Sjöundá

Sjöundá - Svartfugl Gunnars Gunnarssonar
Leikgerð Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
Frumsýnt 5. feb. 2010

 

Svartfugl teikning

 

Um leikgerðina:

Í Svartfugli vindur í raun fram tveimur sögum. Ástarmál og sálarstríð Eyjólfs Kapelláns og svo atburðirnir á Sjöundá og réttarhöldin yfir Steinunni og Bjarna. Við vinnslu leikgerðarinnar voru fjögur atriði lögð til grundvallar. Í fyrsta lagi að einbeita sér að Sjöundármálinu, í öðru lagi að láta tvær stúlkur gegna hlutverki „sögumanna“ eða kannski öllu heldur „leiðsögumanna“ inn í atburðina. Það þriðja var að nota réttarhöldin sem umgjörð og láta vitnaleiðslurnar leiða atburðina í ljós. Og í fjórða lagi að nota sem mest af texta bókarinnar sjálfrar. Stíll hennar er mjög afgerandi, samtölin frábærlega safarík og hver persóna hefur sína skýru rödd. Í stað þess að víkja alveg frá málsniðinu eða þá að reyna að „stæla Gunnar“ var ákveðið að nýta þessa eiginleika bókarinnar til hins ítrasta.

 

Persónur og leikendur eru:

 

Hekla Bjarnadóttir
Kristín:
Hekla Bjarnadóttir
Margrét Lilja Arnarsdóttir
María:
Margrét Lilja Arnarsdóttir
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Guðmundur Schewing sýslumaður:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Leifur Leifsson
Monsjör Einar Jónsson:
Leifur Leifsson
Bjarni Bjarnason:
Þröstur Jónsson
Gunnar Freyr Árnason
Jón Þorgrímsson og
áhrifshljóð:
Gunnar Freyr Árnason
Sóley Björk Axelsdóttir
Steinunn Sveinsdóttir:
Sóley Björk Axelsdóttir
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Guðrún Egilsdóttir og Ingibjörg Egilsdóttir:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Árni Salomonsson
Síra Jón Ormsson prófastur og áhrifshljóð:
Árni Salomonsson
Daníel Þórhallsson
Eyjólfur Kolbeinsson kapellán:
Daníel Þórhallsson
Kristinn Sveinn Axelsson
Guðmundur Sigmundsson, verjandi:
Kristinn Sveinn Axelsson
Kristinn G. Guðmundsson
Varðmaður:
Kristinn G. Guðmundsson
Guðríður Ólafsdóttir
Málfríður Jónsdóttir:
Guðríður Ólafsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Sveitungur:
Björk Guðmundsdóttir
Einar Melax
Tónlist og leikhljóð:
Einar Melax
Einar Andrésson
Tónlist og leikhljóð:
Einar Andrésson

 

Ágústa Skúladóttir leikstjóri

Ágústa SkúladóttirÁgústa Skúladóttir, leikstjóri, lærði leiklist hjá Monicu Paneux í Paris og Philippe Gauliere í London. Einnig tók hún mastersnámskeið hjá Theatre de Complicite, John Wright, David Glass og Bruce Meyers. Hún starfaði í nokkur ár í London sem leikkona og uppistandari.

Ágústa var fastráðinn leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu um tíma og sýningar hennar þar voru; Klaufar og kóngsdætur, sem hlaut Grímuna sem barnasýningin ársins 2005, Halldór í Hollywood, Stórfengleg, Eldhús eftir máli sem hlaut menningarverðlaun DV 2006, Umbreyting, og Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður í samvinnu við Nemendaleikhús LHÍ.

Ágústa hefur tvívegis hlotið tilnefningu sem leikstjóri ársins á Grímunni. Hún hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá Sjálfstæðu leikhúsunum sem vakið hafa mikla athygli hér heima og erlendis og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, til að mynda fyrir Háaloft eftir Völu Þórsdóttur, Sellófan eftir Björk Jakobsdóttur, og Angels of the Universe með Icelandic Take Away Theatre.

Starf hennar með áhugaleikfélögunum hefur verið stöðugt og viðamikið, sérstaklega með Leikfélagi Kópavogs og leikfélaginu Hugleik og hafa þær sýningar verið valdar til sýningar á fjölda leiklistarhátíða víða um heim. Ágústa var leikstjóri óperunnar Così fan tutte sem sýnd var í Óperustúdíói Íslensku óperunnar árið 2008. Leiksýningin Bólu-Hjálmar með Stoppleikhópnum hlaut Grímuna 2009 sem Barnasýning ársins og síðasta leikstjórnar-verkefni Ágústu var Óperan Ástardrykkurinn í Íslensku Óperunni.

