Rómeo og Ingibjörg

Höfundur Þorsteinn Guðmundsson
Þýðandi Helgi Hálfdánarson
Frumsýnt 19. nóv. 1993

Leikritið var samið nú í sumar, sérstaklega fyrir Halaleikhópinn, en inn í það fléttast nokkur atriði úr „Rómeó og Júlíu“ eftir Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikritið fjallar um leikhóp sem er að setja upp sýningu og segir frá samskiptum og uppákomum innan hópsins í tengslum við verkefnið.

Hópurinn

 

Úr leikskrá:

„Þorsteinn Guðmundsson fæddist árið 1967. Hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1991 og hefur síðan unnið að ýmsum verkefnum. Hann hefur m.a. leikið í „Emil í Kattholti" og í uppfærslu Borgarleikhússins á „Spanskflugunni". Þorstein hefur sett upp verkefni á Kjalarnesi með grunnskólanemum þar og þá setti hann upp fyrsta verkefni Halaleikhópsins „Aurasálina" eftir Molière ásamt Guðmundi Magnússyni. „Rómeó og Ingibjörg" var fyrsta leikrit hans sem tekið er til sýningar opinberlega.

Höfundur segir þetta um verkið: Rómeó og Ingibjörg er nýtt leikrit sérstaklega skrifað fyrir Halaleikhópinn. Á vissan hátt má segja að sýning þessa sama leikhóps á síðasta ári (1992) sé kveikjan að verkinu. Leikritið fjallar um áhugaleikhóp sem ræðst í það verkefni að setja upp frægasta ástarleikrit allra tíma.

Sýningin mótast af getu og takmörkunum þátttakenda. Persónulegar tilfinningar leikendanna lita uppsetninguna sem ráðist er í og sjálfsagt hefur leikritið um Rómeó og Júlíu (í þýðingu Helga Hálfdánarsonar) einnig haft áhrif á leikhópinn. Þannig má finna samsvörun hjá fólkinu í hópnum og persónunum í leikriti Shakespeares, svo að lítil ástarsaga í áhugaleikhópi kallist á við þau hjónin Rómeó og Júlíu. Við fylgjumst með æfingum allt frá fyrsta fundi hópsins, með nýjum leikstjóra, til þess augnabliks sem sýningin þeirra er fullmótuð. Mótuð af þeim sjálfum."

Leikstjóri:

Edda V. Guðmundsdóttir leikstjóri útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Hún hefur síðan unnið með Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar. Einnig leikið í sjónvarpi og vídeómyndum og leikstýrt ýmsum stöðum bæði út á landi og í Reykjavík. Starfaði líka vetrarpart 1985 með félögum sem nú skipa Hala-leikhópinn.

 

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Guðmundur Magnússon í hlutverkum sínum   Helga Bergmann og Valreie Harris í hlutverkum sínum

 

Persónur og leikendur:

Ingibjörg - Júlía Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Óskar - Rómeó Ingólfur Örn Birgisson
Elli - Merkútsíó Sigurður Björnsson
Frímann - Leikstjóri Guðmundur Magnússon
Dóra - Fóstran Valerie Harris
Aðalgeir - Tíbalt Ómar Bragi Walderhaug
Bent - Benvólíó Kristinn G. Guðmundsson
Ragnheiður - Borgari í Verónu Sigríður Ósk Geirsdóttir
Lárens munkur Helga Bergmann
Hólmfríður saumakona - Borgari í Verónu Elín Jónsdóttir
Þorsteina kaffikona - sveinn Tíbalts María Jóna Geirsdóttir
Ólafur - Borgari í Verónu Hrafn Ragnarsson
París Úlfar Arnarson
   
Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
Tónlist Stefán Stephensen

Gagnrýni eftir Guðbrand Gíslason sem birtist í Morgunblaðinu 23. nóv 1993

Grein úr Menningarlífi Morgunblaðsins 18. nóv. 1993