Tíu litlir strandaglópar

Tíu litlir strandaglópar. Höfundur Agatha Christie. Leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
Upphaflegur þýðandi Hildur Kalman
Frumsýnt 30. jan. 2015

Um leikritið

Leikritið segir sögu af tíu einstaklingum sem boðið er af dularfullum hjónum í helgarferð á klettaeyju.  Gestirnir eru ekki fyrr komnir á staðinn en einn þeirra deyr á grunsamlegan hátt.

Öll eru þau strand á eyjunni og komast hvergi.  Gestgjafinn, sem hvergi sést, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna brota sem þau eiga að hafa framið.

Strandaglóparnir byrja að opna sig fyrir hópnum... þar til þau taka að týna lífinu hvert á fætur öðru.  Hver deyr næst og hver er morðinginn?

 

 Persónur og leikendur

Alexander Ingi Arnarson
Tom Rogers:
Alexander Ingi Arnarsson
Sigurður Ragnar Kristjánsson
Fred Narracot:
Sigurður Ragnar Kristjánsson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Ethel Rogers:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Hlynur Finnbogason
Anthony Marston:
Hlynur Finnbogason
Gunnar Gunnarsson , Gunsó
Philip Lombard:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Margrét Eiríksdóttir
Vera Claythorne:
Margrét Eiríksdóttir
Gunnar Freyr Árnason
Davis / William Blore:
Gunnar Freyr Árnason
Kristinn Sveinn Axelsson
MacKenzie hershöfðingi:
Kristinn Sveinn Axelsson
Margret Guttormsdóttir
Emelía Brent:
Margret Guttormsdóttir
Jón Eiríksson
Sir Lawrence Wargrave:
Jón Eiríksson
Ásta Dís Guðjónsdóttir
Dr. L. Armstrong:
Ásta Dís Guðjónsdóttir
vantar mynd
Rödd:
Vilhjálmur Hjálmarsson

 

 

Guðjón Sigvaldason leikstjóri

Guðjón Sigvaldason

Guðjón útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann hefur leikstýrt vel yfir hundrað leiksýningum víða um landið.

Með okkur hér í Halaleikhópnum hefur hann sett upp „Fílamanninn“, Kirsuberjagarðinn“ og „Gaukshreiðrið“ sem allar hafa markað sín spor í ferli Halans, krafist hins ýtrasta af hópnum og fleitt honum á önnur svið, enda var sýning okkar á Gaukshreiðrinu valin sú athygliverðasta árið 2008 og flutt við gífurlega góðar viðtökur í Þjóðleikhúsinu.

Í þetta skiptið ákváðum við að takast á við „morð á morð ofan“
leikverk drottningar sakamálasagnanna Agöthu Christie. Það er von okkar að þessi sýning fleyti hópnum áfram, en taki ekki toll, því einhver þarf að vera eftir til að Halaleikhópurinn standi fyrir sínu

. . . . . .eftir var ekki neinn . . . . ?

 

Agatha Christie höfundur And then there were none

Agatha Christie

Agatha Christie fæddist árið 1890 í Torquay í Englandi og var orðin læs aðeins fimm ára gömul. Hún gaf út alls 66 glæpasögur og 14 smásagnasöfn undir eigin nafni ásamt sex ástarsögum undir listamannsnafninu Mary Westmacott, en þekktastar eru sögur hennar af Hercule Poirot og Miss Marple. 

Samkvæmt heimsmetabók Guiness eru ritverk Agöthu Christie nr. 3 á metsölulista allra tíma, strax á eftir verkum William Shakespeare og Biblíunni. Hún skrifaði einnig það leikrit sem á núverandi heimsmet í sýningartíma, Músagildruna, sem frumsýnt var í Ambassadors leikhúsinu í London árið 1952 og er enn verið að sýna. 

Agatha Christie veitir enn yngri rithöfundum sem og aðdáendum sínum um allan heim innblástur þrátt fyrir að hafa látist árið 1976.

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Ása Hildur Guðjónssdóttir

Aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri ofl:
Ása Hildur Guðjónsdóttir

Guðríður Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri:
Guðríður Ólafsdóttir

vantar mynd

Leikmynd yfirsmiður, hljóðhönnun ofl.:
Einar Andrésson

Benedikt Axelsson

Ljósahönnun:
Benedikt Axelsson

vantar mynd

Aðstoð við leikmynd ofl.:
Marteinn Jónsson

vantar mynd

Aðstoð við leikmynd ofl.:
Rúnar Geir Björnsson

vantar mynd

Hönnun leikskrár og veggspjalds:
Unnur María Sólmundardóttir

Sóley Björk Axelsdóttir

Ljósamaður:
Sóley B. Axelsdóttir

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Búningar ofl.:
Ólöf I. Davíðsdóttir

vantar mynd

Búningar ofl.:
Kristín M. Bjarnadóttir

vantar mynd

Hljóðhönnun:
Guðjón Sigvaldason, Sigvaldi Búi og Einar Andrésson

vantar mynd

Hljóðhönnun og keyrsla:
Sigvaldi Búi Þórarinsson

vantar mynd

Förðunarkennsla:
Harpa Cilia Ingólfsdótti

vantar mynd

Fjölmiðlafulltrúi:
Anna Kristine Magnúsdóttir

Úlfhildur Þórarinsdóttir

Umsjón miðasölu:
Úlfhildur Þórarinsdóttir

vantar mynd

Ljósmyndari:
Grétar Már Axelsson

 

Strandaglópar

Strandaglópar fóru í boð og þá voru þeir tíu.
Einn þeirra stóð á öndinni, og þá voru eftir níu.

Níu litlir Strandaglópar fóru seint að hátta.
Einn þeirra svaf yfir sig, og þá voru eftir átta.

Átta litlir Strandaglópar vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra varð eftir, og þá voru eftir sjö.

Sjö litlir Strandaglópar sátu og átu kex.
Exi féll á einn þeirra, og þá voru eftir sex.

Sex litlir Strandaglópar sungu bimma-limm.
Býfluga stakk einn þeirra, og þá voru eftir fimm.

Fimm litlir Strandaglópar – fannst þeir vera stórir.
Einn þeirra deildi við dómarann, og þá voru eftir fjórir.

Fjórir litlir Strandaglópar vita hvað að þeim snýr.
Einn þeirra gekk í gildru, og þá voru eftir þrír.

Þrír litlir Strandaglópar þorðu nú ekki meir.
Bangsi barði einn þeirra – og þá voru eftir tveir.

Tveir litlir Strandaglópar þögðu nú eins og steinn.
Einn varð byssubrenndur – og þá var eftir einn.

Einn lítill Strandaglópur var nú eftir einn.
Hann gekk út og hengdi sig –

og var þá ekki neinn.

 

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma þessari sýningu upp

Sérstakar þakkir fá:
Jóna Marvinsdóttir, Páll Guðjónsson, Kristján Helgason, Sigurður Þorsteinsson, Örn Sigurðsson, Lovísa Jónsdóttir, Valdimar Tómasson, Snorri Halldórsson, Hárhornið - Haraldur Davíðsson , Þröstur Steinþórsson, Jóna Marvinsdóttir.

Makar og aðstandendur fá sérstakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Styrktaraðilar