Pókók

 

Pókók
eftir Jökul Jakobsson
í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar
frumsýnt 11. mars 2006

Um leikritið:

Leikritið Pókók er fyrsta leikverk Jökuls Jakobssonar og vakti það vonir um að mikið leikskáld væri í fæðingu sem og varð raunin. Það var fyrst sett upp í Iðnó af Leikfélagi Reykjavíkur í janúar 1961. Sýningar voru 25. Pókók fjallar um mann sem er ný sloppinn af Litla Hrauni. Hann ætlar að setja á markað og græða stórkostlega á sælgæti, sem vinur hans og samfangi fann upp. En ekki er auðvelt að fylgja hinum gullna vegi til ríkidóms og ekki er sælgætið eins vænt og talið var í fyrstu. Inn í leikritið fléttast blekkingar, svik og brögð, fegurðardrottingar og óprúttnir þjófar. Leikritið er í 4 þáttum og er tímalaust. Það var samtímasaga þegar það var sett upp fyrst en gæti einnig gerst nú tæpum 50 árum seinna. Hvort þetta er skopleikur, farsi eða þjóðfélagsádeila látum við áhorfandann skera úr um....

Iða Brá og Eggert Eggjárn

Iða Brá og Eggert Eggjárn

 

Persónur og leikendur eru:

Gunnar Ólafur Kristleifsson
Óli Sprengur
fyrrum Litla - Hraunsfangi:
Gunnar Ólafur Kristleifsson
Gunnar Gunnarsson
Emanúel
Efnafræðingur og fyrrum Litla - Hraunsfangi:
Gunnar Gunnarsson
Sigurgeir Baldursson
Jón Bramlan
Tvöfaldur forstjóri m.m.:
Sigurgeir Baldursson
María Jónsdóttir
Iða Brá, Fegurðardrottning dóttir Bramlans:
María Jónsdóttir
Daníel Þórhallsson
Eggert Eggjárn
Einkaritari Bramlans:
Daníel Þórhallsson
Ásdís Úlfarsdóttir
Elín Tyrfingsdóttir
Heimasæta frá Hreggnasastöðum:
Ásdís Úlfarsdóttir
Stefanía Björk Björnsdóttir
Skrítla
Gengilbeina:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Gauja Gæs
Unnusta Óla Sprengs:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Jón Freyr Finnsson
Kiddi Gufa
Glæpon:
Jón Freyr Finnsson
Árni Salomonsson
Stenni Stím
Glæpon:
Árni Salomonsson
Jón Þór Ólafsson
Beinteinn Sveinteinsson
Barnakennari:
Jón Þór Ólafsson
Guðríður Ólafsdóttir
Fríða Morguns
Formaður mæðrafélagsins Alltaf á brjósti:
Guðríður Ólafsdóttir
Örn Sigurðsson
Lárus Popp Formaður rannsóknarnefndar:
Örn Sigurðsson
Hekla Bjarnadóttir
Angaskinnið húsvarðarhjónanna:
Hekla Bjarnadóttir
8 ára
Bjarki Gunnarsson
Láfi Lögga:
Bjarki Gunnarsson
12 ára
Guðbrandur Loki Rúnarsson
Siggi Lögga:
Guðbrandur Loki Rúnarsson
12 ára
Björk Guðmundsdóttir
Smákrimmi og barn:
Björk Guðmundsdóttir
Sigríður Ósk Geirsdóttir
Smákrimmi og barn:
Sigríður Ósk Geirsdóttir
Jón Eiríksson
Jón Eiríksson: Kom inn og lék Lárus Popp á frumsýningunni vegna forfalla
 
 

 

Leikstjórapistill:

Eftir frumsýningu á Kirsuberjagarði Tjekovs síðasta vor þótti einhverjum að tími væri kominn á leikstjórn hjá undirrituðum – eftir 10 ár sem ljósálfur Halans var það ekki erfið ákvörðun að segja já. Skömmu síðar gumaði Jökull að mér Pókóki! Ég þáði mola.

