Gamanleikur í fjórum þáttum eftir Anton Pavlovitsj Tsjekhov
Þýðandi úr rússnesku: Eyvindur Erlendsson
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Frumsýnt var 4. mars 2005
Kirsuberjagarðurinn er leikrit um fjölskyldu, sem er að missa ættaróðalið, vegna skulda.
Óðalsfrúin heldur sínu striki og lifir hátt, eyðir í ferðalög og alls kyns óþarfa. Heldur þjónustufólk, sem er duglegt að borða, þótt fæðið sé dýrt t.d. á veitingahúsum.
Kirsuberjatrén eru orðin gömul og berin þroskast seint og illa, sem kemur kannski ekki að sök, því enginn kaupir þau.
Allt húsið er í niðurníðslu, því engir peningar eru til að halda því við.
Þetta atriði gerist í sjálfum Kirsuberjagarðinum, Kristinn Sigurjónsson, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Sóley B. Axelsdóttir, María Jónsdóttir, Árni Salomonsson og Gunnar Gunnarsson í hlutverkum sínum
Höfundurinn
Anton Tsjekhov (1860-1904) vakti fyrst athygli sem smásagnahöfundur, en eftir því sem leið á ævina, snéri hann sér í auknum mæli að leikritun. Á síðustu æviárum sínum skrifaði hann fjögur leikrit, sem teljast til meistaraverka leikbókmenntanna: Mávinn, Vanja frænda, Þrjár systur og Kirsuberjagarðinn, sem öll hafa verið af og til á fjölum leikhúsa um allan heim.
Tsjekhov var þriðji í röð sex systkina í fremur efnalítilli fjölskyldu. Faðir hans rak litla búð í bænum Taganrog í Rússlandi, en varð gjaldþrota þegar sonurinn var sextán ára. Fjölskyldan tók sig upp og flutti til Moskvu en Tsjekhov varð eftir í Taganrog til að ljúka menntaskólanámi og varð að sjá
fyrir sér sjálfur.
Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Moskvuháskóla árið 1884.
Tsjekhov skrifaði meðfram læknisstörfum, en þau gáfu honum færi á að kynnast rússnesku þjóðinni og höfðu áreiðanlega mikil áhrif á hann sem rithöfund. Síðustu 10 ár ævi sinnar sinnti hann eingöngu ritstörfum.
Leikrit Tsjekhovs kröfðust leiktúlkunar, sem var gjörólík þeim ýkjukennda leikstíl sem tíðkaðist í leikhúsum Moskvuborgar á þeim tíma og hlutu litla athygli, þar til Mávurinn var settur upp.
Tsjekhov var heilsuveill síðustu ár ævi sinnar og lést úr berklum, sex mánuðum eftir frumsýningu á síðasta leikriti sínu, Kirsuberjagarðinum.
Persónur og leikendur
Ranévsskaja, Ljúbov Andreévna, Óðalseigandi: | Sóley Björk Axelsdóttir |
Anja, dóttir hennar 17. ára: | Hanna Margrét Kristleifsdóttir |
Varja, uppeldisdóttir hennar, 24 ára: | María Jónsdóttir |
Gaev, Leonid Andreévitsj, bróðir Ranévskoju: | Árni Salomonson |
Lopakhín, Ermolaj Aleksejvitsj, kaupmaður: | Örn Sigurðsson |
Trofomov, Pjotr Sergejvitsj, stúdent: | Kristinn Sigurjónsson |
Sjarlotta Ívanovna, heimiliskennari: | Selma Þorvaldsdóttir |
Símjonov-Píshjik, Boris Borisovitsj, óðalseigandi: | Kristinn Guðjónsson |
Epikhodov, Semjon Panteleévitsj, skrifstofumaður: | Þröstur Steinþórsson |
Dunjasha, Avodja Fjodsuna, stofustúlka: | Stefanía Björk Björnsdótttir |
Firs, Nicolajavitsj, þjónn, 87.ára öldungur: | Gunnar Gunnarsson |
Jasha, ungur þjónn: | Jón Freyr Finnsson |
Vegfarandi: | Arndís Hrund Guðmarsdóttir |
Þjónustustúlkur o.fl.: | Sigríður Ósk Geirsdóttir |
Þjónustustúlkur o.fl.: | Guðný Alda Einarsdóttir |
Þjónustustúlkur o.fl.: | Björk Guðmundsdóttir |
Annað
Hönnun leikmyndar: | Guðjón Sigvaldason |
Ljósahönnun: | Vilhjálmur Hjálmarsson |
Aðstoðarleikstjóri: | Ása Hildur Guðjónsdóttir |
Hljóðhönnun : | Einar Andrésson |
Davíð Andrésson | |
Sýningarstjóri: | Ása Hildur Guðjónsdóttir |
Móttaka o.fl.: | Kristinn Guðmundsson |
Ljósamaður, hljóðmaður, aðst.maður hvíslara: | Arnar Ágúst Klemensson |
Ljósamaður: | Jón Eiríksson |
Hljóðmaður /Tæknimaður: | Einar Andrésson |
