Sambýlingar

Eftir Tom Griffin í þýðingu Odds Bjarna Þorkelssonar
Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson
Sérlegur aðstoðarstrumpur Margrét Sverrisdóttir
Frumsýnt 25. jan. 2014

Þann 25. janúar frumsýnir Halaleikhópurinn leikrit eftir ameríska leikskáldið Tom Griffin sem heitir á frummálinu „The boys next door“, en í staðfærðri þýðingu nefnist „Sambýlingar“. Verkið fjallar um 4 menn sem eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og búa saman í íbúð. Þeir sjá um sig að nokkru leyti sjálfir, en umsjónarmaðurinn Þór lítur til með þeim og sér um að allt gangi vel. Við fáum að fylgjast með þeim tækla hið daglega líf, sem getur reynst ansi snúið og niðurstaðan æði oft sprenghlægileg eða grátbrosleg. Rottuveiðar, partíhald og ástamál koma við sögu – og auðvitað er ekki hjá því komist að hið opinbera blandist í málin, þar sem að fatlaðir einstaklingar eiga aðild að málum.

Það er öruggt að heimsókn til sambýlinganna er verulega mannbætandi, enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst færi á að gráta og hlæja í einu – og þeir hlakka til að taka á móti ykkur í Hátúninu.

 

Persónur og leikendur

Arnaldur Þröstur Jónsson
Baldur Daníel Þórhallsson
Rúnar Arnar Þorvarðarson
Lalli Kristinn S. Axelsson
Þór umsjónarmaður Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Frú Fríða Sóley Björk Axelsdóttir
Valgeir og Örn Vilhjálmur Jón Guðjónsson
Sara Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir
Frú Herdís Margrét Eiríksdóttir
Klara Silja Kjartansdóttir
Vala Steins Félagsmálastjóri Stefanía Björk Björnsdóttir

 

Um leikstjórana

Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir eru Halameðlimum að góðu kunn. Þetta er í þriðja sinn sem þau vinna með leikhópnum, en fyrri stykkin tvö voru "Góðverkin kalla" og "Hassið hennar mömmu". Enn er róið á gamansöm mið en þó með dramatísku ívafi, eins og vera ber, - þannig eru bestu leikritin.

Margrét hefur undanfarin ár verið umsjónarmaður Stundarinnar okkar, og Oddur Bjarni hefur fengið að fljóta þar með sem handritshöfundur og sem bókavörðurinn Bragi. En bróðir Braga, Ægir, var einmitt leikinn af Árna Salomonssyni, Halameðlimi!

 

Um höfundinn

Tom GriffinTom Griffin hefur skrifað fjölmörg leikrit og hafa verk hans verið m.a. sýnd á Broadway og á London West End sem og víðs vegar um Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Auk þess er hann þekktur fyrir að skrifa kvikmyndahandrit fyrir kunna kvikmyndaframleiðendur. Tom Griffin hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín.

Leikritið Sambýlingarnir, sem Halaleikhópurinn tekur nú til sýningar undir leikstjórn þeirra Odds Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Sverrisdóttur, hefur verið sviðsett á yfir 2000 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada.

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt:

Ljósahönnuður Benedikt Axelsson
Leikmynd, hljóð ofl. Einar Andrésson
Keyrsla ljósa og hljóðs Jónína Sigríður Grímsdóttir
Aðstoðarleikstjóri, búningar
og props
Margrét Sverrisdóttir
Fjölmiðlafulltrúi Unnur María Sólmundardóttir
Leikmunir Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
Hvíslarar á æfingum,
leikmynd og leikmunir
Sóley B. Axelsdóttir og Stefanía Björk Björnsdóttir
Leikmynd og leikmunir Frida Adriana Martins, Þröstur Jónsson, Rúnar Geir Björnsson og Þröstur Steinþórsson
Búningar, leikmynd og leikmunir Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Miðasala Guðný Guðnadóttir, Anna Guðrún Sigurðardóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Hrefna Líf og María Ósk Beck

 

Myndagallerý

  • 1005939_629181223784329_633974052_n
  • 1010616_629181390450979_996151274_n
  • 1011859_629181813784270_1217833615_n
  • 1011862_629181810450937_1612792892_n
  • 1016443_629181957117589_833521811_n
  • 1505419_629181243784327_1329415279_n
  • 1509182_629181490450969_1113576543_n
  • 1511789_629181883784263_695108183_n
  • 1515048_629181470450971_464543411_n
  • 1517517_629181527117632_920007838_n
  • 1521430_629181157117669_1792128924_n
  • 1522031_629181373784314_1438528729_n
  • 1524787_629181717117613_1695293070_n
  • 1525191_629181700450948_1264371521_n
  • 1526878_629181310450987_896384214_n
  • 1528663_629181153784336_1121511294_n
  • 1530403_629181640450954_545919019_n
  • 1532127_629181740450944_1169832986_n
  • 1538937_629181543784297_894510641_n
  • 1546274_629181430450975_1380035205_n
  • 155418_629181673784284_1235787660_n
  • 1555431_629181623784289_1862193974_n
  • 1560659_629181160451002_1229800572_n
  • 1601062_629181787117606_1740648157_n
  • 1604435_629181973784254_91930604_n
  • 1609554_629181857117599_1985340879_n
  • 1926076_10152005369778177_1607630231_o
  • 46792_629181560450962_860254999_n
  • 9822_629181993784252_1593256492_n

 

Sýnishorn úr sýningunni

 

“fallegt og vel uppsett verk sem enginn ætti að láta framhjá sér fara„

Hörður Skúli Daníelsson fjallar um sýninguna hér á vefnum leiklist.is: Strákapör sambýlinganna hjá Halaleikhópnum


Styrktaraðilar

  • SBJ
  • Obi
  • Logo