• Obbosí, eldgos!

  Obbosí, eldgos!
  Leikstjóri og höfundur er Sigrún Valbergsdóttir.
  Frumsýning 10. febrúar 2023.

  Við erum  stödd á notalegum sveitabæ, Snortrustöðum, sem býður uppá bændagistingu og ýmsa óvenjulega afþreyingu á meðan á dvölinni stendur. Frumlegt tilboð hefur vakið athygli og bærinn fyllist af gestum, einmitt sama sólarhringinn og allar kýrnar á bænum bera. Bærinn stendur hins vegar á virka eldgosabeltinu og lítið eldgos í næsta nágrenni bæði laðar að og fælir frá. Fjóla bóndadóttir þarf að hafa stjó...

 • Nú er hann sjöfaldur

  Nú er hann sjöfaldur - stuttverkadagskrá.
  Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.
  Frumsýnt 14. febrúar 2020

  Sýnd verða verkin: Hverjir voru hvar, Gamli vinur og Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson. Lokakeppnin eftir Halldór Magnússon, Kurteisi eftir Don Ellione, Verkið eftir Örn Alexandersson, Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen. Höfundarnir eiga það sameiginlegt að starfa innan raða BÍL eins og Halaleikhópurinn.

  ...
 • Ástandið

  Ástandið – saga kvenna frá hernámsárunum eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brynhildi Olgeirsdóttur. 
  Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
  Frumsýnt 8. febrúar 2019

  Leikritið fjallar um fjórar vinkonur sem hittast á kaffihúsi 50 árum eftir hernámið og rifja upp sögur sínar frá þeim árum. Þær eiga sér sameiginlegar minningar því að allar hafa þær orðið ástfangnar af hermönnum sem hér dvöldu á hernámsárunum. Sögur sem þær hafa sumar ekki getað sagt frá fyrr um hvernig líf þeirra var þá og nú. Ýmsar aðr...

 • Maður í mislitum sokkum

  Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman
  Þröstur Guðbjartsson leikstýrir
  Frumsýnt 2. febrúar 2018

  Maður í mislitum sokkum fjallar um ekkju sem býr í eldriborgara blokk. Dag einn er hún kemur út úr Bónus situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maðurinn veit ekki hvað hann heitir, hvar hann býr eða hvert hann er að fara en hann er í mislitum sokkum. Af ótta við almenningsálitið ákveður ekkjan að taka hann með sér heim. Vinkonur hennar og eiginmenn þeirra fléttast inn í málið me...

 • Farið

  Farið eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur
  Leikgerð og leikstjórn Margret Guttormsdóttir
  Frumsýnt 4. nóvember 2016

  Halaleikhópurinn frumflytur nýtt, íslenskt leikverk, Farið, eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur. Verkið var sérstaklega samið fyrir leikhópinn í kjölfar samtals milli höfundar og félaga og byggir það á reynslu og skoðunum þeirra.
  Farið er pólitískt leikrit sem gerist um borð í 100 hæða, steinsteyptu geimskipi á ferð um geiminn. Farþegar eiga þar í samskiptum við kerfið um borð og mæta ö...

 • Stræti

  Stræti eftir Jim Cartwright
  Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Sigvaldason
  Frumsýnt 29. janúar 2016

  Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að s...

 • Sagan af Joey og Clark

  Stræti eftir Jim Cartwright
  Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
  Sýningin Sagan af Joey og Clark var frumsýnd 4. desember 2015

  Í sögunni af Joey og Clark er litið inn á eitt heimilið við Strætið. Þetta er sjálfstætt verk úr strætinu sem ekki verður með í heildarverkinu sem við sýnum eftir áramót. Það er sýnt sem sjálfstætt stuttverk (ca 50 mín) . Sagan fjallar um ást samkynhneigðra, ungra manna, leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra á tímum kreppu og atvinnuleysis.

  Orðfæri persónanna ...

 • Innlit í Stræti - Eintöl

  Stræti eftir Jim Cartwright
  Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
  Sýningin Innlit í Stræti var frumsýnd 4. nóvember 2015

  Í Innlit í Stræti eru flutt „Eintöl“ þar sem við fáum nasaþef af persónuflóru verksins gegnum eintöl nokkurra íbúa strætisins.