Hvíslari á æfingatímabilinu, o.fl.: | Ása Hildur Guðjónsdóttir |
Förðun: | Hanna Margrét Kristleifsdóttir |
Leikmynd: | Einar Andrésson,Þröstur Steinþórsson, Kristín R. Magnúsdóttir,Ása Hildur Guðjónsdóttir, Bára Jónsdóttir, Lilja Hrönn Halldórsdóttir, Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Sigurrós Ósk Karlsdóttir,Kristinn Guðjónsson, Bjarni Andrésson, Heimir Einarsson, Gunnar Gunnarsson, Guðlaug Jónasdóttir, Sigríður Þ. Ingólfsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir |
Leikskrá og Plakat: | Fannar Örn Karlsson |
Mynd á plakat: | Stefán Sigvaldi Kristinsson |
Miðapantanir: | Ása Hildur Guðjónsdóttir |
Miðasala: | Ásdís Úlfarsdóttir |
Sælgætissala: | Bára Jónsdóttir, Sigurrós Ósk Karlsdóttir |
Kaffi á frumsýningu: | Bára Jónsdóttir, Helga Bergmann |
Búningasaumur: | Margrét S. Ólafsdóttir, Jónína Ragnarsdóttir |
Búningabreytingar: | Bára Jónsdóttir |
Þrif: | Ólöf G. Helgadóttir, Heimir Einarsson |
Aðstoð: | Jóninna Harpa Ingólfsdóttir, Jósef G. Gíslason,Ólöf Stefánsdóttir ofl. |
Bakstur fyrir frumsýningu: | Sigurveig Buch, Jóna Marvinsdóttir |
Frumsýningarpartý: | Bára Jónsdóttir |
Kaffi á æfingum o.fl.: | Kristín R. Magnúsdóttir |
Stefanía B.Björnsdóttir sem Dunjasha, Jón Freyr Finnsson sem Jasha og Þröstur Steinþórsson sem Epikhodov
Örn Sigurðsson í hlutverki Lopakíns og Kristinn Þ. Sigurjónsson í hlutverki Trofomovs
Þjónustustúlkurnar á Kirsuberjagarðinum, Guðný Alda Einarsdóttir, Sigríður Ósk Geirsdóttir og Björk Guðmundsdóttir
Firs gamli trúi þjónninn gleymdist á Kirsuberjagarðinum þegar allir fóru, Gunnar Gunnarsson
Um leikstjórann:
Guðjón Sigvaldason útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann starfaði fyrstu árin jafnt sem leikari og leikstjóri, en hefur hin síðari ár nær eingöngu starfað sem leikstjóri, jafnframt því að skrifa en eftir hann hafa verið sýnd ýmis leikrit, auk þess að hann hefur gefið út þrjár ljóðabækur og skáldsöguna Ungfolahroka. Hann hefur aðallega starfað með áhugaleikfélögunum og sjálfstæðu leikhópunum, auk þess að stjórna götuleikhópum víðsvegar um landið. En sýningar hans þykja oft bera keim af götuleikforminu.
Hann hefur sett á svið á fimmta tug leiksýninga, víðs vegar um landið, t.d. Djöflaeyjuna bæði á Hornafirði og Siglufirði, Ég er hættur farinn, ég er ekki með í svona asnalegu leikriti, Önnu Frank og Rocky Horror á Egilsstöðum, Stræti, Bugsy Malone, Hróa Hött, Bangsímon, Kardimommubæinn, Bróðir minn Ljónshjarta, Emil í Kattholti, Í Tívolí, Grease, Svartklædda Konan, og Oliver! svo eitthvað sé nefnt.
Kirsuberjagarðurinn er annað leikritið sem hann setur upp með Halaleikhópnum en hann leikstýrði Fílamanninum sem hópurinn flutti á seinasta ári.
Kirsuberjagarðurinn er í fjórum þáttum:
1. þáttur gerist í maí í barnaherbergi á óðalinu
2. þáttur gerist í júlí í Kirsuberjagarðinum
3. þáttur gerist í sal á óðalinu
4. þáttur gerist í barnaherbergi á óðalinu
Hlé í 15 mínútur verður eftir annan þátt
Sýningin tekur 2 klst. og tuttugu mínútur í flutningi
Sóley B. Axelsdóttir, Örn Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og Kristinn Guðmundsson í hlutverkum sínum
Styrktaraðilar Kirsuberjagarðsins:
Sérstakar þakkir fá:
Sjálfsbjörg lsf. | Öryrkjabandalag Íslands |
Sjálfsbjörg fél.fatl.á höfuðb.sv. | Félagsmálaráðuneytið |
Sjálfsbjargarheimilið | Menntamálaráðuneytið |
Þjóðleikhúsið | Össur hf |
Íslandsbanki | Örtækni |
Dýraríkið | Stálsmiðjan |
o.fl. bæði einstaklingar og fyrirtæki |
Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.
Sérstakar þakkir til maka og nánustu aðstandenda fyrir þolinmæðina á tímabilinu.