Leikgerð og leikstjórar: Margrét Sverrisdóttir og
Oddur Bjarni Þorkelsson, byggt á þýðingu Stefáns Baldurssonar
Frumsýnt 10. febrúar 2012
Leikritið Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1982 í Iðnó. Uppfærslan færðist svo í Austurbæjarbíó og þar voru miðnætursýningar á Hassinu sem gengu alveg von úr viti. Er verkið enn í fersku minni mörgum þeim sem sáu, og ófáir sem muna eftir Gísla Halldórssyni þar sem hann sniffar af plöntunum og muldrar „svo dædar og dædar og dædar“.
Hér er um að ræða farsa. Lúðvík, ungur maður, kemur heim til pabba síns og ömmu og sér að þar er ýmislegt undarlegt á seyði. Upp hefst mikill misskilningur og flæktur flóki, eins og vera ber í heiðarlegum försum, þar sem allir kappkosta við að hylma yfir og ljúga sig út úr hinum undarlegustu aðstæðum. Sem er skiljanlegt þar sem um ýmis konar lögbrot er að ræða, og lögreglan er á staðnum!
Þessi leikgerð er unnin af Margréti Sverrisdóttur og Oddi Bjarna Þorkelssyni sem jafnframt leikstýra. Þau byggja hana á gömlu leikgerðinni, sem þýdd var af Stefáni Baldurssyni, en hafa tekið sér það leyfi að umskrifa senur, skipta um kyn á persónum og skrifa meira að segja inn eina til viðbótar. Allt í því augnamiði að hressa við gamalt verk.
Hér má finna gagnrýni um sýninguna á vef BÍL: Halinn í hassinu
Sýningar urðu 11, sú síðasta 30. mars 2012.
Persónur og leikendur
Amma:
Guðríður Ólafsdóttir
Dóri, pabbi Lúðvíks:
Þröstur Jónsson
Lúðvík:
Leifur Leifsson
Halli Hass:
Friðjón Magnússon
Antonía:
Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir
Valgarður strætó:
Kristinn Sveinn Axelsson
Séra Björn:
Gunnar Freyr Árnason
Kristín:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Leikstýri
Þau Oddur Bjarni og Margrét eru bæði vel menntuð á sviði leiklistarinnar en þau lærðu í Bretlandi. Hún sem leikkona og hann sem leikstjóri.
Þau hafa meðal annars starfað með leikhópnum Kláusi og leikstýrt saman viða um landið sem og leikið. Upp á síðkastið hefur Margrét til dæmis leikið í Heilsugæslunni með Kómedíuleikhúshópnum. Einnig hefur hún farið um víðan völl með Bólu – Hjálmar en sú sýning hlaut Grímu – verðlaunin.
Oddur Bjarni hefur hinsvegar bæði leikstýrt og aðstoðarleikstýrt í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig verið ötull í starfi áhugaleikhópa og sett upp á þriðja tug sýninga.
Höfundur
Ítalska skáldið Dario Fo er ólíkindatól. Ekki er nóg með að hann skrifi háðsádeilur og leikrit auk þess að leika og leikstýra, heldur hampar hann líka Nóbelsverðlaunum í bókmenntum og fleiri verðlaunum. Verk hans dansa gjarnan á línu sem fléttuð er saman úr hinu listræna og óvægna, líkt og í samfélagsrýni og andófi hirðfíflsins. Dario Fo nýtur alþjóðlegra vinsælda þrátt fyrir að sumum verka hans hafi verið mótmælt af harðlínufólki úr ýmsum áttum. Það er óhætt að fullyrða að ærslaleikurinn "Hassið hennar mömmu" teljist til þungaviktarverka í sínum flokki. Áhorfendum er vissara að halda góðum þindarstuðningi undir hláturrokum þessa meistarastykkið.
Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt:
Aðstoðarleikstjóri fyrir jól ljósmyndun o.fl.:
Árni Salomonsson
Leikmyndasmíði ofl.:
Einar Andrésson
Ljós og hljóð:
Snorri Emilsson
Ljós og hljóð:
Viðar Jónsson
Búningar, prófarkarlestur, vídoeupptökur o.fl.:
Ólöf I. Davíðsdóttir
Förðun, props, leikmynd o.fl. já og formaður Halaleikhópsins :
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Fjölmiðlafulltrúi, miðasala, plakat, leikskrá, búningar ofl.:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri eftir jól, sýningarstjóri o.fl.:
Sóley B. Axelsdóttir
Aðstoðarleikstjóri eftir jól:
Örn Sigurðsson
Plakat, leikskrá o.fl.:
Páll Guðjónsson
Props, förðun o.fl.:
Arndís Guðmarsdóttir
Miðasala og sjoppa:
Hekla Bjarnadóttir
Fjármál og fl.:
Kristín M. Bjarnadóttir
Miðasala og sjoppa:
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Múrbrot, plakatdreifing ofl.:
Kristín R. Magnúsdóttir
Ljósmyndari o.fl.:
Þröstur Steinþórsson
Props og endalaus uppspretta hugmynda:
Freddy
Tæknileg ráðgjöf, kennsla ofl.:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Myndagallerý
Sérstakar þakkir fá:
Sjálfsbjörg lsf. Reykjavíkurborg, Menntamálaráðuneytið, RÚV, Selecta, Kristján Helgason, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjargarheimilið, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Akron.
Einnig fá makar og nánustu aðstandendendur sérstakar þakkir fyrir þolinmæðina á tímabilinu.
Styrktaraðilar