Nakinn maður og annar í kjólfötum

Nakinn Maður og annar í kjólfötum
Eftir Dario Fo
Í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur
Frumsýnt 20. janúar 2001

Halaleikhópurinn sýnir að þessu sinni aðeins Nakinn maður og annar í kjólfötum sem var eitt verka í þríleiknum Þjófar, lík og falar konur.

Höfundurinn Dario Fo er ítalskur, fæddur 1926 og hefur skrifað fjölda leikrita sem sýnd hafa verið um víða veröld við miklar vinsældir.

Árið 1997 hlaut hann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Leikritið Nakinn maður og annar í kjólfötum er einn af þremur einþáttungum sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp um miðjan sjöunda áratuginn og hlaut sú sýning fádæma aðsókn.

Nakinn maður og annar í kjólfötum var fyrsta erlenda leikritið sem tekið var upp hér fyrir sjónvarp og var sýnt 1967.

 

Leikstjórinn:

Björn Gunnlaugsson leikstjóri lærði leikhúsfræði við Stokkhólmsháskóla en leikstjórn við Carnegie Mellon University í Bandaríkjunum og Drama studio í London . Meðal leikstjórnarverka Björns hér á landi eru Beðið eftir Godot. Margét mikla, Spansk - flugan, og Dóttir skáldsins. Björn hefur unnið töluvert erlendis meðal annars við Questors Theatre og The Icelandic Take Away Theatre.

Einar Andrésson og Kristinn Guðmundsson

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir í hlutverki kátu konunnar

 

Persónur og leikendur: 

Götusópari 1: Jón Þór Ólafsson.
Götusópari 2 : Ásdís Úlfarsdóttir.
Klara: María Jónsdóttir.
Kát kona 2: Sigríður Ósk Geirsdóttir og
  Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Lögregla: Guðný Alda Einarsdóttir.
Blómasali: Kristinn G. Guðmundsson.
Nakinn maður: Einar Andrésson.
Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson.
Ljós: Vilhjálmur Hjálmarsson og
  Jón Eiríksson.
Hvíslari: Árni Salómonsson.
Plakat: Stefán Sigvaldi Kristinsson.

 

Halaleikhópurinn

Í Halaleikhópnum eru nú um það bil 60 félagsmenn, margir eru líkamlega fatlaðir. Því er þetta starf sem hér er unnið mjög þarft þar sem um gott aðgengi er að ræða og staðsetning starfseminnar innan veggja Sjálfsbjargar er mjög heppileg. Samheldni og samvinna er góð. Eftir því er tekið að einstaklingar sem einhverja viðveru hafa hjá okkur eru glaðari og hugdjarfari á eftir. Tekið skal fram að Hala-leikhópurinn er sjálfstætt starfandi leikfélag og á aðild að Bandalagi íslenskra leikfélaga.

 

Hlutverkaval

Venjulega er gerð könnun á því hverjir gefa kost á sér í að setja upp leikrit og eftir að komin er niðurstaða með fjölda leikara og annara sem koma að uppsetningu, þá er komið að því að velja leikrit sem felur það í sér að allir þeir sem vilja vera með geti fundið sig í þeirri vinnu sem uppsetningin krefst. Mála, smíða, taka saman búninga, undirbúa sjoppu og miðasölu, gera plakat. Koma með hugmyndir að útfærslu á tæknilegum atriðum, allt þetta krefst mikillar vinnu, sem er öll unnin af okkur sjálfum. En eitt af mottóum okkar er að engin er fatlaðri en hann vill vera sjálfur og saman leysum við málin.

 

Eftirtaldir fá þakkir