Formaður Sóley Björk Axelsdóttir
Gjaldkeri Kristín Margrét Bjarnadóttir
Ritari Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Varastjórn
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Dagrún María Wíum
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Á myndina vantar Dagrúnu Maríu

Nánar ...

Aðalfundur Halaleikhópsins 2024 verður haldinn mánudaginn 15 apríl kl. 19.00 í Halanum Hátúni 12.
Boðið verður uppá Gullassúpu og brauð í upphafi fundar.

Nánar ...

8. mars frumsýnir Halaleikhópurinn gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell, leikstjóri er Pétur Eggerz.

Leikritið fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur sem komnar eru á efri ár. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkum hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Nær tryggðaheit hjónabandsins út yfir gröf og dauða?

Nánar ...

Halaleikhópurinn hefur ráðið Pétur Eggerz til að leikstýra leikhópnum í vetur. Skrifað var undir samninginn á almennum félagsfundi í Halanum þann 26. sept. Verið er að skoða ýmis leikrit og verður það kynnt þegar það verður ákveðið.

Nánar ...

Í Reykjavík finnst demantur. Það er áhugaleikhópur sem heitir Halaleikhópurinn. Þar er beðið eftir þér til að taka þátt, með hópi fólks, til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Í þessum nútíma heimi þar sem símar, tölvur og samfélagsmiðlar ráða ríkjum, með allskonar skoðanir er gott að koma saman með fólki sem er á staðnum og hægt er að hafa mannleg samskipti við. Leiklist fær okkur til að upplifa og finna ný sjónarhorn sem við höfum ekki hugsað um áður. Leiklist fær okkur til að muna að við erum ekki ein og að við getum unnið saman að því að skapa eitthvað skemmtilegt. Leiklist er opin og áhrifarík að því leiti að hún getur hýst flest allar tegundir listgreina og jafnvel margar iðngreinar. Hefur þú gott vald á eða bara áhuga fyrir að leika, syngja, dansa, spila tónlist, sauma, farða, smíða, taka myndir og fleira eða kannski bara almennan leiklistaráhuga? Þá þurfum við á þér að halda!

Halaleikhópurinn er áhugaleikfélag sem stofnað var 27. september 1992 og iðkar leiklist fyrir alla. Félagið er rekið af félagsfólkinu sjálfu sem gengur í öll verk og hefur engan launaðan starfsmann. Árlega er sett upp vegleg leiksýning og er þá ráðinn faglegur leikstjóri til verksins. Einnig eru haldnar stuttverkasýningar sem við stýrum sjálf og ýmsar skemmtanir fyrir félagsfólk og gesti þeirra. Félagar koma úr ýmsum áttum og hafa hæfileika hver á sínu sviði sem kemur sér vel í þeim fjölbreyttu verkefnum sem leysa þarf áður en ljósin kvikna á sviðinu. Leiklist fær okkur til að upplifa og finna ný sjónarhorn sem við höfum ekki hugsað um áður. Við ætlum að halda félagsfund í litla sæta leikhúsinu okkar Hátúni 12, 26. September næstkomandi klukkan 19:30.

Mikið væri gaman að sjá þig og vini þína. Komdu og vertu með!

Facebook viðburður: Þér er boðið að taka þátt í ævintýri! 

Alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum og nú streyma gestir í bæinn sem aldrei fyrr. Heimasætan Fjóla á fullt í fangi með að höndla atburðarásina og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Almannavarnir og náttúruvársérfræðingar ráða ekki við eitt né neitt.

Nánar ...

Halaleikhópurinn er kominn á fullt á nýju ári við æfingar á Obbosí, eldgos! sem Sigrún Valbergsdóttir skrifaði og leikstýrir. Obbosí, eldgos! er bráðskemmtilegur farsi sem gerist á heimili ferðaþjónustubónda. Ýmsar skemmtilegar persónur koma við sögu og eins og í öllum góðum försum er alls kyns misskilningur í gangi sem leiðir leikritið í allar áttir.

Nánar ...

Fleiri fréttir ...