Maður í mislitum sokkum

Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman
Þröstur Guðbjartsson leikstýrir
Frumsýnt 2. febrúar 2018

Maður í mislitum eftir Arnmund S. Backman fjallar um Steindóru og vini hennar. Steindóra er ósköp ljúf ekkja en þykir hálf taugaveikluð, tepruleg en góðleg kona sem er afar annt um almenningsálitið. Hún býr í eldriborgara blokk og saknar Þórðar mannsins síns heitins og leiðist einveran. Dag einn er hún kemur út úr Bónus situr ókunnur karlmaður í farþegasætinu í bílnum hennar. Maðurinn veit ekki hvað hann heitir, hvar hann býr eða hvert hann er að fara en hann er í mislitum sokkum. Af ótta við almenningsálitið ákveður hún að taka hann með sér heim.

Vinkonur ekkjunnar og eiginmenn þeirra eru skrautlegir nágrannar sem fléttast inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Bjarni og Fríða eru ansi ólík hjón; hann er hress þótt hann sé óttarlegur durtur og fastheldinn á sitt. Fríða konan hans er sköruleg og þolir ekki rausið og uppátækin í kallinum. Svo eru það Dóri og Lilja. Dóri er ósköp indæll fyrrverandi borgarstarfsmaður sem mismælir sig í tíma og ótíma og er með sjúkdóma á heilanum. Lilja konan hans er fín frú og þykir heldur léttlynd og ástleitin við aðra karlmenn. Saman myndar þessi vinahópur afar skrautlegan hóp eldri borgara og úr þessu tvinnast síðan kostuleg og bráðskemmtileg atburðarás með litríkum karakterum. Þetta er sýning stútfull af orku og leikgleði.

Ókunni maðurinn, Guðjón er ruglaður ekkill sem ekkert segist muna um tilveru sína. Upp hefjast miklar vangaveltur og ráðkænska meðal vinanna um hvernig eigi að leysa málið. Ekki vill Steindóra vera sökuð um mannrán. Í þetta flækjast svo dætur Guðjóns og allt springur í loft upp.

Þetta stykki á erindi til allra, atburðir sem gerast í þjóðfélaginu er fólk eldist eru hér settir upp á skondinn og hnitmiðaðan hátt. Þarna er vel hægt að hlæja og gráta.

 

Persónur og leikendur

Hanna Margrét Kristleifsdóttir
SteindóraHanna Margrét Kristleifsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
Fríða Herdís Þorgeirsdóttir
Sóley Björk Axelsdóttir
Lilja Sóley Björk Axelsdóttir
Alexander Ingi Arnarson
DóriAlexander Ingi Arnarson
Hlynur Finnbogason
GuðjónHlynur Finnbogason
Kristinn Sveinn Axelsson
BjarniKristinn Sveinn Axelsson
Margrét Eiríksdóttir
ÓskMargrét Eiríksdóttir
Stefanía Björk Björnsdóttir
ÞóraStefanía Björk Björnsdóttir

 

Þröstur Guðbjartsson

Þröstur Guðbjartsson leikstjóri er okkur vel kunnugur, hann var með leiklistarnámskeið hjá okkur 2008 og setti upp með okkur „Sjeikspírs Karnivalið“ eftir William Shakespeare sem frumsýnt var í janúar 2009.

Þröstur er fæddur og uppalinn í Bolungarvík þar sem hann steig sín fyrstu skref á leiksviði aðeins 7 ára gamall. Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1978. Þó Þröstur hafi aldrei verið fastráðinn við leikhús þá hefur leiklistin verið hans ær og kýr. Hann hefur leikið og leikstýrt m.a. í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og á fleiri stöðum. Hann hefur leikið í kvikmyndum á borð við Agnesi, Sódóma Reykjavíkur og sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni, Föngum og Borgarstjóranum. Þröstur hefur leikstýrt ríflega 80 leikverkum á sínum 39 ára ferli og hefur því dágóða reynslu í farteskinu enda talinn lunkinn við að ná fram því besta út úr misreyndum áhugaleikurum.

