Stræti

Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjórn og leikgerð: Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt 29. janúar 2016

Stræti er átakasaga með kómísku ívafi og fjallar um fólk sem býr við sömu götu. Aðstæður þeirra markast af efnislegri óvissu, firringu og brotnum samskiptum. Þar eiga allir sína drauma sem halda mörgum á floti þegar viljinn dugar ekki í erfiðum kringumstæðum. Samskiptin eru oft hrjúf og óvægin með óþvegnu og grófu orðfari sem er ekki fyrir viðkvæma. Áhorfandinn fylgist með fólki gera sig klárt til að skreppa á pöbbinn, skemmta sér þar misvel og halda síðan aftur heim til sín eða annarra þar sem ýmislegt getur gerst.

 

Kynningarstikla

 

 

Persónur og leikendur

Hlynur Finnbogason
Scullery Hlynur Finnbogason
Sóley B. Axelsdóttir
Brenda Sóley B. Axelsdóttir
Gunnar Gunsó Gunnarsson
Roy / Jerry / Brian Gunnar Gunsó Gunnarsson
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Lesley / Alice Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Snorri Emilsson
Barry / Moth / Skinnið Snorri Emilsson
Margrét Eiríksdóttir
Maudie / Marion Margrét Eiríksdóttir
Rut Másdóttir
Louise / Barfluga / Valerie Rut Másdóttir
Sigurður Ragnar Kristjánsson
Bróðir Louise / Curt Sigurður Ragnar Kristjánsson
Katrín M. Elínborgardóttir
Carol / Linda Katrín M. Elínborgardóttir
Alexander Ingi Arnarson
Brink / Skokkari / Hermaðurinn Alexander Ingi Arnarson
Unnar Helgi Halldórsson
Barþjónn / Eddie Unnar Helgi Halldórsson
Kristinn Sveinn Axelsson
Pabbi Eddies / Prófessorinn / Sá sköllótti Kristinn Sveinn Axelsson
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Dor / Spúsa þess sköllótta Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Matthildur Kristmannsdóttir
Barfluga / Lane Matthildur Kristmannsdóttir
Margret Guttormsdóttir
Barþjónn / Molly Margret Guttormsdóttir
Ásta Dís Guðjónsdóttir
Barfluga / Helen Ásta Dís Guðjónsdóttir
Örn Sigurðsson
Fred Örn Sigurðsson

 

Guðjón Sigvaldason leikstjóri

Guðjón Sigvaldason útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann starfar við leikstjórn, jafnframt myndlist og skrifum en eftir hann liggja leikrit, ljóðabækur og skáldverk auk myndlistarverka.

Guðjón hefur aðallega starfað með áhugaleikfélögunum og sjálfstæðu leikhópunum, auk þess að stjórna götuleikhópum víðsvegar um landið. Hann er unnendum Halaleikhópsins að góðu kunnur og hefur áður sett þar upp 10 litla strandaglópa, Kirsuberjagarðinn, Fílamanninn og Gaukshreiðrið. 2008 var uppsetning Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu valin af Þjóðleikhúsinu sem athyglisverðasta áhugaleiksýningu ársins og var sett upp á stóra sviðinu.

Uppsetningar Guðjóns hafa alltaf verið metnaðarfullar og gert miklar kröfur til Halaleikhópsins. Leikaraval og persónusköpun hans í Stræti staðfesta fyrir áhorfandanum að mannlífið er ekki verndaður verustaður.

Guðjón Sigvaldason

Guðjón Sigvaldason

 

 

Jim Cartwright

Jim Cartwright er virt, breskt leikritaskáld, fæddur árið 1958. Stræti er fyrsta leikverk hans og var frumsýnt 1986. Það hefur unnið til fjölda verðlauna og verið umritað fyrir sjónvarp og sýnt á BBC.

Hann er hvað þekktastur fyrir að skrifa um veruleika fólks og mannlega breiskju með frekar grófu tungumáli breskrar lágstéttar en hafa samt á valdi sínu fágun hins ljóðræna í formi hágæða leikhúss sem kemur einstaklega vel fram í eintölum persóna í Stræti.

Verk hans njóta alþjóðlegra vinsæla og eru sett upp víða um heim.

Jim Cartwright

Jim Cartwright,
höfundur Strætis

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Aðstoðarleikstjóri Margret Guttormsdóttir
Aðstoðarmaður leikstjóra
og sýningastjóri
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Ljósahönnun Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósamaður Jón Eiríksson
Hljóð
Einar Andrésson
Hljóðkeyrsla Stefanía B. Björnsdóttir
Leikmyndassmíði Arnar Stefánsson,
Einar Andrésson
Leikmunir Hópurinn sjálfur
Umsjón leikmuna og sviðs Stefanía B. Björnsdóttir,
Snorri Emilsson
Búningar Jóhanna Lind Þrastardóttir
og hópurinn sjálfur
Förðun og hár Dagný Ósk Hermannsdóttir,
Hekla Bjarnadóttir,
Hanna Margrét Kristleifsdóttir,
Rut Másdóttir
og hópurinn sjálfur
Einkasminka Mollýar Embla Margret Særósardóttir
Fjölmiðlafulltrúar Vilhjálmur J. Guðjónsson
Anna Kristine Magnusdottir Mikulcakova
Plakat,
leikskrá,
auglýsingastiklur
og heimasíða
Páll Guðjónsson
Framkvæmdastjóri Guðríður Ólafs Ólínudóttir
Gjaldkeri og aðföng Ólöf I. Davíðsdóttir
Ljósmyndari Grétar Már Axelsson
Miðasala Ása Hildur Guðjónsdóttir,
Ólöf I. Davíðsdóttir,
Snorri Halldórsson

 

 

Myndir frá æfingum

  • IMG_3963
  • IMG_4009
  • IMG_4026
  • IMG_4054
  • IMG_4104
  • IMG_4165
  • IMG_4233
  • IMG_4249
  • IMG_8352
  • IMG_8597
  • IMG_8612
  • IMG_8620
  • IMG_8622
  • IMG_8628
  • IMG_8647
  • IMG_8651
  • IMG_8655
  • IMG_8665
  • IMG_8671
  • IMG_8676

 

 

Kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélag


Halaleikhópurinn er aðili að BÍL, samtökum áhugaleikfélaga á Íslandi. BÍL vinnur að þróun og eflingu leiklistar með því að stuðla að uppbyggingu og að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Í þeim anda óskum við Halaleikhópnum til hamingju með sýninguna og ykkur, kæru áhorfendur, góðrar skemmtunar. Stjórn og starfsfólk BÍL

 

Kærar þakkir

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir fá Sjálfsbjörg lsf., Öryrkjabandalag Íslands, Reykjavíkurborg, Ölgerðin, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Haugen-Gruppen, Ísloft, Edna Lupita, Ægir Gösla, Hermann Jónsson, Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Særós Rannveig Björnsdóttir og Guðmundur H. Guðjónsson.

Makar og aðstandendur frá sértakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Styrktaraðilar

  • SBJ
  • Obi
  • Merki
  • Olgerdin_logo
  • Logo