  Við hittum Skinnið sem er bulla með ofbeldisfulla fortíð en hefur nú snúist til dharma. Prófessorinn, misheppnaður rithöfundur, fjallar um bókina sem aldrei varð til. Þarna býr Valerie, einstæð móðir sem býr við kúgun og heimilisofbeldi og drýgir tekjurnar me...

 • Tíu litlir strandaglópar

  Tíu litlir strandaglópar
  Upphaflegur þýðandi Hildur Kalman
  Frumsýnt 30. jan. 2015

  Leikritið segir sögu af tíu einstaklingum sem boðið er af dularfullum hjónum í helgarferð á

  klettaeyju.  Gestirnir eru ekki fyrr komnir á staðinn en einn þeirra deyr á grunsamlegan hátt.

  Öll eru þau strand á eyjunni og komast hvergi.  Gestgjafinn, sem hvergi sést, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna brota sem þau eiga að hafa framið.  

  Strandaglóparnir byrja að ...

 • Sambýlingar

  Eftir Tom Griffin í þýðingu Odds Bjarna Þorkelssonar
  Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson
  Frumsýnt 25. jan. 2014

  Verkið fjallar um 4 menn sem eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og búa saman í íbúð. Þeir sjá um sig að nokkru leyti sjálfir, en umsjónarmaðurinn Þór lítur til með þeim og sér um að allt gangi vel. Við fáum að fylgjast með þeim tækla hið daglega líf, sem getur reynst ansi snúið og niðurstaðan æði oft sprenghlægileg eða grátbrosleg. Rottuveiðar, partíhald og ástamál koma við sög...

 • Rympa á ruslahaugnum

  Rympa á ruslahaugnum eftir Herdísi Egilsdóttur
  Leikstjóri er Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
  Frumsýnt 10. febrúar 2013

  Leikritið fjallar um Rympu sem lifir og býr á Ruslahaugnum. Hún er frekar ófyrirleitin og hagar lífi sínu ekki alltaf eftir lögum og reglu. Undir harðsoðnu yfirborðinu býr reynsla frá æsku. Hún er svolítið einmana með tuskukarlinum sínum og því er það mjög kærkomið þegar hún fær heimsókn tveggja afskiptra barna. Tekur hún þau í sína umsjá og kennir þeim ljótar listir. Inn í sögun...

 • Hassið hennar mömmu

  Leikgerð og leikstjórar: Margrét Sverrisdóttir og
  Oddur Bjarni Þorkelsson, byggt á þýðingu Stefáns Baldurssonar
  Frumsýnt 10. febrúar 2012

  Hér er um að ræða farsa. Lúðvík, ungur maður, kemur heim til pabba síns og ömmu og sér að þar er ýmislegt undarlegt á seyði. Upp hefst mikill misskilningur og flæktur flóki, eins og vera ber í heiðarlegum försum, þar sem allir kappkosta við að hylma yfir og ljúga sig út úr hinum undarlegustu aðstæðum. Sem er skiljanlegt þar sem um ýmis konar lögbrot er að ræða,...

 • Góðverkin kalla!

  Góðverkin kalla!
  Eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
  Leikstjórar Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir
  Frumsýnt 4. feb. 2011

  Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrah...

 • Sjöundá

  Sjöundá - Svartfugl Gunnars Gunnarssonar
  Leikgerð Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
  Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
  Frumsýnt 5. feb. 2010

  Í Svartfugli vindur í raun fram tveimur sögum. Ástarmál og sálarstríð Eyjólfs Kapelláns og svo atburðirnir á Sjöundá og réttarhöldin yfir Steinunni og Bjarna. Við vinnslu leikgerðarinnar voru fjögur atriði lögð til grundvallar. Í fyrsta lagi að einbeita sér að Sjöundármálinu, í öðru lagi að láta tvær stúlkur gegna hlutverki „sögumanna“ eða ...

 • Sjeikspírs Karnival

  Sjeikspírs Karnival eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar

  Leikgerð og leikstjórn: Þröstur Guðbjartsson

  Leikgerð Þrastar Guðbjartssonar er unnin upp úr þrem verkum Shakespeare: Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og
  Hinriki IV. Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum degi í Illiríu á Karnivali hjá Orsínó greifa. Hann er dapur og því koma vinir hans og leika fyrir hann alls kyns gamanleiki, til að létta honum lífið.

