Aðalfundur Halaleikhópsins 2023 verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.
Alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan ...
Halaleikhópurinn er kominn á fullt á nýju ári við æfingar á Obbosí, eldgos! sem Sigrún Valbergsdóttir skrifaði og leikstýrir. Obbosí, eldgos! er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.
Halaleikhópurinn sendir ykkur hugheilar óskir um gleðilega hátíð og farsæld á nýju ári.
Við þökkum samstarfið og hlýjuna á liðnu ári. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári í Halanum.
Vefur unninn af Hugríki.is