Fílamaðurinn

eftir Bernard Pomerance
Frumsýnt 27. feb. 2004
Leikstjóri Guðjón Sigvaldason

„Fílamaðurinn“ fjallar um þekkta persónu, John Merrick, sem uppi var á Englandi í lok nítjándu aldar. Hann var svo afskræmdur af ákveðnum beinasjúkdómi að hann gekk undir nafninu Fílamaðurinn. John kemst undir læknishendur og fjallar leikritið að mestu um samskipti hans og læknis hans dr. Frederic Treves eftir komu hans á Lundúnaspítala. Á spítalanum dvaldi hann síðustu æviárin. Meðan á dvöl hans þar stóð varð hann þekktur meðal heldra fólksins í London, en áður hafði hann verið hafður til sýnis á ýmsum markaðssýningum.

Leikhópurinn kýs í þessari uppfærslu sinni að snúa við gildunum, allir eru fatlaðir nema Fílamaðurinn, og fær áhorfandinn þannig aðra sýn á verkið en hefur verið í fyrri uppfærslum hérlendis. Að sýningu Halaleikhópsins koma að þessu sinni um 30 manns. Tónlist er ýmist frumsamin af Ragnari Gunnari Þórhallssyni og Einari Andréssyni eða byggð á þekktum stefum úr kvikmyndum.

 

Vilhjálmur Jón Guðjónsson í hlutverki Fílamannsins á dauðastundu sinni

 

Molar um höfundinn og leikritið

Það var í rauninni ekki fyrr en að Bandaríkjamaðurinn Bernard Pomerance fluttist til London að hann náði heimsfrægð í leikhúsheiminum. Þegar hann svo kom aftur til New York 1979 tóku landar hans á móti honum með viðhöfn.

Leikritið ,,Fílamaðurinn” gekk linnulaust fyrir fullum leikhúsum í hartnær þrjú ár. John Merrick (Fílamaðurinn), maðurinn með ,,fötlunina miklu”, snerti strengi í hjörtum allra. Kannski þó mest vegna þess að allir könnuðust að einhverju leyti við hann. Flest allir sáu sjálfan sig í honum!

Halaleikhópurinn hefur nú gert þá tilraun að að ,,snúa hlutverkum við” þannig að allar aðrar persónur leikritsins eiga við einhverja fötlun að stríða nema fílamaðurinn...

Vilhjálmur Guðjónsson og Stefanía B. Björnsdóttir í hlutverkum sínum

Vilhjálmur Guðjónsson og Stefanía B. Björnsdóttir í hlutverkum sínum

Stefanía Björnsd., Pálína Benjamínsd., Örn Sigurðss., Jón Eiríkss., Vilhjálmur Guðjónss., Hanna M. Kristleifsd., Guðný Alda Einarsd. og Björk Guðmundsd. í hlutverkum sínum.

 

