Sjeikspírs Karnival

Sjeikspírs Karnival eftir William Shakespeare
í þýðingu Helga Hálfdánarsonar

Leikgerð og leikstjórn:
Þröstur Guðbjartsson

Frumsýnt 31. jan. 2009

 

Um leikritið:

Leikgerð Þrastar Guðbjartssonar er unnin upp úr þrem verkum Shakespeare: Þrettándakvöldi, Draumi á Jónsmessunótt og
Hinriki IV. Þetta er ærslafullur gamanleikur, sem gerist á einum degi í Illiríu á Karnivali hjá Orsínó greifa. Hann er dapur og því koma vinir hans og leika fyrir hann alls kyns gamanleiki, til að létta honum lífið.

Við sögu koma margar af þekktustu gamanleikjapersónum Shakespeare, eins og t.d. Malvólíó, Tóbías Búlki , Andrés Agahlýr o.fl. Leikritið fjallar í stórum dráttum um ástir, vonbiðla, misskilning og hrekkjabrögð. Tvíburar, piltur og stúlka verða viðskila í hafvillu og brotsjó, þeim er bjargað sitt í hvoru lagi og telja því hvort annað dáið. Stúlkan, Víóla villir á sér heimildir með því að klæðast karlmannsfötum og gerist sendiboði Orsínó hertoga. Hann sendir hana (hann) með bónorð til Ólivíu greifaynju, sem hann þráir að eiga og í stuttu máli fara hjólin að snúast og Víola (Sesaríó) lendir í einum allsherjar misskilningi og leysist ekki úr honum fyrr en í lokaatriðinu þegar bróðir hennar birtist.

Þetta er sem fyrr segir, eitt allsherjar grín frá upphafi til enda.

 

Persónur og leikendur eru:

Örn Sigurðsson
Orsínó, hertogi í Illiríu:
Örn Sigurðsson
Auður Birgisdóttir
Ólivía, auðug greifaynja:
Auður Birgisdóttir
Sólberg R Haraldsson
Sebastian og Þispa:
Sólberg R. Haraldsson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Viola, systir Sebastian og Sesaríó:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Gunnar Freyr Árnason
Herra Tobías Búlki ættingi Ólivíu:
Gunnar Freyr Árnason
Tobias Hausner
Herra Andrés Agahlýr:
Tobias Hausner
Pétur Orri Gíslason
Fjasti, fífl í þjónustu Ólivíu:
Pétur Orri Gíslason
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Malvólíó, bryti Ólivíu og Skipstjóri vinur Víólu:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Kristinn Sveinn Axelsson
Kúríó, hirðmaður hertogans, Falstaff og Varðmaður:
Kristinn Sveinn Axelsson
Jón Freyr Finnsson
Valentín, hirðmaður hertogans, Varðmaður og Hólkur:
Jón Freyr Finnsson
Sigurður Ragnar Kristjánsson
Antóníó:
Sigurður Ragnar Kristjánsson
Guðný Alda Einarsdóttir
Prestur, Ljón:
Guðný Alda Einarsdóttir
Elísa Ósk Halldórsdóttir
María, þerna Ólivíu:
Elísa Ósk Halldórsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Pýarmus og Gæla:
Sóley Björk Axelsdóttir
Björk Guðmundsdóttir
Múrveggur:
Björk Guðmundsdóttir
Silja Kjartansdóttir
Þulur og Veitingakona:
Silja Kjartansdóttir
Gunnar Karl Jónsson
Sölumaður í Karnivalinu:
Gunnar Karl Jónsson
Telma Kjartansdóttir
Tunglskin:
Telma Kjartansdóttir
Gunnar Ingi Gunnarsson
Antóníó, 13. og 15. feb. 2009:
Gunnar Ingi Gunnarsson
 
 

Um leikstjórann:

Þröstur Guðbjartsson er fæddur og uppalinn í Bolungarvík, við Ísafjarðardjúp og bjó þar fyrstu níu ár lífs síns, en flutti svo suður á mölina þar sem hann hefur verið allar götur síðan, utan
tveggja ára í Húnavatnssýslu. Þröstur fór eins og öll önnur börn á þeim tíma í sveit á sumrin. Leið hans lá vestur í Saurbæjarhrepp í Dalasýslu og hefur sá staður verið honum annað heimili síðan.

Þegar kom að því að velja sér framtíð ákvað Þröstur að leggja fyrir sig bakaraiðn og útskrifaðist með sveinspróf frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1973 og hefur varla hrært í köku síðan. Faðir hans og bræður eru húsamálarar og hefur hann fengist við það, samhliða leiklistinni frá því hann útskrifaðist sem leikari árið 1978. Hann hefur verið lausráðinn leikari síðan þá og hefur tekið að sér yfir 50 hlutverk hjá hinum ýmsu leikhópum og húsum, einnig hefur hann leikstýrt rúmlega 60 verkum hjá áhugaleikhúsum og framhaldsskólum.

