Obbosí, eldgos!

Obbosí, eldgos!
Leikstjóri og höfundur er Sigrún Valbergsdóttir.
Frumsýning 10. febrúar 2023.

Við erum  stödd á notalegum sveitabæ, Snortrustöðum, sem býður uppá bændagistingu og ýmsa óvenjulega afþreyingu á meðan á dvölinni stendur. Frumlegt tilboð hefur vakið athygli og bærinn fyllist af gestum, einmitt sama sólarhringinn og allar kýrnar á bænum bera. Bærinn stendur hins vegar á virka eldgosabeltinu og lítið eldgos í næsta nágrenni bæði laðar að og fælir frá. Fjóla bóndadóttir þarf að hafa stjórn á öllu sem á dynur og skyndilega .... nei, hér segjum við ekki meir, en sjón er sögu ríkari. Þessi ótrúlega atburðarás á sér öll á einn eða annan hátt fyrirmynd í raunveruleikanum.

 

Kynningarstikla

 

Sigrún Valbergsdóttir
Höfundur og leikstjóri

Sigrún Valbergsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Hún bjó í Þýskalandi í tæpan áratug og las leikhúsfræði við Kölnarháskóla. Hún var framkvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga 1983-1989 og leikhússtjóri Alþýðuleikhússins 1980-1983 og aftur 1988-1993. Hún var framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg árið 2000 og kynningarstjóri Borgarleikhússins 2001-2005.

Sigrún hefur leikstýrt yfir 50 leiksýningum hjá atvinnu- og áhugaleikhúsum á Íslandi og í Færeyjum, en einnig í Útvarpsleikhúsinu. Hún hefur kennt við Leiklistarskóla Íslands, Bandalags íslenskra leikfélaga, Meginfélags áhugaleikhúsa Færeyja og Amatörteaterns Rikförbund, Svíþjóð. Hún hefur unnið við dagskrárgerð hjá útvarpi og sjónvarpi. Einnig hefur hún þýtt og skrifað leikrit fyrir útvarp og leiksvið.

Sigrún Valbergsdóttir
Höfundur og leikstjóriSigrún Valbergsdóttir

 

Persónur og leikendur

Kristinn Sveinn Axelsson
Jón JónssonKristinn Sveinn Axelsson
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
FjólaHanna Margrét Kristleifsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Lilja Sóley Björk Axelsdóttir
Margrét Eiríksdóttir
KonkordíaMargrét Eiríksdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
SvetlanaHerdís
Þorgeirsdóttir
Sigurbjörg Halldórsdóttir
SóleySigurbjörg Halldórsdóttir
Bjarni Kjartansson
FrostiBjarni Kjartansson
Jóhann G. Thorarensen
HéðinnJóhann G. Thorarensen
Grétar Bjarnason
Dagfinnur dýralæknir / Almannavarnir Grétar Bjarnason

 

Fólkið bak við tjöldin

Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri
/ sýningastjóriÁsa Hildur Guðjónsdóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson
LjósahönnunVilhjálmur Hjálmarsson
Fróði Þórðarson
HljóðhönnunFróði Þórðarson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Ljósakeyrsla og hljóðkeyrslaStefanía Björk Björnsdóttir
Guðný Guðnadóttir
Ljósakeyrsla og hljóðkeyrslaGuðný Guðnadóttir
Laufey Egilsdóttir
Búningar, þrif ofl.Laufey Egilsdóttir

 

Fleiri sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Ljósmyndun
Edda Hersir
Leikmyndasmíði
Þröstur Steinþórsson
Plakat, leikskrá, auglýsingastiklur og heimasíða
Páll Guðjónsson
Saumar
Valgerður Hildibrandsdóttir
Málningarvinna
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Stefanía Björk Björnsdóttir
Sigrún Valbergsdóttir
Guðný Guðnadóttir

 

 

Myndir frá æfingum

  • IMG_3122
  • IMG_3126
  • IMG_3131
  • IMG_3136
  • IMG_3141
  • IMG_3159
  • IMG_3168
  • IMG_3177
  • IMG_3181
  • IMG_3186
  • IMG_3189
  • IMG_3195

 

Kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélaga

Halaleikhópurinn er aðili að BÍL, samtökum áhugaleikfélaga á Íslandi.

BÍL vinnur að þróun og eflingu leiklistar með því að stuðla að uppbyggingu og að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Í þeim anda óskum við Halaleikhópnum til hamingju með sýninguna og ykkur, kæru áhorfendur, góðrar skemmtunar.

Stjórn og starfsfólk BÍL.

 

Sérstakar þakkir

Sérstakar þakkir Sjálfsbjörg lsh., Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Akkur, Sjálfsbjargarheimilið, Hertex, Sigurður og Alda hjá Fagefni, Þórður Örn Guðmundsson, Guðjón Sigvaldason, Unnur Kristleifsdóttir og Kristín Viðarsdóttir.

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.
Aðstandendur frá sérstakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Veggspjald leikritsins Obbosí, eldgos!