Persónur og leikendur

Leikstjóri, hönnun leikmyndar og búninga: Guðjón Sigvaldason
John Merrick, Fílamaðurinn: Vilhjálmur Guðjónsson
Frederick Treves, skurðlæknir og kennari: Jón Eiríksson
Carr Gomm, stjórnarmaður Lundúnaspítala o.fl. Örn Sigurðsson
Ross, umboðsmaður Fílamannsins: Stefanía Björk Björnsdóttir
Frú Kendal, leikkona: Sóley Björk Axelsdóttir
Urður ( örlaganorn ): Sigríður Ósk Geirsdóttir
Verðandi ( örlaganorn ): Björk Guðmundsdóttir
Skuld ( örlaganorn ): Guðný Alda Einarsdóttir
Lestarstjóri o.fl.: Margrét Edda Stefánsdóttir
Walsham How, biskup o.fl.: Jóhannes Ingólfur Jónsson
Burðarþjónn á Lundúnaspítala: Jón Freyr Finnsson
Hertogaynja o.fl. : Hulda Magnúsdóttir
Alexandra prinsessa o.fl.: Pálína Benjamínsdóttir
John lávarður o.fl.: Gunnar Gunnarsson
Ungfrú Sandwich, yfirhjúkrunarkona o.fl.: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Leikmynd: Einar Andrésson, Ólöf G. Helgadóttir, Heimir Einarsson, Stefanía B. Björnsdóttir, Pálína Benjamínsdóttir, Hinrik J. Magnússon, Bernharður Sturluson, Kristín R. Magnúsdóttir o.fl.
Búningar: Bára Jónsdóttir, Jónína Ragnarsdóttir, Stefanía Björk Björnsdóttir, Kristín R. Magnúsdóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir o.fl.
Tónlist : Flytjendur tónlistar: Hljómsveitin SJER á báti, Sigurður Einarsson, Jón Eiríksson, Einar Andrésson og Ragnar Gunnar Þórhallsson. Söngkona: Anna Sigríður Helgadóttir. Upptaka fór fram í Lúkarnum
Upptaka tónlistar: Davíð Andrésson
Hönnun veggspjalds : Samúel Ingi Þórarinsson
Leikskrá : Fannar Örn Karlsson
Bakstur og kaffi á frumsýningu : Sigurveig Buch, Jónína Ragnarsdóttir, Helga Bergmann
Leikmunir: Stefanía Björk Björnsdóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Kristín R. Magnúsdóttir, Hanna M. Kristleifsdóttir o.fl.
Miðasala og sjoppa: Arndís Hrund Guðmarsdóttir og Jósef Gunnar Gíslason
Hönnun lýsingar: Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósamenn: Árni Salomonsson og Kristinn Guðjónsson
Hljóðmenn: Einar Andrésson og Ragnar Gunnar Þórhallson
Förðun: Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Aðstoð við förðun: Jóninna Harpa Ingólfsdóttir
Sýningarstjóri og hvíslari á æfingum: Ása Hildur Guðjónsdóttir
Móttökustjóri: Kristinn G. Guðmundsson
Aðstoðarmenn: Valerie Harris, Jóninna Harpa Ingólfsdóttir, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Unnur María Sólmundardóttir.
Ljósmyndavinna: Rósa Jóhannsdóttir
Guðný Alda Einarsd, Björk Guðmundsd. og Sigríður Ósk Geirsdóttir í hlutverkum sínum

Guðný Alda Einarsd, Björk Guðmundsd. og Sigríður Ósk Geirsdóttir í hlutverkum sínum

Jón Freyr Finnsson, Hulda Magnúsd., Margrét E. Stefánsd., Jóhannes I. Jónss. og Sóley B. Axelsd. í hlutverkum sínum.

 

Um leikstjórann

Guðjón Sigvaldason útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann starfaði fyrstu árin jafnt sem leikari og leikstjóri, en hefur hin síðari ár nær eingöngu starfað sem leikstjóri, jafnframt því að skrifa en eftir hann hafa verið sýnd ýmis leikrit, auk þess að hann hefur gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsöguna Ungfolahroka. Hann hefur aðallega starfað með áhugaleikfélögunum og sjálfstæðu leikhópunum, auk þess að stjórna götuleikhópum víðsvegar um landið. En sýningar hans þykja oft bera keim af götuleikforminu. Hann hefur sett á svið á fimmta tug leiksýninga, víðs vegar um landið, t.d. Djöflaeyjuna bæði á Hornafirði og Siglufirði, Ég er hættur farinn, ég er ekki með í svona asnalegu leikriti, Önnu Frank og Rocky Horror á Egilsstöðum, Stræti, Bugsy Malone, Hróa Hött, Bangsímon, Kardimommubæinn, Bróðir minn Ljónshjarta, Emil í Kattholti, Í Tívolí, Grease, Svartklædda Konan, og Oliver! svo eitthvað sé nefnt. Hans síðasta uppfærsla var einleikur um Stein Steinarr.

 

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu. m.a.

Sérstakar þakkir til maka og nánustu aðstandenda fyrir þolinmæðina á tímabilinu.