Allra meina bót

Allra meina bót
Eftir Patrik og Pál
Frumsýnt 10. mars 1995

Leikritið Allra meina bót er gamanleikrit, sem gerist á ónefndri sjúkrastofu. Þar ræður ríkjum ókrýndur konungur allra skurðlækna, sem sker allt sem hníf festir á. Þangað kemur illa haldinn ungur maður með rannsóknarlögregluna á hælunum vegna fjársvikamáls, en hann átti fyrirtæki, sem urðu gjaldþrota. Þegar á sjúkrastofuna kemur lendir ungi maðurinn í atburðarás, sem hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Spenna, kímni, hasar og mikill söngur er það sem einkennir þetta leikrit. Þetta mun vera fyrsti söngleikurinn, sem Halaleikhópurinn spreytir sig á.

allra meina bot 

 

Úr leikskrá

Leikritið allra meina bót er gamanleikrit sem gerist á sjúkrastofu í ónefndu sjúkrahúsi. Þar ræður ríkjum ókrýndur konungur allar skurðlækna, Dr. Svendsen. Hann tekur á móti sjúklingum og sker þá upp við hvers konar sjúkdómum.

Leikritið gerist á stofu uppáhaldssjúklingsins dr. Svendsen, sem er Andrés „ofskorni” ! Leikritið byrjar á því að hjúkrunarkonan er að gera klárt fyrir næsta sjúkling sem vill svo til að er gamall elskhugi hjúkrunarkonunnar og er hann að reyna að kveikja upp gamlar ástir.

Á hæla honum er hinn „snjalli” rannsóknarlögreglumaður Stórólfur Stórólfsson sem hefur skipun frá saksóknaraembættinu um að fylgja honum eftir hvert fótmál.

Með skipun um að fá uppúr sjúklingnum hlaupareikningsnúmer í Færeyjum sem hann á að hafa undir höndum. Þarna blandast saman söngur og leikhæfileiki hvers einstaklings fyrir sig. En þetta mun vera fyrsti söngleikurinn sem þau spreyta sig á.

allra meina bot 2 

 

Persónur og leikendur

Doktor Svendsen yfirlæknir: Kristinn Guðmundsson
Doktor Jakob Jónsen aðstoðarlæknir: Jón Björn Marteinsson
Halla hjúkrunarfræðingur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Pétur S. Bertúelsson: Baldvin Jón Sigurðsson
Andrés „ofskorni”: Jón Eiríksson
Stórólfur Stórólfsson rannsókarlögreglumaður: Árni Salomonsson
Ingrid Brun (dtland) hjúkrunarkona frá Noregi: Ingólfur Örn Birgisson
Valdimar Sveinsson alþingismaður að norðan með höfuðkrankleika: Hrafn Ragnarsson
Stofugangur: María Ragnarsdóttir
  Sigríður Ósk Geirsdóttir
  María Jóna Geirsdóttir
  Lilja Hrönn Halldórsdóttir
Sviðsstjórn: Guðbjörg Halla Björnsdóttir

 

Leikstjóri

Edda V. GuðmundsdóttirEdda V. Guðmundsdóttir leikstjóri, útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1977. Hún hefur síðan unnið með Alþýðuleikfélaginu, Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar. Einnig hefur hún leikið í sjónvarpi og myndböndum og leikstýrt fjölda verka á ýmsum stöðum, bæði úti á landi og í Reykjavík. Hún starfaði um skeið árið 1985 með félögunum sem nú skipa Halaleikhópinn. Síðan af og til þar til árið 1993, en þá leikstýrði hún leikritinu „Rómeo og Ingibjörg” sem Halaleikhópurinn frumsýndi.

 

 

Aðrir sem koma að sýningunni

Tónlist: Jón Múli Árnason
Útsetning tónlistar og hljómlistarflutningur: Hilmar Sverrisson
Ljósahönnun: Kári Gíslason
Förðun: Harpa Ingólfsdóttir
Miðasala og kaffiumsjón: Guðbjörg Halla Björnsdóttir
Saumakonur: Elín Jónsdóttir
  Guðbjörg Halla Björnsdóttir

 

Umsagnir

 

Myndir

  • Meina
  • Meina
  • Meina

Fleiri myndir úr sýningunni er að finna HÉR

 

Við þökkum: