Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstjóri og Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður skrifa undir starfssamning í Halanum. Guðmundur ætlar að leikstýra Halaleikhópnum í vetur.

Fyrir valinu varð leikritið Makalaus sambúð. Almenn gleði er hjá leikhópnum með leikstjóra og leikrit.

Æfingar hefjast í janúarbyrjun

Eins og komið hefur fram þá réðum við í vor Gunnar Björn Guðmundsson til að leikstýra okkur í vetur. Undanfarna daga höfum við í stjórn ásamt Gunnari Birni lesið yfir fjöldann allan af leikritum með það í huga að setja upp í vetur. Núna er Barið í brestina gamanleikrit með söngvum eftir Guðmund Ólafsson efst á listanum. Því ætlum við að efna til samlesturs á mánudaginn 11. nóv. kl. 18.30. Í Halanum.

Nánar ...

Nú í haust voru áhorfendapallar leikhúss Halaleikhópsins að Hátuni 12 endurnýjaðir. Því verða tvær fjáröflunarsýningar á Ástandinu sögur kvenna frá hernámsárunum nú í október. Þ.e. föstudaginn 11. okt kl. 20 og sunnudaginn 13. okt kl. 17.

Í upphafi árs 2019 sýndi Halaleikhópurinn verkið sem er eftir eftir Brynhildi Olgeirsdóttur og Sigrúnu Valbergsdóttur. Verkið er skemmtilegt en líka átakanlegt. Það er unnið upp úr sönnum frásögnum kvenna sem voru í samskiptum við setuliðið en Brynhildur safnaði sögum fjölda kvenna frá þessum árum. Leikhópurinn hefur fengið mikla hvatningu til að hafa fleiri sýningar á verkinu og því þótti tilvalið að hafa þessa sýningu til fjáröflunar.

Miðaverð verður sem áður kr. 2500. Ennfremur verður baukur frammi ef einhverjir vildarvinir félagsins vilja styrkja bekkjakaupin.

„Þetta er fjörleg uppfærsla á skemmtilegu og umhugsunarverðu leikriti og Halaleikhópurinn leysir sitt verk af hendi með glæsibrag“ eru lokaorðin í umfjöllun um uppsetningu Halaleikhópsins á Ástandinu, sögur kvenna frá hernámsárnunum.

Nánar ...

Líf og fjör er núna hjá Halaleikhópnum sem æfir leikritið „Ástandið - sögur kvenna frá hernámsárunum“ eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brynhildi Olgeirsdóttur. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

Nánar ...
Halaleikhópurinn hefur ráðið  Sigrúnu  Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur

Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 29. sept. kl. 15.00 í Halanum Hátúni 12.

Nýráðinn leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir kemur og kynnir sig og verkefni næsta vetrar. Og segir okkur hvernig hún mun haga starfinu í vetur. Því er mikilvægt að allir sem langa til að vera með komi og hlusti og ræði svo við leikstjórann.

Nánar ...