Aðalfundur Halaleikhópsins 2022 verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.
Halaleikhópurinn hefur ráðið Sigrúnu Valbergsdóttir til að endurskrifa leikrit sitt og leikstýra okkur í vetur. Verkið sem hefur fengið nafnið Obbosí, eldgos! Er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.
Fyrirhugað er að setja upp farsann Obbosí Eldgos eftir Sigrúnu Valbergsdóttur í vetur. Hún mun leikstýra okkur. Þetta er ærslafullur gamanleikur sem gerist í sveit hjá ferðaþjónustubónda, ýmsir skrítnir karakterar koma við sögu. Mikið glens og gaman.
Kæru félagar og velunnarar.
19.maí var aðalfundur Halaleikhópsins haldinn og gekk svona ljómandi vel. Ársreikningarnir komu vel út félagið var með um 800 þús. í hagnað þetta árið. Stjórn er óbreytt 4 árið í röð. Lagabreytingatillögur sem fyrir lágu voru allar samþykktar sem og að hafa árgjaldið óbreytt 3000 kr. Búið er að ráða Sigrúnu Valbergsdóttur til að leikstýra okkur þetta leikár. Við ætlum að taka fyrir leikrit eftir hana Ábrystir með kanel sem við leiklásum 3. maí við gífurleg hlátrasköll...
Vefur unninn af Hugríki.is