Búktalarinn

Eftir Þorstein Guðmundsson
Frumsýnt 16. jan. 1998

Búktalarinn gerist baksviðs á íslenskum skemmtistað fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Búktalarinn, sem kominn er á miðjan aldur, rifjar upp þann tíma sem hann var að byrja að skemmta. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar, töframenn, söngvarar eða fimleikafólk svo dæmi sé tekið.

Persónur og leikendur:

Loftur eldri og Bósi Guðmundur Magnússon
Loftur yngri og Bósi Guðjón Sigmundsson
Valdi hvalur Árni Salomonsson
Sigrún svanur Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Halldór töframaður Jón Eiríksson
Sævar fimleikamaður Jón Þór Ólafsson
Selma fimleikakona Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Herdís frá Kárastöðum Þóra Sverrisdóttir
Bárður aðdáandi Kristinn G. Guðmundsson
Svanir Margrét Edda Stefánsdóttir
  María Jóna Geirsdóttir
  Guðrún Halldórsdóttir


Aðrir:

Höfundur og leikstjóri Þorsteinn Guðmundsson
Aðstoðarleikstjóri Kristinn Guðmundsson
Lýsing Vilhjálmur Hjálmarsson
  Axel Örn Arnarson
Förðun Margrét Björk Jóhannesdóttir
Saumakona Sigrún Hrólfsdóttir
Ljósmyndari Jón Tryggvason
Sviðsmaður Ingólfur Örn Birgisson
Hönnun plakats Hitt Húsið
Kaffiteríugengið Bergþóra Guðmundsdóttir
  Jón Stefánsson
  Helga S. Harðardóttir
  Guðný B. Harðardóttir
  Stefanía B. Björnsdóttir

Mynd úr Búktalaranum

Mynd úr Búktalaranum

 

Leikstjórinn og höfundurinn

Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og hefur síðan starfað sem lausráðinn leikari, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur skrifað nokkur leikrit auk þess sem hann er einn þeirra sem lék í og skrifaði þáttinn Fóstbræður 2 sem sýndir verða á þessu ári. Meðal þeirra leikrita sem hann hefur skrifað má nefna "Rómeó og Ingibjörg" sem hann skrifaði sérstaklega fyrir Halaleikhópinn. Þetta er í þriðja sinn sem hann leikstýrir Halaleikhópnum, en hann leikstýrði einnig "Túskildingsóperunni" eftir Berthold Brecht og "Aurasálinni" eftir Moliere í samstarfi við föður sinn Guðmund Magnússon. Það má geta þess að þeir feðgar starfa hér saman í annað sinn, þ.e.a.s. Guðmundur sem leikari og Þorsteinn sem leikstjóri.

Mynd úr Búktalaranum

Mynd úr Búktalaranum

 

Halaleikhópurinn þakkar eftirtöldum aðilum aðstoðina við að koma þessari sýningu á laggirnar:

 

Umsagnir