Halinn, leikhús Halaleikhópsins, er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 inngangur 3, 105 Reykjavík.
Gengið er inn um inngang 3 að norðanverðu þar sem stendur Sundlaug og dagvist fyrir ofan dyrnar.
Sími: 897-5007
Kennitala: 421192-2279
Bankareikningur: Íslandsbanki 0516-26-009976
Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag sem stofnað var 27. september 1992. Félagið er rekið af félagsfólkinu sjálfu sem gengur í öll verk og hefur engan launaðan starfsmann. Árlega er sett upp vegleg leiksýning og er þá ráðinn atvinnuleikstjóri til verksins. Einnig eru haldnar stuttverkasýningar sem við stýrum sjálf og ýmsar skemmtanir fyrir félagsfólk og gesti þeirra. Félagar koma úr ýmsum áttum og hafa hæfileika hver á sínu sviði sem kemur sér vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem leysa þarf áður en ljósin kvikna á sviðinu.
Sérstaða Halaleikhópsins birtist í því að þar eru aðstoðarfólk og hjálpartæki velkomin með félögunum í þeim verkum sem þeir taka að sér. Þannig hefur starfið brotið niður múra og stuðlað að auðugra samfélagi þar sem allir geta lagt sitt af mörkum. Halaleikhópurinn er aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga og tekur virkan þátt í starfi þess.
Sýningar Halaleikhópsins vekja jafnan athygli enda hefur félagið verið ófeimið við að kynna þær með ýmsum hætti. Þar er sjaldnast ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur enda jafnan tekist á við þekkt leikskáld, erlend sem íslensk, og ólík leikverk, gaman sem alvöru. Leikhús Halaleikhópsins er staðsett í húsi Sjálfbjargar að Hátúni 12 í Reykjavík þar sem aðgengi er gott. Þar fer einnig almennt félagsstarf leikhópsins fram.