Nú nýverið hlaut hún Stefaníustjakann úr minningarsjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur sem viðurkenningu fyrir leiklistarsstörf.

 

Gunnar Gunnarsson, höfundur Svartfugls

Gunnar GunnarssonGunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal 18. maí 1889. Átján ára sigldi hann til Danmerkur staðráðinn því að láta draum sinn um að verða rithöfundur rætast. Fimm árum síðar var hann kominn með samning við Gyldendal forlagið og Saga Borgarættarinnar kom honum á kortið í bókmenntaheimi Dana. Hann hugði fljótt á landvinninga og verk hans og skrif tóku að koma út í öðrum löndum áður en hann varð þrítugur.

Gunnar kvæntist 1912 danskri konu, Franziscu Antoniu Josephine Jörgensen, og bjó í Danmörku allt til 1939. Nær öll hans verk gerast þó á Íslandi, hvort heldur það eru sögulegar skáldsögur eða samtímasögur. Þeirra þekktust eru: Saga Borgarættarinnar, sem var kvikmynduð 1919, Fjallkirkjan, Aðventa, Svartfugl, Vikivaki og Fóstbræður.

Gunnar var a.m.k. fjórum sinnum tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum en hlaut þau aldrei þó að hann fengi ýmsar aðrar viðurkenningar. Hann flutti heim til Íslands fimmtugur að aldri 1939 og reisti stórhýsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal.

Þar bjó hann ásamt Franziscu í aðeins níu ár en gaf þá þjóðinni jörðina og húsið sem nú hýsir starfsemi Gunnarsstofnunar. Gunnar og Franzisca fluttust til Reykjavíkur og byggðu sér nýtt hús á Dyngjuvegi 8 sem Rithöfundasamband Íslands hefur nú til umráða. Gunnar lést árið 1975 og Franzisca kona hans tæpu ári síðar.

 

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt:

 
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri, Sýningarstjóri búningar, saumar, prjón, miðasala ofl. :
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Örn Sigurðsson
Aðstoðarleikstjóri og hvíslari á æfingum:
Örn Sigurðsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósahönnun:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Sigvaldi Heðarsson
Ljósamaður:
Sigvaldi Heiðarsson
Kristín M. Bjarnadóttir
Búningar ofl.:
Kristín M. Bjarnadóttir
Guðríður Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri:
Guðríður Ólafsdóttir
Friederike Andrea Hesselmann
Leikmynd ofl.:
Friederike Andrea Hesselmann
Einar Andrésson
Leikmynd ofl.:
Einar Andrésson
Þröstur Jónsson
Smíðar ofl.:
Þröstur Jónsson
vantar mynd
Leikskrá og plakat:
Elísa Ósk Halldórsdóttir
Stefanía Björk Björnsdóttir
Hár, skegg, förðun ofl.:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Miðasala, sjoppa ofl.:
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Hár og förðun:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Höskuldur Þ. Höskuldsson
Smíðar ofl.:
Höskuldur Þ. Höskuldsson
Kristinn Þ. Sigurjónsson
Smíðar ofl.:
Kristinn Þ. Sigurjónsson
vantar mynd
Frumsýningarpartý, kokkur:
Jóna Marvinsdóttir
vantar mynd
Málningarvinna:
Ingimar Atli Arnarson
vantar mynd
Smíðar ofl.:
Davíð Andrésson:
vantar mynd
Saumakona:
Björk Þorsteinsdóttir
vantar mynd
Saumakona:
Guðmunda Sævarsdóttir

 

Þorgeir Tryggvason: 

Þorgeir TryggvasonHefur skrifað allskyns leikrit fyrir ýmis leikhús og leikhópa í félagi við allskonar fólk. Stór hluti þeirra hefur verið fyrir leikfélagið Hugleik og má þar nefna Stútungasögu, Fáfnismenn og Sirkus, öll skrifuð í í félagi við Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur og Sævar Sigurgeirsson.

Með Ármanni og Sævari vann Þorgeir handritið að Klaufum og kóngsdætrum fyrir Þjóðleikhúsið, en sýning Ágústu Skúladóttur á því verki hlaut Grímuverðlaun sem besta barnasýningin árið 2006. Þau sömu verðlaun hlaut sýning Stoppleikhópsins, Brunað í gegnum Bólu-Hjálmar árið 2009. Ágústa leikstýrði og Ármann, Sævar og Þorgeir skrifuðu ásamt Snæbirni Ragnarssyni.

Auk leikritaskrifa fæst Þorgeir við ýmislegt leikhústengt auk þess að vera félagi í hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Þorgeir vinnur með Halaleikhópnum.