Þröstur Guðbjartsson leikstjóri

Þröstur Guðbjartsson

 

Arnmundur S. Backman 

Arnmundur S. Backman fæddist á Akranesi 15. jan. 1943. Lést 11. sept. 1998. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1964 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Hann var hæstaréttarlögmaður og skrifaði talsvert um lögfræðileg málefni sem sneru að vinnurétti. Hann gaf einnig út þrjár skáldsögur; Hermann, 1989 og Böndin bresta, 1990 og Almúgamenn, 1998. Auk þess sem hann skrifaði tvö leikrit; Blessuð jólin, sem leiklesið var í Þjóðleikhúsinu árið 1997 og Maður í mislitum sokkum, sem var frumsýnt í febrúar 1998 í Þjóðleikhúsinu.

Arnmundur sagði sjálfur um leikritið Maður í mislitum sokkum „Í leikritinu um gamla fólkið er ég jafnframt að velta fyrir mér þeirri stöðu sem upp kemur þegar sæmilega efnaður miðstéttarmaður tekur aðra stefnu í lífinu á gamals aldri en afkomendur vildu helst. Í leikritinu er þessu þannig stillt upp að harðfullorðin börnin verða áhyggjufull þegar pabbi gamli fær nýstárlegar hugmyndir um hvernig best sé að eyða elliárunum. Honum dettur nefnilega í hug að kannski geti hann notað fjármuni sína sjálfum sér til ánægju áður en öllu er lokið. ”...

Arnmundur S. Backman

Arnmundur S. Backman 

Fleiri sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Leikstjóri Þröstur Guðbjartsson
Aðstoðarleikstjóri Ása Hildur Guðjónsdóttir
Leikmynd Margret Guttormsdóttir
Ljósahönnun Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósamaður Ingi Bjarnar
Hljóðmaður Frímann Sigurnýasson
Leikmyndasmíði Þröstur Steinþórsson og
Alexander Ingi Arnarsson
Plakat, leikskrá, ljósmyndir,
auglýsingastiklur og heimasíða
Páll Guðjónsson
Leikmunavörður Silja Kjartansdóttir
Málningarvinna Ladies Cirkle,
Stefanía Björk Björnsdóttir,
Marteinn Jónsson
Búningar og förðun Hópurinn sjálfur
Hvíslari á æfingum Stefanía B. Björnsdóttir,
Rut Másdóttir
Ýmis aðstoð Einar Andrésson,
Guðríður Ólafs Ólafíudóttir,
Jósef Gunnar Gíslason,
Snorri Emilsson.
Aðstoð við frumsýningarpartý Ólína Ólafsdóttir

Kynningarstikla

 

Myndir frá æfingum

  • 069
  • 072
  • 074
  • 076
  • 078
  • 079
  • 082
  • 086
  • 089
  • 090
  • 091
  • 092
  • 093
  • 097
  • 099
  • 101
  • 102
  • 105
  • 106
  • 107
  • 108
  • 109
  • 112
  • 114
  • 115
  • 117
  • 119
  • 122
  • 124
  • 125
  • 126
  • 127
  • 128
  • 131
  • 132
  • 133
  • 138
  • 142
  • 145
  • 146
  • 148
  • 149
  • 150
  • 151
  • 152
  • 155
  • 156
  • 159
  • 160
  • 163

 

Kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélaga

Halaleikhópurinn er aðili að BÍL, samtökum áhugaleikfélaga á Íslandi.

BÍL vinnur að þróun og eflingu leiklistar með því að stuðla að uppbyggingu og að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Í þeim anda óskum við Halaleikhópnum til hamingju með sýninguna og ykkur, kæru áhorfendur, góðrar skemmtunar.

Stjórn og starfsfólk BÍL.

 

Sérstakar þakkir

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir Sjálfsbjörg lsh., Öryrkjabandalag Íslands, Reykjavíkurborg, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Sjálfsbjargarheimilið og Ladies Cirkle hópurinn.

Makar og aðstandendur frá sértakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Styrktaraðilar

madur i mislitum sokkum plakat