Fréttir úr starfsemi Halaleikhópsins

 • Aðalfundur Halaleikhópsins 2020 verður haldinn 16. september
  2 / 09 2020

  Aðalfundur Halaleikhópsins 2020 verður haldinn 16. september í Halanum kl. 19.30

 • Aðalfundi frestað fram á haust í ljósi aðstæðna
  22 / 04 2020

  Í ljós aðstæðna þá hefur stjórn Halaleikhópsins ákveðið á Zoom fundi, að fresta aðalfundi sem samkv. lögum á að fara fram í maí ár hvert.

  Dagsetning verður auglýst síðar en líklega verður það fyrripart september.

 • Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstýrir Makalausri sambúð
  19 / 12 2019

  Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður skrifa undir starfssamning í Halanum. Guðmundur ætlar að leikstýra Halaleikhópnum í vetur.

  Fyrir valinu varð leikritið Makalaus sambúð. Almenn gleði er hjá leikhópnum með leikstjóra og leikrit.

 • Samlestur - Barið í brestina
  10 / 11 2019

  Eins og komið hefur fram þá réðum við í vor Gunnar Björn Guðmundsson til að leikstýra okkur í vetur. Undanfarna daga höfum við í stjórn ásamt Gunnari Birni lesið yfir fjöldann allan af leikritum með það í huga að setja upp í vetur. Núna er Barið í brestina gamanleikrit með söngvum eftir Guðmund Ólafsson efst á listanum. Því ætlum við að efna til samlesturs á mánudaginn 11. nóv. kl. 18.30. Í Halanum.

Nýlegar uppsetningar Halaleikhópsins

Staðsetning

Halinn leikhús Halaleikhópsins er í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Gengið er inn að norðanverðu þar sem stendur Sundlaug og dagvist fyrir ofan dyrnar.

Halaleikhópurinn, Hali, Hátún 12, 105 Reykjavík

 

 

 

Vefur unninn af Hugríki.is

  Back to top