  ...
 • Gaukshreiðrið

  One Flew Over the Cuckoo's Nest

  Eftir Dale Wasserman
  Leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
  Frumsýnt 9. feb. 2008.

  Gaukshreiðrið endurspeglar á óviðjafnanlegan hátt þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það gerist á ríkisreknu geðsjúkrahúsi þar sem einn vistmaður æsir sjúklinga á stofnuninni með sér í uppreisn gegn því sem hann telur vera miskunnarlaust harðstjórnarkerfi. Kerfið bregst ókvæða við og ekkert er látið ógert til að brjóta upprei...

 • Batnandi maður

  Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn höfundar
  Frumsýnt 24. feb. 2007

  Batnandi maður fjallar á gráglettinn hátt um sjómanninn Sigmar sem fengið hefur nóg af sjómennsku og sér tækifæri þegar hann lendir í vinnuslysi til þess að láta úrskurða sig öryrkja og njóta þannig lífsins á kostnað skattborgaranna.

  Hann sogast brátt inn í heim sem var honum að öllu ókunnugur, eignast nýja vini og óvini, lendir í útistöðum við kerfið og verður svo sannarlega reynslunni ríkari. En þegar upp e...

 • Pókók

  Pókók eftir Jökul Jakobsson í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar
  Frumsýnt 11. mars 2006
  Pókók fjallar um mann sem er ný sloppinn af Litla Hrauni. Hann ætlar að setja á markað og græða stórkostlega á sælgæti, sem vinur hans og samfangi fann upp. En ekki er auðvelt að fylgja hinum gullna vegi til ríkidóms og ekki er sælgætið eins vænt og talið var í fyrstu. Inn í leikritið fléttast blekkingar, svik og brögð, fegurðardrottingar og óprúttnir þjófar. Leikritið er í 4 þáttum og er tímalaust. Það var sam...

 • Kirsuberjagarðurinn

  Kirsuberjagarðurinn
  Gamanleikur í fjórum þáttum eftir Anton Pavlovitsj Tsjekhov
  Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
  Frumsýnt var 4. mars 2005

  Kirsuberjagarðurinn er leikrit um fjölskyldu, sem er að missa ættaróðalið, vegna skulda.

  Óðalsfrúin heldur sínu striki og lifir hátt, eyðir í ferðalög og alls kyns óþarfa. Heldur þjónustufólk, sem er duglegt að borða, þótt fæðið sé dýrt t.d. á veitingahúsum.

  Kirsuberjatrén eru orðin gömul og berin þroskast seint og illa, sem kemur kannski ekki að sök, því engin...

 • Fílamaðurinn

  Fílamaðurinn eftir Bernard Pomerance
  Leikstjóri Guðjón Sigvaldason
  Frumsýnt 27. feb. 2004

  „Fílamaðurinn“ fjallar um þekkta persónu, John Merrick, sem uppi var á Englandi í lok nítjándu aldar. Hann var svo afskræmdur af ákveðnum beinasjúkdómi að hann gekk undir nafninu Fílamaðurinn.

  Leikhópurinn kýs í þessari uppfærslu sinni að snúa við gildunum, allir eru fatlaðir nema Fílamaðurinn, og fær áhorfandinn þannig aðra sýn á verkið en hefur verið í fyrri uppfærslum hérlendis.

  John kemst undir læknish...

 • Á fjölum félagsins

  Höfundur leikrits og söngtexta: Unnur María Sólmundardóttir
  Frumsýnt 8. febrúar 2003

  Á fjölum félagsins fjallar um fyrirlestur frú Þorgerðar Kvaran leikhússpekúlants um það hvernig ber að standa að (eða kannski öllu heldur hvernig ætti ekki að standa að) stofnun áhugaleikhópa. Hún rekur feril Félagsins, frá stofnfundi fyrstu félagsmannanna til stjórnarskiptanna í lok fyrsta starfsársins og styðst við myndskeið úr einkasafni sínu, en af eigin frumkvæði gerðist hún persónulegur verndari þessa hóps...

 • Nakinn maður og annar í kjólfötum

  Nakinn Maður og annar í kjólfötum eftir Dario Fo
  Í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur
  Frumsýnt 20. janúar 2001

  Halaleikhópurinn sýnir að þessu sinni aðeins Nakinn maður og annar í kjólfötum sem var eitt verka í þríleiknum Þjófar, lík og falar konur.

