Farið

Farið eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur
Leikgerð og leikstjórn Margret Guttormsdóttir
Frumsýnt 4. nóvember 2016

Halaleikhópurinn frumflytur nýtt, íslenskt leikverk, Farið, eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur. Verkið var sérstaklega samið fyrir leikhópinn í kjölfar samtals milli höfundar og félaga og byggir það á reynslu og skoðunum þeirra.
Farið er pólitískt leikrit sem gerist um borð í 100 hæða, steinsteyptu geimskipi á ferð um geiminn. Farþegar eiga þar í samskiptum við kerfið um borð og mæta örlögum sínum þegar þeir rekast í horn og passa ekki inn í réttu rammana. Áhorfendur mega búast við sótsvartri háðsádeilu á þá þrautagöngu sem margir notendur velferðarkerfisins upplifa.

Ingunn Lára er ungt, upprennandi leikskáld. Hún er leiklistarmenntuð í Bretlandi og hefur unnið að nokkrum uppsetningum þar í landi sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Halaleikhópurinn fékk hana til fundar við sig þar sem ræddar voru samfélagslegar hindranir af ýmsu tagi sem víða leynast og leikfélagar höfðu reynt á eigin skinni. Þær verða jafnvel ekki ljósar öðrum en þeim sem rekast á þær. Þá kemur oft upp úr dúrnum að það sem er hindrun fyrir einn er ekki endilega hindrun fyrir annan. Fólk kemst iðulega að raun um að aðgengi er víða ábótavant. Þá erum við ekki eingöngu að tala um líkamlegt aðgengi heldur líka aðgengi að samfélagslegri þátttöku og jafngildi einstaklinga.

Leikverkið sem Halaleikhópurinn fékk í hendurnar speglar vel umræðuna á fundinum með Ingunni. Henni hefur tekist vel að ljá sögunum rödd í ólíklegustu persónum. Meðal þeirra eru búklausir, fólk sem heyrir raddir, fólk í fjötrum og með þungar byrðar. Í farteskinu er allt þetta venjulega, gamlar ástarsorgir, biturð, hatur og þráhyggja, draumar og þrá eftir viðurkenningu, jafnvel frægð.

 

Kynningarstikla

 

Farið er „gimsteinn í íslenskum áhugaleikhúsum“

„Leikritið Farið er ísköld ádeila á bresti velferðarkerfisins. Hvernig hugmyndir yfirboðara geta stundum stangast á við eiginlegar þarfir mannfólks sem minna má sín.“

„Samt er þetta gimsteinn í íslenskum áhugaleikhúsum. Þó það þurfi kannski að slípa hann aðeins til þá er kjarni í Farinu sem vekur mann til umhugsunar. Maður fer að velta fyrir sér hvað einstaklingar sem ekki er ná að púsla sér saman við þá kassa sem samfélagið setur þeim, þurfa í raun á að halda. Verkið varpar líka ljósi á þá misskildu góðmennsku sem starfsmenn velferðakerfisins ala stundum í brjósti sér. Maður gengur ekki út hugsandi um hnökrana, heldur rýnir maður inn í sitt sálartetur og leitar að leiðum til að bæta sitt viðhorf gagnvart notendum velferðakerfisins. Hversu göfug er tilraun manns til að hjálpa öðrum, þegar allt kemur til alls. Er maður að hlusta á þá sem hjálpina þurfa, eða sínar eigin réttlætingar á gjörðum sínum. Eða er lausnin á öllum vandamálum þjóðfélagsþegnum bara að klæða sig í leikskólalituðan spandex og hreyfa sig smá?“

Lesið umsögn Harðar S. Dan um leiksýninguna á Leiklistarvefnum leiklist.is - Farið í Halanum

 