Þröstur ber hið síður en svo algenga gælunafn Dösti og er þekktur undir því nafni í leikhúsum og í Bolungarvík. Ástæðan fyrir nafninu er víst sú að Þröstur á 11 systkini og áttu þau í
erfiðleikum með að segja Þröstur, en sögðu þá bara Dösti í staðinn. Þröstur er úr hinni frægu tvíburafjölskyldu frá Bolungarvík en amma hans átti 15 börn, þar af átti hún sex
sinnum tvíbura, sem verður að teljast þokkalegt afrek.

 

William Shakespear:

William Shakespeare fæddist 26. apríl 1564 í Stratford-upon-Avon í Englandi, og var grafinn þar fimmtíu og sex árum síðar. Móðir hans Mary Arden, var af vel efnuðu fólki komin en faðir hans, John Shakespeare saumaði hanska og var smáverslunar maður. Hann giftist Anne Hathaway, sem var átta árum eldri en hann og átti með henni þrjú börn. Eitt þeirra lést 11 ára gamalt.

Shakespeare gekk ekki menntaveginn, en þrátt fyrir það er hann talinn merkilegasta og mikilvægasta skáld Englands allra tíma og ávallt kallaður þjóðskáld Englendinga. Alls samdi hann 38 leikrit, 154 sonnettur og önnur ljóð á árunum 1590 – 1613.

Hans er getið sem leikara og leikritahöfundar í skrám leikflokksins Lord Chamberlain’s Men árið 1594, en flokkurinn var einn fremsti leikflokkur Lundúna á sínum tíma.

Helgi Hálfdánarson, hefur þýtt öll leikrit Shakespeare á íslensku og telja margir þýðingar hans einstakar.

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt :

Þröstur Guðbjartsson
Leikstjóri, hönnuður leikmyndar og búninga, samsetning tónlistar:
Þröstur Guðbjartsson
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri, Leikskrárstjóri umsjón með heimasíðu, miðapantanir, búningar, leikmynd, sýningarstjóri o.fl.:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Gunnar Ingi Gunnarsson
Aðstoðarleikstjóri í janúar,
íhlaupaleikari, sýningarstjóri o.fl.:
Gunnar Ingi Gunnarsson
Magnús Addi Ólafsson
Ljósahönnun:
Magnús Addi Ólafsson
William Valgeir Wiley
Ljósamaður:
William Valgeir Wiley
Hafsteinn Þór Guðmundsson
Hljóðmaður:
Hafsteinn Þór Guðmundsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósahönnun og ráðgjöf:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Kristín R. Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri, leikmunir, o.fl.:
Kristín R. Magnúsdóttir
Kristinn Guðjónsson
Ljósmyndari á æfingum:
Kristinn Guðjónsson
Kristín M. Bjarnadóttir
Búningar, saumar o.fl.:
Kristín M. Bjarnadóttir
Guðríður Ólafsdóttir
Miðasölustjóri:
Guðríður Ólafsdóttir
Einar Andrésson
Húsvörður, altmuligtmand, umsjón með leikmynd, ræstingar o.fl.:
Einar Andrésson
Höskuldur Þ. Höskuldsson
Fjölmiðlafulltrúi, ljósmyndari o.fl.:
Höskuldur Höskuldsson
Leifur Leifsson
Fjölmiðlafulltrúi:
Leifur Leifsson
vantar mynd
Förðun:
Ólöf Kristín Helgadóttir
Ingimar Atli Arnarson
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Ingimar Atli Arnarson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Málari, förðun, kaffi og þrif o.fl.:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Arnar Ágúst Klemensson
Málari:
Arnar Ágúst Klemensson
Aðstoð við gerð leikmyndar, hönnun og gerð plakats og póstkorta, förðun o.fl.:
Elísa Ósk Halldórsdóttir
vantar mynd
Saumakona:
Jónína Ragnarsdóttir
Helga Jónsdóttir
Saumakona:
Helga Jónsdóttir
vantar mynd
Saumakona:
María
Örn Sigurðsson
Aðstoð við að finna til tónlist:
Örn Sigurðsson
Bára Jónsdóttir
Frumsýningarpartý:
Bára Jónsdóttir
Sigrún Ósk Arnardóttir
Aðstoð við leikmynd, miðasölu og sjoppu:
Sigrún Ósk Arnardóttir
Guðný Svava Strandberg
Aðstoð við hönnun plakats:
Guðný Svava Strandberg
vantar mynd
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Marteinn Jónsson
Kristín Viðarsdóttir
Miðasala - atstoð í frumsýningarpartýi:
Kristín Viðarsdóttir
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Miðasala - sjoppa:
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Guðný Guðnadóttir
Miðasala - sjoppa:
Guðný Guðnadóttir
vantar mynd
Upptaka á sýningunni: Guðmundur Bjartmars:
Kvikmyndaskóli Íslands
 

 

Myndir

 

Umfjöllun um sýninguna:

Þorgeir Tryggvason : Velheppnuð Shakespeare-sýning í Halanum

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir: Bakhtínskur Shakespeare - hið raunverulega karnival

 
Sýningar urðu tólf sú síðasta 8. mars 2009.
 
Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir til maka og nánustu aðstandenda fyrir þolinmæðina á tímabilinu.

 

Styrktaraðilar

 

  • SBJ
  • Obi
  • SPRON
  • Litur