Halaleikhópurinn hefur ráðið Pétur Eggerz til að leikstýra leikhópnum í vetur. Skrifað var undir samninginn á almennum félagsfundi í Halanum þann 26. sept. Verið er að skoða ýmis leikrit og verður það kynnt þegar það verður ákveðið.
Í Reykjavík finnst demantur. Það er áhugaleikhópur sem heitir Halaleikhópurinn. Þar er beðið eftir þér til að taka þátt, með hópi fólks, til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Í þessum nútíma heimi þar sem símar, tölvur og samfélagsmiðlar ráða ríkjum, með allskonar skoðanir er gott að koma saman með fólki sem er á staðnum og hægt er að hafa mannleg samskipti við. Leiklist fær okkur til að upplifa og finna ný sjónarhorn sem við höfum ekki hugsað um áður. Leiklist fær okkur til að muna að við erum ...
Aðalfundur Halaleikhópsins 2023 verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 20.00 í Halanum Hátúni 12.
Alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan ...
Vefur unninn af Hugríki.is