Fréttir af aðalfundi og tiltektardagur framundan

Kæru félagar og velunnarar.

19.maí var aðalfundur Halaleikhópsins haldinn og gekk svona ljómandi vel. Ársreikningarnir komu vel út félagið var með um 800 þús. í hagnað þetta árið.  Stjórn er óbreytt 4 árið í röð. Lagabreytingatillögur sem fyrir lágu voru allar samþykktar sem og að hafa árgjaldið óbreytt 3000 kr. Búið er að ráða Sigrúnu Valbergsdóttur til að leikstýra okkur þetta leikár. Við ætlum að taka fyrir leikrit eftir hana Ábrystir með kanel sem við leiklásum 3. maí við gífurleg hlátrasköll og gleði. Sigrún ætlar að endurskrifa það að hluta með það í huga að lengja það aðeins.

Önnur tíðindi er að undir önnur mál var ákveðið að efna til tiltektar í Halanum miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Ástandið baksviðs er alls ekki gott og því treystum við á að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka til hendinn. Saman getum við gert þetta að flottu rými sem gott verður að vinna í.

Sjáumst á miðvikudaginn

Stjórnin