Þessi gjafmildi maður er eitt besta leikskáld sem við höfum átt. Verk hans eru stórbrotin umfjöllun um samtímann, sálarkima mannskepnunnar og á stundum hárhvöss ádeila á íslensku þjóðarsálina. Með hverju verki magnaðist innsæið og verkfæri leikhússins léku í höndum hans.

Sjálfur kynntist ég þeim ekki fyrr en Jökull var allur. Rámar í þau úr endursýningum í Sjónvarpinu en las fyrst í menntaskóla. Fyrir áratug lék ég Kalla í Kertalogi og enduruppgötvaði Jökul Jakobsson. Bæði sem leikritaskáld og manneskju.

Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson

Kertalog skrifaði hann samhliða Syni skógarans, dóttur bakarans. Svona sem afþreyingu að því að mér virtist og á mun persónulegri nótum en fyrri verk. Þá fannst mér ég kynnast manninum sjálfum 20 árum eftir lát hans. Stórkostlegum karakter, bóhem, föður, manneskju.

Þar sem ég stóð í Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor með aðstoðarleikstjóranum á leið upp stigann austanmegin, stóð Jökull afslappaður og horfði á mig af málarastriganum. Pókók skal það vera, glumdi í höfði mér. Þannig talar Jökull til okkar allra í dag: með verkum sínum.

Vissulega er Pókók mikill farsi og líklega barn síns tíma. En undir niðri eimir af því sem koma skyldi – hárbeittri ádeilu. Það kom mér á óvart hversu litlu þurfti að hnika til, nánast engu. Íslenska þjóðin hefur sjálf séð til þess að atburðir verksins eiga sér tilvísun nú sem fyrr. Ég vona að Jökull fyrirgefi mér stöku styttingar til að snerpa okkar uppsetningu.

Jón Bramlan leikinn af Sigurgeir Baldurssyni

Jón Bramlan

Æfingatímabilið var einstaklega gefandi og frjótt. Ég þakka Jökli samfylgdina og vona heilshugar að þið áhorfendur góðir finnið þó ekki væri nema brot af þeirri gleði og skemmtan sem fyllt hafa húsakynni Halans síðustu mánuði.

Fáið ykkur mola!
Ljósálfur Leikstjóri

Pókók

Pókók

Hugleiðingar formanns:

Ég gekk í Halaleikhópinn fyrir rúmum 5 árum síðan. Margt hefur gerst á þessum árum. Þegar ég lít til baka trúir maður því varla. Samt er það eins og þetta hafi legið beinast við. Í æsku var ég vön að taka þátt í kvöldvökum bekkjarins með einhvers konar leiklist. Gerði það jafnvel ein ef engin fékkst til að búa til eitthvað með mér. Aldrei hafði mér dottið hug að ég myndi hafa tækifæri á að leika, aðallega vegna fötlunar.

Ég heyrði fyrst um “Halann” frá vinkonu minni og það vakti forvitni mína. Ég ákvað eftir að hafa séð eitt leikrit að gaman væri að eiga einhvern þátt í að setja á svið leikrit, láta fötlunina ekki vera hindrun í því að sína hvað í mér bjó.

Á næsta aðalfundi Halaleikhópsins eftir að ég sá þetta leikrit, skráði ég mig en tók það skýrt fram, ég myndi ALDREI fara á svið. Ári seinna stóð ég á sviðinu í “Halanum” og upplifði ógleymanlega stund.Fyrsta hlutverkinu mínu mun ég aldrei gleyma í leikritinu “Á fjölum félagsins”.Það þurfti ekki meira til, leiklistarbakterían kom aftan að mér og mun ég vonandi aldrei losna við hana.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Hanna Margrét Kristleifsdóttir

Þessi tilfinning sem maður fær rétt áður en maður kemur fram fyrir fullan sal af fólki. Það er varla hægt að lýsa. Spenningur og kvíði í einu, fiðrildi í maganum og titrandi hendur. Hugsunin, mun þeim líka það sem við erum búin að vera vinna við á hverju kvöldi, 6 daga vikunnar í alla vega 6 vikur. Mun ég muna textann minn? Vonandi klúðra ég ekki fyrir hinum. Allar þessar hugsanir hverfa meðan maður er á sviðinu, þá er það ekki maður sjálfur sem stendur á sviðinu heldur persónan sem maður er að leika.