  Höfundurinn Dario Fo er ítalskur, fæddur 1926 og hefur skrifað fjölda leikrita sem sýnd hafa verið um víða veröld við miklar vinsældir.

 • Jónatan

  Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
  Frumsýnt 11. mars 2000

  Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að nú er hann í hjólastól og lamaður upp að mitti. Hann hefur verið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður og það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta.

  Hann fékk óvænt verkefni, en það var að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálama...

 • Trúðaskólinn

  Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar
  Frumsýnt 17. apríl 1999

  Sýning Halaleikhópsins á Trúðaskólanum var flutt í útfærslu enska leikhúsmannsins Ken Cambell á þessu vinsæla barnaleikriti. Campbell fæddist í Ilford á Englandi árið 1941 og er leikari að mennt. Hann hefur starfað jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri og höfundur. Einleikir hans hafa vakið mikla athygli, James Vu heitir einn þeirra sem fékk m.a. Evening standard verðlaunin fyrir gamanleik og hl...

 • Búktalarinn

  Búktalarinn eftir Þorstein Guðmundsson
  Frumsýnt 16. jan. 1998

  Búktalarinn gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma sem hann var að byrja að skemmta. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, töframenn, söngvarar eða fimleikafólk svo dæmi sé tekið.

 • Gullna hliðið

  Höfundur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
  Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
  Frumsýnt 16. nóv. 1996

  Davíð Stefánsson skrifaði leikritið Gullna hliðið upp úr alkunnri þjóðsögu, Sálinni hans Jóns míns, en áður hafði hann ort ódauðlegt kvæði um sama efni. Þjóðsagan er einstök í sinni röð að efni og framsetningu.

  Hún var prentuð í síðara bindi Íslenskra þjóðsagna og ævintýra árið 1864, en Matthías Jochumsson, sem þá var við nám í Prestaskólanum skrásetti hana. Sagan er ekki til í annarri gerð, svo a...

 • Túskildingsóperan

  Túskildingsóperan
  Eftir Bertolt Brecht
  Frumsýnd 2. desember 1995

  Bertolt Brecht skrifaði Túskildingsóperuna (die Dreigroschenoper) árið 1928 og var hún fyrst flutt í Theater am Schiffbauerdamm í Berlín, 31. ágúst það sama ár. Túskildingsóperan er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmálsfólk en Túskildingsóperuna færir þó Brecht til í tíma og velur henni sögusvið í Lundún um um aldamótin þar síðustu.

   

  Túskildingsóperan e...

 • Allra meina bót

  Allra meina bót
  Eftir Patrik og Pál
  Frumsýnt 10. mars 1995

  Leikritið Allra meina bót er gamanleikrit, sem gerist á ónefndri sjúkrastofu. Þar ræður ríkjum ókrýndur konungur allra skurðlækna, sem sker allt sem hníf festir á. Þangað kemur illa haldinn ungur maður með rannsóknarlögregluna á hælunum vegna fjársvikamáls, en hann átti fyrirtæki, sem urðu gjaldþrota. Þegar á sjúkrastofuna kemur lendir ungi maðurinn í atburðarás, sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Spenna, kímni, hasar og mikill sön...

 • Rómeo og Ingibjörg

  Höfundur Þorsteinn Guðmundsson
  Frumsýnt 19. nóv. 1993

  Leikritið var samið nú í sumar, sérstaklega fyrir Halaleikhópinn, en inn í það fléttast nokkur atriði úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sýningu og segir frá samskiptum og uppákomum innan hópsins í tengslum við verkefnið.

 • Aurasálin

  Aurasálin eftir Moliére í þýðingu Sveins Einarssonar var fyrsta verk Halaleikhópsins.
  Frumsýnt 16. janúar 1993
  Leikstjórar voru þeir Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Guðmundsson.

  Aurasálin er klassíkur franskur gamanleikur frá 18. öld sem fjallar um aurasálina Harpagon. Hann á tvö börn sem eru farin að hugsa til giftingar. Ýmislegt verður þó til að koma í veg fyrir þær áætlanir og koma þar peningar mikið við sögu, því að mati föðurins er það lélegur maki sem lítinn hefur heimanmundinn. Svo vil...