Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur/vor

Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur/vor.

Í tilefni að því sendir hópurinn eftirfarandi skilaboð til allra sem áhuga kunna að hafa:

Er langt síðan þú hefur stigið á svið ?

Blundar bakterían í þér ennþá ?

Ertu í stuði?
Hefurðu áhuga á að taka þátt í leiklestrar verkefni?

Verkefni sem skuldbindur þig ekki í langan tíma, við stífar æfingar líkt og á fullbúnu leikriti heldur mun skemmri tíma sem þú getur gefið þér í að prófa að lesa leikrit fyrir framan áhorfendur, eftir stutt æfingaferli.

Þú þarft samt að gefa þér tíma í nokkur kvöld og mögulega nokkrar helgar, en það fer eftir umfangi verksins. Það verður allt gert í samráði við þig og aðra þátttakendur

Er þetta fyrir þig?

Guðjón Sigvaldason leikstjóri – byrjar með fyrstu leiklestrana og er að leita eftir fólki sem er áhugasamt – fyrsti kynningarfundur er laugardaginn 18 janúar kl. 13.00 í húsnæði Halaleikhópsins Hátúni 12 að neðanverðu, inngangur nr. 3.

Áætluð frumsýning á fyrsta leiklestrarverkefni er síðan Föstudaginn 31 janúar – sem og sýningar 1 og 2 febrúar – mögulega líka helgina á eftir.

Fyrstu verkefnin á leiklestrarlistanum eru verk eftir: Jón Benjamín Einarsson, Jónínu Leósdóttur, Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, Guðjón Sigvaldason ofl.

Ath flest þessara verka eru frumflutningar.

Ertu blundandi skúffuskáld?
Áttu handrit að leikverki sem þig langar að hlusta á leiklesið ?
Handritin þurfa ekki að vera fullbúin og þau mega vera drög eða hlutar – stutt eða löng – létt eða þung.Við erum ekki að leita eftir verkum eftir snillinga, það er öllu líklegra að þú verðir snillingur meðendurtekinni reynslu við að skapa eitthvað. Því ekki að gefa þér tækifæri á að fá verkið sem blundar í þér leiklesið af leikurum á öllum aldri eftir stutt æfingaferli, leikstýrt af atvinnuleikstjórum og/eða öðrum og sýnt fyrir áhorfendur. Þar færðu tækifæri til að heyra og sjá hvernig verkið virkar á þig sem og aðra.

Ef þú kemst ekki á fyrsta kynningarfund, en hefur áhuga, vertu í sambandi við Halaleikhópinn með skilaboðum í síma 897-5007 eða með pósti á halaleikhóThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kíktu í kaffi til okkar á laugardagsmorgnum milli kl. 11 og 13 í Hátún 12 – inngangur nr. 3 að neðanverðu.