sólmundardóttur

 

Leikarar í fullum skrúða
Jón Þór Ólafsson, Jón Stefánsson, Ásdís Úlfarsdóttir og Árni Salomonsson

Stjórnarfundur í leikfélaginu

Árni Salomonsson, Jón Stefánsson og Ásdís Úlfarsdóttir

 

Um leikritið

Á fjölum félagsins fjallar um fyrirlestur frú Þorgerðar Kvaran leikhússpekúlants um það hvernig ber að standa að (eða kannski öllu heldur hvernig ætti ekki að standa að) stofnun áhugaleikhópa. Hún rekur feril Félagsins, frá stofnfundi fyrstu félagsmannanna til stjórnarskiptanna í lok fyrsta starfsársins og styðst við myndskeið úr einkasafni sínu, en af eigin frumkvæði gerðist hún persónulegur verndari þessa hóps.

Þorgerður fjallar um sorgir og sigra félagsmanna, fjáraflanir, leikritaval, ráðningu leikstjóra, leikhúsrómantíkina og sex vikna æfingatímabilið sem einkennist af fyrirsjáanlegum uppákomum s.s. leikstjórakastið, áfalli í leikarahópnum o.fl. Þorgerður nýtur aðstoðar nemenda í salnum sem sjálfviljugir greiddu fyrir fyrirlesturinn auk þess sem hún, líkt og góðum fyrirlesara sæmir, kryddar lestur sinn með söng og öðrum uppákomum.

Alveg sérstakar þakkir fær Björgunarhundasveit Íslands sem tók virkan þátt í sýningunni með því að lána einn hund og björgunarsveitarmann til að leika í sýningunni

 

 Jón Þór Ólafsson

Hér má sjá Susanne Elisabeth Götzonger og Sám sem fór með stórt hlutverk í sýningunni og stóð sig með mikilli prýði

Hér má sjá Susanne Elisabeth Götzinger og Sám sem fór með stórt hlutverk í sýningunni og stóð sig með mikilli prýði

 

Höfundur leikrits og söngtexta

Unnur María Sólmundardóttir, f. 1973, lauk sjúkraliða- og stúdentsprófi við FB 1993, framhaldsnám í Geðhjúkrun við FÁ 1995 og B.ed. prófi við KHÍ 2002. Hún tók þátt í nemendasýningu FVA á "Ímyndunarveikinni" eftir Moliere í leikstjórn Helgu Brögu Jónsdóttur, uppsetningu Skagaleikflokksins á ,,19. júní” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur auk þess að starfa með Halaleikhópnum í "Trúðaskólanum", "Jónatan" og nú, „Á Fjölum Félagsins“. Vorið 2002 fór hún til Svíþjóðar ásamt hóp er nefnist Vinir Villa og tók þátt í uppfærslu á "Storminum" eftir William Shakespeare. Á annað hundrað kennaranemar af Norðurlöndunum fluttu verkið á frummálinu undir stjórn Donyu Foyer. Unnur María starfar við námsefnisgerð fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg auk þess að vinna að fræðsluefni fyrir Íslenska Lögregluforlagið ehf. Hún hefur fengist við textagerð fyrir árshátíðir og aðrar samkomur, en verkið á "Fjölum Félagsins" er frumraun hennar í leikritagerð og samið í tilefni af tíu ára afmæli Halaleikhópsins.

 

Um leikstjórann

Edda V. Guðmundsdóttir leikstjóri, f. 1943 útskrifaðist úr Leiklistaskóla Íslands 1977. Hefur m.a. unnið með Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar auk Halaleikhópsins. Einnig leikið í sjónvarpi og stuttmyndum og leikstýrt á ýmsum stöðum bæði úti á landi og í Reykjavík.

Edda V. Guðmundsdóttir er að leikstýra Halaleikhópnum núna í sjötta sinn. Hún leikstýrði "Rómeó og Ingibjörgu" eftir Þorstein Guðmundsson, ,,Allra meina bót" eftir Patrek og Pál, Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson, "Jónatan" sem var eftir hana sjálfa og samið sérstaklega fyrir Halaleikhópinn, Dagskrá í kaffileikhúsi sl. vor og svo núna "Á Fjölum félagsins" eftir Unni Maríu Sólmundardóttur en Unnur samdi einmitt söngtextana í leikriti Eddu "Jónatan" svo að nú vinna þær öðru sinni saman með Halaleikhópnum.

 

Persónur og leikendur

Frú Þorgerður Kolbrún D. Kristjánsdóttir
Geiri: Árni Salomonsson
Böddi: Jón Þór Ólafsson
Stebbi: Jón Stefánsson
Signý: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Gunnur: Ásdís Úlfarsdóttir
Áhorfandi 1: Stefanía Björk Björnsdóttir
Vilhelmína: Kristín R. Magnúsdóttir
Jens: Örn Sigurðsson
Leikstjóri 2: Haraldur Haraldsson
Ritari á stofnfundi: Arndís H. Guðmarsdóttir
Teiknari: Sigríður Ósk Geirsdóttir
Leitarhundar og Björgunarsveitarmenn: Skoti / Hildigunnur Haraldsdóttir
  Sámur / Susanne E. Götzinger
  Frosti / Ingimundur Magnússon
Hljómsveitin SJER á báti: Sigurður Einarsson
  Jón Eiríksson
  Einar Þórður Andrésson
  Ragnar Gunnar Þórhallsson
Leikmynd : Unnur María Sólmundardóttir
  Edda V. Guðmundsdóttir
Búningar : Bára Jónsdóttir
Hvíslari: Ása Hildur Guðjónsdóttir
Hönnun Lýsingar: Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósamenn: Fannar Örn Karlsson
  Alexander Harðarsson
Leikmunavörður og Sviðsmaður: Stefanía Björk Björnsdóttir
Brellumeistarar: Andri Valgeirsson
  Höskuldur Þór Höskuldsson
Förðun: Alda Lilja Sveinsdóttir
Hönnun Plakats: Lóa Dís Finnsdóttir
Miða og Kaffisala: Guðbjörg Halla Björnsdóttir
  Helga Bergmann
  Sigurveig Buch

 

Halaleikhópurinn

Leikhópur þessi var stofnaður í september 1992 og hefur starfað óslitið síðan. Fyrsta verkið var frumsýnt 16.janúar 1993 og eru því 10 ár núna frá fyrstu frumsýningu. Settar hafa verið upp sýningar á hverju ári og stundum fleiri en ein. Leikhópurinn hefur þannig fyrir löngu sannað tilverurétt sinn. Kjörorð hópsins „leiklist fyrir alla“ eru orð að sönnu, því að félagið beitir sér að leiklist með þátttöku fatlaðra og ófatlaðra í huga.

Fötlun er eitthvað sem oft á tíðum gleymist í þessu áhugaleikfélagi.

 

Halaleikhópurinn þakkar eftirtöldum aðilum aðstoðina við að koma þessari sýningu á laggirnar: