Obbosí, eldgos!

Obbosí, eldgos!
Leikstjóri og höfundur er Sigrún Valbergsdóttir.
Frumsýning áætluð 10. febrúar 2023.

Við erum  stödd á notalegum sveitabæ, Snortrustöðum, sem býður uppá bændagistingu og ýmsa óvenjulega afþreyingu á meðan á dvölinni stendur. Frumlegt tilboð hefur vakið athygli og bærinn fyllist af gestum, einmitt sama sólarhringinn og allar kýrnar á bænum bera. Bærinn stendur hins vegar á virka eldgosabeltinu og lítið eldgos í næsta nágrenni bæði laðar að og fælir frá. Fjóla bóndadóttir þarf að hafa stjórn á öllu sem á dynur og skyndilega .... nei, hér segjum við ekki meir, en sjón er sögu ríkari. Þessi ótrúlega atburðarás á sér öll á einn eða annan hátt fyrirmynd í raunveruleikanum.