 

Um Svartfugl:

Svartfugl er söguleg skáldsaga. Gunnar nýtti sér dómsskjöl og aðrar heimildir við sköpun sögunnar og byggði hana á frægu morðmáli frá því um 1800, morðunum á Sjöundá á Rauðasandi. Söguþráðurinn er spunninn um réttarrannsókn og er Svartfugl stundum sögð vera fyrsta íslenska glæpasagan. Í henni býr þó margt fleira og segja má að hún lýsi samtímanum eins vel og þeim tíma sem sagan gerist á. Spurningum um eðli valdsins, trú, ást og fleiri eilífðarmálum er velt upp í sögunni. Spurningum sem ekki eiga síður við í dag en á millistríðsárum síðustu aldar.

Sagan er sögð af sjónarhóli Eyjólfs kapeláns (aðstoðarprests). Gegnum hann upplifum við ástir og örlög Bjarna og Steinunnar sem gerðust sek um að myrða maka sína til þess að þau mættu njótast.Sagan um ástríðuglæpi Bjarna og Steinunnar kom fyrst út í Danmörku 1929. Strax ári síðar var hún gefin út á hollensku, þýsku og sænsku og útgáfur á fleiri tungumálum fylgdu í kjölfarið. Bókin kom þó ekki út á íslensku fyrr en 1938 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

Svartfugl fékk hvarvetna góða dóma jafnt lesenda sem gagnrýnenda. Í könnun meðal helstu rithöfunda Dana, þar sem þeir voru beðnir um að nefna hvaða skáldsaga ársins 1929 hefði orkað sterkast á þá, tróndi Svartfugl efstur á lista. Sömuleiðis var bókin í efsta sæti metsölulista í Danmörku fyrir jólin 1929. Haustið 2009 kom Svartfugl út í nýrri þýðingu í Þýskalandi og ritdómar þaðan sýna glöggt að hér er um að ræða klassískt verk sem á erindi við alla unnendur góðra bókmennta.

 

 

Teikning

 

Friederike "Freddy" Hesselmann 

Friederike "Freddy" HesselmannHún teiknaði þessar myndir sem eru hér á síðunni, veitti okkur sérstakan innblástur við gerð leikmyndar, plakats ofl. hún málaði Steinkudys, gerði sandlistaverkin ofl.

Friederike „Freddy A. Hasselmann er fædd í Nuremberg í Þýskalandi árið 1981, en að hennar mati er hún íslendingur. Á menntaskólaárunum lagði hún stund á nám í myndlist og lærði hjá Wolfgang Duck, installation artist, og Jurgen Ritter myndlistarmanni í Þýskalandi. Einnig hefur hún stundað nám í Kanada í Alberta High School of Fine Arts. Það sem hún leggur hvað mesta áherslu á er mynd – og ritlist, en sumarið 2009 var hún fyrst fengin til þess að hanna leikmynd.

Uppskrift að góðu listaverki að mati Freddyar er að ná að sameina táknmyndahyggjuna, fagurfræðina, persónulegu skilaboðin sem og ígrundun listamannsins til samfélagsmála nútímans,

Að vera með fötlun er Freddy mjög hugleikið. Síðast en ekki síst hversu mikinn þátt samfélagið á þar í hlut. Samfélagið ýtir undir og beinlínis býr til fötlun að hennar mati, enda fjallar uppáhalds kvikmynd Freddyar einmitt um þetta hvernig samfélagið „fatlar“ einstaklinginn. En hún ber heitið Nell. Hún segist sjálf vilja sjá leikverkið sem kvikmyndin er byggð á „Ídioglossía“.

Annars er Freddy mjög virkur þáttakandi í List án landamæra. Hún heldur fyrirlestra, auk þess sem hún stundar nám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún stjórnar listaverkefni er heitir Dreaming Seashell. Segja má að þetta sé fræðsluverkefni ungs hreyfihamlaðs listafólks. Markmið verkefnissins er að benda fólki á að það séu til einstaklingar í samfélaginu sem eru sumir hverjir með ósýnilegar fatlanir.

Sjálf er Freddy með væga heilalömun og snert af Asperger – heilkenninu. Hún lætur það síður en svo stoppa sig. Auk þess að vera á kafi í myndlistinni, hannar hún sína eigin skartgripi, kann ógrynni af tungumálum og er þessa dagana að vinna að stærsta draumi sínum en það er að gefa út bók sína sem fjallar um samspil fötlunnar, tvíkynhneigðar og rokktónlistar. En þetta er vísun í hana sjálfa.

 

Hugleiðing leikstjóra

Af hverju Svartfugl?

Er ég var unglingstáta valdi ég mér Svartfugl sem viðfangsefni fyrir kjörbókarverkefni og hreifst algerlega af. Ég man svo vel að ég var alveg miður mín yfir örlögum þeirra Bjarna og Steinunnar og var sérlega ósátt við málalok. Ég man að ég hugsaði: „Af hverju játuðu þau!“ Það voru engar sannanir og mitt rómantíska barnslega hjarta óskaði þess svo heitt að málalok hefðu verið öðruvísi.