Ólafur Sprengur tekur Emanúel út úr vínskápnum

Ólafur Sprengur tekur Emanúel út úr vínskápnum

Margt hefur á daga okkar drifið síðan ég gekk í Halaleikhópinn. Fyrir marga er þetta akkeri, til að brjótast frá hversdagleikanum og leika persónu sem er ólík manni sjálfum og reyna sig til hins ýtrasta. Leikarar eru þó ekki þeir einu sem koma að þessu kraftaverki sem leiklist er. Það þarf að hanna leikmyndina, finna réttu búningana, jafnvel sauma þá, hanna ljós og stýra þeim, farða, búa til plakat, leikskrá og finna leikmunina svo fátt eitt sé nefnt. Við uppsetningu leikrits í Halaleikhópnum er fötlun engin hindrun, í þessum leikhóp leggja allir sitt að mörkum til að takmarkinu séð náð og sem best. Takmarkið er leiklistin í margbreytilegri mynd sinni.

Áður en ég las fyrst handritið af Pókók þá var ég á báðum áttum, hvort ég ætti að leika eða einbeita mér að formennskunni. Þegar ég var svo búin að lesa það, þá var það á hreinu ég VILDI leika í þessu leikriti. Ég hef svo aldeilis ekki séð eftir því. Æfingatímabilið er búið að vera mjög skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er að leika í fyrsta skipti á móti bróðir mínum sem er búið að vera draumur minn lengi. Við höfum verið heppin að fá nýtt fólk inn sem hefur hjálpað okkur að setja þetta leikrit á svið.

Óli Sprengur segir Stenna Stím til syndanna

Óli Sprengur segir Stenna Stím til syndanna

Þessi litli en sterki hópur verður á næsta ári 15 ára, hann er enn að vaxa eins og má sjá á því nýja fólki sem bæst hefur í hópinn fyrir þetta leikrit. Við lítum því mjög björtum augum til framtíðarinnar.

Hanna Margrét Kristleifsdóttir formaður Halaleikhópsins.

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt :

Ása Hildur Guðjónsdóttir
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri, Sýningarstjóri, Hvíslari á æfingatímabili, Vefsmíði , Ljósmyndun, Miðapantanir ofl.: 
Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósahönnun:
Einar Þórður Andrésson
Einar Þórður Andrésson
Hönnun hljóðmyndar og leikmyndar, tæknimaður ofl:

Þröstur Steinþórsson
Þröstur Steinþórsson
Hönnun leikmyndar, ljósmyndun, aðstoðarmaður, ofl.:
Arnar Ágúst Klemensson
Arnar Ágúst Klemensson
Ljósamaður, leikmynd ofl.
Kristinn Guðjónsson
Kristinn Guðjónsson
Ljósamaður, leikmynd ofl.
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Förðun, formaður ofl.
Margrét Ólafsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Búningasaumur
Höskuldur Þór Höskuldsson
Höskuldur Þór Höskuldsson
Hönnun leikskrár og ljósmyndari
Andri Valgeirsson
Andri Valgeirsson
Hönnun Plakats og leikskrár
Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Búningar og leikmunir:
Unnur María Sólmundardóttir
Unnur María Sólmundardóttir
Búningar og leikmunir
Stefanía Björk Björnsdóttir
Stefanía Björk Björnsdóttir
Leikmunir
Kristín R. Magnúsdóttir
Kristín R. Magnúsdóttir
Fjármálastjóri ofl.
Sóley Björk Axelsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Miðasala og sjoppa, aðstoð á æfingartímabilinu
Arndís Guðmarsdóttir
Arndís Guðmarsdóttir
Miðasala og sjoppa
Stefán Sigvaldi Kristinsson
Stefán Sigvaldi Kristinsson
Gerð heimildarmyndar
Jóna Marvinsdóttir (vantar mynd)
Davíð Andrésson
Hljóðupptaka
Þorkell Geirsson
Þorkell Geirsson
Málari og aðstoðarmaður
Sigurrós Ósk Karlsdóttir
Sigurrós Ósk Karlsdóttir
Aðstoðarmanneskja
Helena Þóra Sigurbjörnsdóttir
Helena Þóra Sigurbjörnsdóttir
Aðstoðarmanneskja
Kristinn Guðmundsson
Kristinn Guðmundsson
Móttaka á sýningum
Rósa Jóhannsdóttir (vantar mynd)
Rósa Jóhannsdóttir
Ljósmyndari
Fannar Örn Karlsson (vantar mynd)
Fannar Örn Karlsson
Teiknari
Helga Jónsdóttir (vantar mynd)
Helga Jónsdóttir
Bakstur fyrir frumsýningu
Bergþóra Guðmundsdóttir (vantar mynd)
Bergþóra Guðmundsdóttir
Bakstur fyrir frumsýning
Jóna Marvinsdóttir (vantar mynd)
Jóna Marvinsdóttir
Frumsýningarpartý
Kristinn Sigurjónsson
Kristinn Sigurjónsson
Ljósmyndun
Bjarni Magnússon
Bjarni Magnússon
Vinna við leikmynd
Ingimar Atli Arnarson
Ingimar Atli Arnarson
Málningarvinna

