Túskildingsóperan

Túskildingsóperan
Eftir Bertolt Brecht
Frumsýnd 2. desember 1995

Bertolt Brecht skrifaði Túskildingsóperuna (die Dreigroschenoper) árið 1928 og var hún fyrst flutt í Theater am Schiffbauerdamm í Berlín, 31. ágúst það sama ár. Túskildingsóperan er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir Bretann John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmálsfólk en Túskildingsóperuna færir þó Brecht til í tíma og velur henni sögusvið í Lundún um um aldamótin þar síðustu.

Hópmynd

 

Túskildingsóperan er ekki hvað síst merk vegna tónlistarinnar en það var "nútíma-tónskáldið" Kurt Weill sem samdi hana og eru sum lögin löngu orðin sígild eins og "Hryllingsbragurinn um Makka hníf" í upphafi leiks.

Túskildingsóperan hefur nokkrum sinnum verið leikin á Íslandi og setti Þjóðleikhúsið hana á svið árið 1972 undir leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Túskildingsóperan var fyrsta verk Brechts sem sló í gegn og urðu sýningar á henni, í frumuppfærslu, 400 alls.

 

Persónur og leikendur

Macheath, kallaður Makki hnífur Bragi Valgeirsson
Jónatan Jeremías Peachum, eigandi fyrirtækisins "Betlaravinurinn" Ómar Bragi Walderhaug
Silja Peachum, kona hans Jóhanna Guðný Þorsteinsdóttir
Pollý Peachum, dóttir hans Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Brown, yfirlögreglustjóri Lundúna Árni Jón Baldursson
Lucý, dóttir hans Glódís Gunnarsdóttir
Smith Kristinn G. Guðmundsson
Knæpu Jenný Bryndís Garðarsdóttir
Vixen Kristín Helga Kristinsdóttir
Bettý Margrét Edda Stefánsdóttir
Mollý Helga Ingadóttir
Kittý Anna Margrét Aðalsteinsdóttir
Séra Kimbill Guðbjörg Halla Björnsdóttir
  Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Filch Guðleifur Rafn Einarsson
Matthías klínk Jón Eiríksson
Jakob krækifingur Árni Salómonsson
Róbert sög Þórarinn Ingi Jónsson
Vallý grátpíll Sigríður Ósk Geirsdóttir
Betlari María Jóna Geirsdóttir
Engill Lilja Hrönn Halldórsdóttir
Böðull Gunnar F. Egilsson
Fréttaþulur Guðjón Arngrímsson

Mynd úr sýningunni

Mynd úr sýningunni

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Leikstjóri: Þorsteinn Guðmundsson
Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson
Þýðendur söngtexta: Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson og Böðvar Guðmundsson
Útlitsráðgjöf: Margrét Einarsdóttir
Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson
Förðun: Harpa Hauksdóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, Anna Aðalbjörnsdóttir.
Hönnun plakats : Victoria Wilkins
   
Aðstoðarleikstjóri: Kristinn Guðmundsson
Tæknistjórn: Guðjón Sigmundsson
Hvíslari: Helga Bergmann
Undirleikur í laginu "Þess í stað": Jónas Þórir
Tæknibrellur: Viðar B. Jóhannsson og Bragi Valgeirsson
Ljósmyndir í fréttatilkynningum: Fríða B. Andersen og Unnur Guttormsdóttir

 

Um leikstjórann

Þorsteinn GuðmundssonÞorsteinn Guðmundsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og hefur síðan starfað sem lausráðinn leikari, m.a. hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hefur skrifað nokkur leikrit og má þar nefna "Rómeó og Ingibjörgu" sem hann skrifaði sérstaklega fyrir Halaleikhópinn. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir Halaleikhópnum en hann leikstýrði "Aurasálinni" eftir Moliere í samstarfi við Guðmund Magnússon en Aurasálin var fyrsta verkefni leikhópsins.

 

Bertolt Brecht

Eugen Bertholt Friedrich Brecht, fæddur 10. febrúar 1898, í Augsburg í Þýskalandi er eitt áhrifamesta leikskáld þessarar aldar.

Túskildingsóperan er eitt af þekktustu verkum hans en að auki má nefna Mahagonny-óperuna, Galíleó, Mútter Courage, Góðu sálina frá Sezúan, Púntila og Matta, Schweik í seinni heimstyrjöldinni og Kákasuska krítarhringinn. Alls eru leikritin um 40 talsins.

Brecht opnaði leiklistinni nýjar víddir og braut óhræddur ýmsar fastgrónar hefðir í uppsetningum sínum og má með sanni segja að áhrifa hans gæti mjög sterkt í leiklist nútímans. Hann mótaði merkilegar kenningar um leiklist og uppsetningu leikrita sem margir ágætir leikhúsmenn hafa rannsakað og reynt að fylgja en þeir eru einnig margir sem telja leikritin sjálf taka kenningunum fram og er það ekki undrunarefni því ritsnilli Brechts er óumdeilanleg.

Brecht var einn af stofnendum Berliner Ensemble (1948), sem er leikhópur sem starfar enn þann dag í dag við mikinn orðstír og setur iðulega upp verk hans. Kjarni leikhópsins í byrjun voru ungir leikarar frá Deutsches Theater, áhugamannafélögum og kabarettum. Túskildingsóperan sem leikin er hér er í leikgerð Berliner Ensemble.

Brecht vildi alla tíð hafa áhrif á samtíma sinn, þjóðfélagsmál og stjórnarfar en sjálfur var hann óflokksbundinn kommúnisti og flúði heimaland sitt undan ógnarstjórn nasista (mörg verka Brechts eru skrifuð í útlegð). Túskildingsóperan ber merki þessara hugsjóna hans. Höfuðeinkenni skáldskapar Bertolts Brecht má að öðru ólöstuðu telja samúðina með lítilmagnanum.

Bertolt Brecht var einnig afbragðs ljóðskáld og hafa flest ef ekki öll ljóð hans verið þýdd á íslenska tungu. Má þar benda á nýlega bók Forlagsins "Bertolt Brecht. Kvæði og söngvar 1917-56". Þorsteinn Þorsteinsson sem fengist hefur við þýðingar á verkum Brechts annaðist útgáfu hennar en hann er einnig þýðandi að lausu máli Túskildingsóperunnar í uppsetningu Halaleikhópsins nú.

Bertolt Brecht lést árið 1956.

Mynd úr sýningunni

Mynd úr sýningunni

 

Tónlist

Öll lögin í sýningunni eru eftir Kurt Weill þó ekki sé farið mjög nákvæmlega eftir forskrift höfundar í öllum tilvikum. Leikin eru lög af hljómplötu úr frumuppfærslu Túskildingsóperunnar árið 1930. Undantekið er þó lagið "My Girl" í flutningi barnastjörnunnar Donny Osmond en lagið er af plötu frá árinu 1973.

 

Hjálpartæki leiklistarinnar

Nánast allir leikmunir í sýningunni eru fengnir að láni úr geymslu Sjálfsbjargar hér inn af þessum sal

 

Eftirtaldir eiga sérstakar þakkir skildar

 

 

Eftirtaldir styrktu Halaleikhópinn:

 

Myndir

  • Valerie_116

Fleiri myndir úr sýningunni má finna hér

 

Umsagnir