Fyrir þessa uppfærslu var ég að setja upp Rómeó og Júlíu með Borgarholtsskóla, þar sem nokkrir leikarar minna voru að lesa bókina. Ég spurði: „Hvernig finnst ykkur hún?“ Og svarið var tilfinningaþrungið... „Þetta er fáránlegt... af hverju voru þau ekki látin í friði?“ Og þannig var með þeim, sem og mér og fleirum.... Samúð féll í hlut Steinunnar og Bjarna og allur vilji til að fyrirgefa afbrot þeirra. Eða þá aðallega milda þann dóm sem þau fengu.

Án nokkurra haldbærra sannana náðu dómsyfirvöld með aðstoð kirkjunnar að knýja fram játningu sem leiddi til dauðadóms á því sem kallast gæti eitt alræmdasta morðmál Íslandssögunnar. Þegar til réttarhalda kom áttu þau, á unglingamáli í dag, „Aldrei sjéns“. En eins og fram kemur í Svartfugli Gunnars, áttu þau hann nokkurn tímann? Aðstæður voru þeim hreinlega ofviða og

yfirvöldum hefði ekki verið stætt á því að draga í land. Þau hittust of seint og undir ómannúðlegum kringumstæðum neydd, vegna fátæktar að deila jarðarskika og hýbýlum sem var á stærð við meðalbílskúr í dag. Meira að segja Jón Þorgrímsson reyndi til hins ýtrasta að forða því sem varð með því að biðja sveitunga að taka við sér og börnunum. En það tókst ekki og því varð sem varð. Það er ekki á valdi okkar jarðlegu breysku manna að fyrirgefa glæpi eins og þá sem framdir voru á Sjöundá. En það er vegna breyskleika okkar sem við finnum samúð með Steinunni og Bjarna.

Og enn og aftur tifar í mér spurning hins barnslega hjarta....

„Hvað hefði gerst ef þau hefðu aldrei játað“?

 

Úr leikskrá: 

Ása Hildur Guðjónsdóttir formaðurHalaleikhópurinn býður ykkur velkomin á Sjöundá – Svartfugl Gunnars Gunnarssonar hér í Halanum, litla leikhúsinu okkar hér í Hátúninu.

Það hefur verið mikil gróska þetta leikárið í Halaleikhópnum. Við erum búin að vera með Kaffileikhús tvisvar þar sem félagsmenn hafa spreytt sig á leikstjórn og öllum sviðum leikhússins. Við tókum þátt í leiklistar-hátíðinni Margt smátt í haust og fengum góða dóma. Fyrir um ári síðan klófestum við Ágústu Skúladóttur leikstjóra til að vinna með okkur að stórsýningu ársins 2010. Fljótlega kom upp sú hugmynd að taka fyrir Svartfugl Gunnars Gunnarssonar.

Leikhópurinn hefur síðan unnið ötullega að því og kafað í söguna frá ýmsum hliðum. Úr varð að Ágústa ásamt Þorgeiri Tryggvasyni og leikhópnum gerði nýja leikgerð sem er nefnd Sjöundá.

Innan félagsins leynast ýmsir listamenn sem hafa fengið að takast á við verðugt verkefni. Tónlist og áhrifshljóð eru samin og flutt af Einari Andréssyni og Einari Melax ásamt leikurum. Friederike Andrea Hesselmann kom með fullt af hugmyndum um leikmynd og plakat sem var unnið uppúr skissum sem yngsta leikkona okkar Hekla Bjarnadóttir teiknaði á æfingum. Smiðir, sauma- og prjónakonur fóru hamförum og endurnýttu allt efni sem þau komust yfir. Svona má lengi áfram telja.

Saman vann svo þessi breiði hópur sem þið sjáið hér í kvöld ötullega að þessu verki. Við förum í ferðalag um þessa fyrstu íslensku sakamálasögu og kynnumst ást, sorg, slúðri, gleði og andrúmslofti sem var uppi á þessu myrkva skeiði Íslandssögunnar þar sem sauðsvartur almúginn var ekki hátt skrifaður. Góða skemmtun leikhúsgestur góður.

 

Myndagallerý

Leikarahópurinn

  • Hannasvipur
  • Gudridursvipur

 

Skrif um sýninguna:

Gagnrýni Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur af leiklistarvefnum má sjá HÉR
Ummæli Kolbrúnar Stefánsdóttur má finna HÉR

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir til maka og aðstandenda fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu

 

Styrktaraðilar:

  • SBJ
  • Obi
  • Logo