Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari.

Sýningar verða laugardaginn 1. mars 2025 kl. 20.00, sunnudaginn 2. mars kl.17.00 og sunnudaginn 9. mars kl.17.00.
Miðasala í síma 8975007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nánar ...

Við erum búin að vera að fara yfir upptökur á verkum okkar. Það vantar dálítið uppá að við eigum öll verkin og því leitum við til ykkar um hvort þið eigið eitthvað af þessum upptökum og getið lánað okkur til að taka afrit. Sum verkin eru svo gömul að núverandi stjórnarmeðlimir vita ekki hvort sýningarnar hafi yfir höfuð verið teknar upp.

Nánar ...

Áformað er að hafa opið á laugardögum á milli kl. 11.00 – 13.00 þar sem við hittumst yfir kaffibolla og ræðum það sem fólki liggur á hjarta. Einnig stefnum við að því að hafa gaman eitthvert kvöld í mánuðinum þar sem við getum td. spilað, horft á gömul leikrit eða hvað annað sem fólk vill. Gestir eru velkomnir með.

Ath. Nú komum við inn um inngang nr. 3.

Formaður Sóley Björk Axelsdóttir
Gjaldkeri Kristín Margrét Bjarnadóttir
Ritari Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Varastjórn
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Dagrún María Wíum
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Á myndina vantar Dagrúnu Maríu

Nánar ...

Aðalfundur Halaleikhópsins 2024 verður haldinn mánudaginn 15 apríl kl. 19.00 í Halanum Hátúni 12.
Boðið verður uppá Gullassúpu og brauð í upphafi fundar.

Nánar ...

8. mars frumsýnir Halaleikhópurinn gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, leikstjóri er Pétur Eggerz.

Leikritið fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur sem komnar eru á efri ár. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkum hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Nær tryggðaheit hjónabandsins út yfir gröf og dauða?

Nánar ...

Halaleikhópurinn hefur ráðið Pétur Eggerz til að leikstýra leikhópnum í vetur. Skrifað var undir samninginn á almennum félagsfundi í Halanum þann 26. sept. Verið er að skoða ýmis leikrit og verður það kynnt þegar það verður ákveðið.

Nánar ...

Fleiri fréttir ...