Persónur og leikendur

Sigurður Örn Pétursson
Herðar Sigurður Örn Pétursson
Guðný Ósk Árdal
Þjálfarinn / Geimfari Guðný Ósk Árdal
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Friðrika Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Kristín Aldís Markúsdóttir
Karen Kristín Aldís Markúsdóttir
Alexander Ingi Arnarson
Björn Alexander Ingi Arnarson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Bergmál Stefanía Björk Björnsdóttir
Kristinn Sveinn Axelsson
Hver Kristinn Sveinn Axelsson
Margrét Eiríksdóttir
Jónína / Tvær Margrét Eiríksdóttir
Anna Karín Lárusdóttir
Blær Anna Karín Lárusdóttir
Nanna Vilhelmsdóttir
Blær Nanna Vilhelmsdóttir
Ásta Dís Guðjónsdóttir
Dómarinn Ásta Dís Guðjónsdóttir

 

Margret Guttormsdóttir

Margret er leikhópnum að góðu kunn. Hún hefur leikið í tveimur uppfærslum, verið aðstoðarleikstjóri og setið í stjórn félagsins.

Hún lauk BA námi í leiklistarfræðum frá Washington háskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Við heimkomuna gegndi hún ýmsum störfum við Þjóðleikhúsið. Hún leikstýrði skólasýningum í FB, MH og Kvennaskólanum samhliða námi í kennslufræði og kennslu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Einnig var hún aðstoðarleikstjóri í Eggleikhúsinu og sinnti þar ýmsum verkum. 1990-1993 leikstýrði hún við grunnskólann og Menntaskólann á Egilsstöðum og kenndi við skólana. Einnig leikstýrði hún Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Hún sneri aftur nokkrum árum síðar til kennslu við MH, þar til 2013.

Ávarp leikstjóra

Nú hef ég setið í leikstjórasætinu hjá Halaleikhópnum í einn og hálfan mánuð og verð að segja að það hefur verið afar gjöfull tími. En eins og í leikritinu “Farið” þá hefur ferðin ekki gengið áfallalaust. Það hefur hins vegar ekkert með farþega að gera heldur ytri aðstæður, veikindi, áföll, lokaðar skrifstofur og glötuð skjöl.

Kynni mín af Halanum hófust fyrir þrem árum síðan, þegar ég kom inn á samlestur í leit að skemmtilegri iðjuþjálfun eftir veikindi. Það er skemmst frá því að segja að sem áhugaleikari til tveggja ára ákvað ég að bjóða mig fram til að leikstýra í vetur. Þegar ég svo sá að Ingunn Lára fyrrverandi nemandi minn var væntanleg til landsins til að fara í ritlist eftir leiklistarnám í Bretlandi, sá ég mína sæng útbreidda. Við í stjórn leikhópsins sömdum við hana um að skrifa verk fyrir hópinn og við hefðum vart getað verið heppnari. Frá þeim klukkutíma fundi sem við áttum við hana, kemur leikrit sem þrátt fyrir umhverfingu og spéspegil segir allt sem þarf.

Hvert leikrit er ferð fyrir sig, en þetta ferðalag hefur svo miklu meiri dýpt en flest önnur sem ég hef farið. Veikleikar þjóðfélagsins kallast á við veikleika einstaklingsins og tilhneigingu þeirra til að setja alla í ramma nema helst sjálfa sig. Leikararnir gefa sig alla í að gera þessa mynd mögulega og ég er þess fullviss að ég mun minnast þessa tíma með ánægju. Takk Halinn, Ingunn Lára, leikarar, aðstoðarleikstjóri, hönnuðir og aðrir aðstandendur. Vonandi má með sanni segja að þegar upp verður staðið, eins og segir í Bíblíunni, þetta er fullkomnað.

Margret Guttormsdóttir

Margret Guttormsdóttir

 

Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Farið er pólitískt leikrit sem gerist á geimskipi og fjallar um velferðakerfið og galla þess sem fatlaðir þurfa að glíma við dags daglega. Ég byrjaði að skrifa leikritið eftir fund með félögum í Halaleikhópnum. Þar ræddum við um hvaða sögur vantar á svið og hvað brann sérstaklega á þeim. Þá spratt fram rödd sem brann af tilfinningu og þrá og saga sem mér fannst ég ekki hafa heyrt áður en þó var svo kunnugleg. Saga um einstaklinga eins og ég og þú sem vilja ekkert annað en að finna hamingju í þessum súrealíska heimi sem er ekki gerður fyrir alla. Farið varð til og sagan öðlaðist líf.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir er leikskáld sem útskrifaðist frá Rose Bruford College of Theatre and Performance árið 2014. Hún skrifaði og leikstýrði sýningu á Edinburgh Fringe leiklistahátíðinni í ágúst á þessu ári. Fyrr á árinu vann hún með Aequitas Collective, óperu-leikfélagi frá Manchester, þar sem hún skrifaði og leikstýrði óperu um samfélagsmiðilinn Twitter með leikskáldinu Michael Betteridge. Þar á undan skrifaði hún Toward the Unknown, leikrit um tunglendinguna, sem var sett á svið í London Theatre Workshop með enska leikfélaginu Old Sole Theatre Company. Hún stundar meistaranám í Ritlist við Háskóla Íslands.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Ingunn Lára Kristjánsdóttir

 

Fleiri sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Leikstjóri Margret Guttormsdóttir
Aðstoðarleikstjóri Ása Hildur Guðjónsdóttir
Hönnun leikmyndar og búninga Auður Ákadóttir og
Þóra Margrétardóttir
Ljósahönnun Vilhjálmur Hjálmarsson
Leikmyndasmiður Einar Andrésson
Ljósamaður Sóley Björk Axelsdóttir
Hljóðmenn Jón Eiríksson og
Einar Andrésson
Leikmunasmiðir Sólmundur Þormar Maríusson og
Alexander Ingi Arnarson
Förðun Harpa Cilia Ingólfsdóttir
Plakat, leikskrá, stikla og heimasíða Páll Guðjónsson
Ljósmyndari Hlynur Finnbogason
Kynningarfulltrúi Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Sviðsmaður Snorri Emilsson
Þrif, málningarvinna ofl. Marteinn Jónsson
Ýmislegt Örn Sigurðsson og
Hekla Bjarnadóttir
Leikmyndasmíði, málningarvinna ofl. Ingimar Atli Arnarson,
Guðný Ósk Árdal,
Þóra Margrétardóttir,
Sigurður Örn Pétursson,
Stefanía B. Björnsdóttir,
Snorri Emilsson,
Freddy Martins
Miðapantanir Ása Hildur Guðjónsdóttir
Miðasala Ólöf I. Davíðsdóttir og
Ólína Ólafsdóttir
Móttökunefnd Sóldís Perla Ólafsdóttir,
Stefán Kristinsson og
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Myndir frá æfingum

 • IMG_6037
 • IMG_6081
 • IMG_6135
 • IMG_6156
 • IMG_6175
 • IMG_6241
 • IMG_6262
 • IMG_6279
 • IMG_6330
 • IMG_6343
 • IMG_6384
 • IMG_6414
 • IMG_6436
 • IMG_6441
 • IMG_6460
 • IMG_6501
 • IMG_6534
 • IMG_6543
 • IMG_6633
 • IMG_6663
 • IMG_6685
 • IMG_6721
 • IMG_6743
 • IMG_6768
 • IMG_6778
 • IMG_6812
 • IMG_6837
 • IMG_6845
 • IMG_6864
 • IMG_6891
 • IMG_6951
 • IMG_6981
 • IMG_7017
 • IMG_7042

 

Kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélag


Halaleikhópurinn er aðili að BÍL, samtökum áhugaleikfélaga á Íslandi. BÍL vinnur að þróun og eflingu leiklistar með því að stuðla að uppbyggingu og að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Í þeim anda óskum við Halaleikhópnum til hamingju með sýninguna og ykkur, kæru áhorfendur, góðrar skemmtunar. Stjórn og starfsfólk BÍL

 

Sérstakar þakkir

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir Sjálfsbjörg lsf., Öryrkjabandalag Íslands, Reykjavíkurborg, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Akkur, Efla verkfræðistofa. Einnig Kaffi Laugalækur, Kone, Helgi Kone og Upplifun.

Makar og aðstandendur frá sértakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Styrktaraðilar