 

Vilhjálmur Hjálmarsson

Ef þú gluggar í leikskrár Halans síðastliðin ár má finna þetta nafn reglulega, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vilhjálmur Hjálmarsson vinnur með Halanum. Hann er búinn að lýsa sýningar þeirra í
áraraðir. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leikstýrir hópnum. Villi er menntaður leikari, en eins og hann segir sjálfur: gerir flest annað.
Hann er tölvugúrú, tölvubóndi, troubleshooter, Avid meistari, ofvirkari en andskotinn og nú einn af nýjustu meðlimum Latabæjarhópsins.

Það er gaman að Halinn sé nú að nota krafta Villa undir öðrum formerkjum en áður hefur verið, og árangurinn af þeirri vinnu er þinn að dæma kæri áhorfandi.

Villi er með þjóðþekkt nafn enda skírður í höfuð afa síns, en ég ætla ekki að vera með neinar málalengingar um afann. Það eru þó ekki allir sem átta sig á, að Villi júníor, er heimilisgestur á nærri hverju einasta íslenska heimili, nær daglega, en þrátt fyrir að vera ekki á stjörnuhimni íslenskra leikara, þekkjum við velflest til hans. Sem rödd í sjónvarpi og útvarpi, lesandi með sinni þýðu rödd, auglýsingar um allt milli himins og jarðar.

Það er því spennandi að fylgjast með því hvort hann hafi náð að draga fram með rödd sinni og hugmyndum, hæfileika þá sem búa í félögum Halans og koma þeim til þín.

Ég vil óska Halaleikhópnum til hamingju með nýja perlu í festi leikhópsins, í formi „Pókóks“ Jökuls Jakobssonar og óska ykkur áhorfendum góðrar skemmtunar.

Guðjón Sigvaldason leikstjóri.

 

Kiddi Gufa sannfærir Elínu Tyrfingsdóttur

Kiddi Gufa sannfærir Elínu Tyrfingsdóttur

Eggert Eggjárn

Eggert Eggjárn ákveður að gerast glæpamaður

Löggurnar yfirbuga Óla Spreng

Siggi og Láfi lögga yfirbuga Óla Spreng

Fríða Morguns og Beinteinn Sveinteinsson í ham

Fríða Morguns formaður mæðrafélagsins Alltaf á brjósti og Beinteinn Sveinteinsson formaður Barnakennarasambands Íslands

 

Myndagallerí

Hér er fjöldi skemmtilegra mynda af æfingu: Myndir teknar á æfingu 8. mars 2006

 

Sýningar urðu 10 sú síðasta þann 14. maí 2006.

 

Styrktaraðilar vegna plakats og leikskrár:

  • SBJ
  • Obi
  • Litur
  • Bakari