Gaukshreiðrið

Gaukshreiðrið
One Flew Over the Cuckoo's Nest

Eftir Dale Wasserman
Byggt á skáldsögu Ken Kesey (1962)
Í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur
Leikstjóri Guðjón Sigvaldason.
Frumsýnt 9. feb. 2008. Sýndar voru ellefu sýningar. Var svo sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins 4. júní 2008 eftir að hafa unnið keppnina um Athyglisverðurstu áhugaleiksýningu leikársins 2007 - 2008.

 

Um leikritið:

Gaukshreiðrið endurspeglar á óviðjafnanlegan hátt þann uppreisnaranda sem ríkti í vestrænum heimi á seinni helmingi sjöunda áratugar síðustu aldar. Það gerist á ríkisreknu geðsjúkrahúsi þar sem einn vistmaður æsir sjúklinga á stofnuninni með sér í uppreisn gegn því sem hann telur vera miskunnarlaust harðstjórnarkerfi. Kerfið bregst ókvæða við og ekkert er látið ógert til að brjóta uppreisnina á bak aftur, hún fær vægast sagt óvæntan og óhugnanlegan endi og verður upphafsmanni hennar dýrkeypt.

Það fjallar um eðli geðveikrahæla, stöðu sjúklinganna innan þeirra og hvað felist raunverulega í geðveiki. Kannski á sumt við enn þann dag í dag. Í verkinu er velt upp spurningunni hvort raunveruleg andleg heilun fáist með því að húka inni á geðveikrahæli fjarri venjulegu lífi og láta kerfið ákveða hvað komi sjúklingunum best.

Gaukshreiðrið er í senn ógnvekjandi, grátbroslegt og sprenghlægilegt og þetta samspil er fyrst og fremst ástæðan fyrir hinum feikimiklu vinsældum þessa heimsfræga verks.

Gunnar Gunnarsson, Gunsó sem McMurphy

 

Persónur og leikendur eru:

Gunnar Gunnarsson - Gunsó

Randle P. McMurphy:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó

Sóley Björk Axelsdóttir

Ratchet hjúkrunarkona:
Sóley Björk Axelsdóttir

Pétur Orri Gíslason

Bromden höfðingi:
Pétur Orri Gíslason

Stefanía Björk Björnsdóttir

Flinn hjúkrunarkona og Sandra:
Stefanía Björk Björnsdóttir

Gunnar Freyr Árnason

Warren sjúkraliði:
Gunnar Freyr Árnason

Guðmundur G. Hreiðarsson

Williams sjúkraliði:
Guðmundur G. Hreiðarsson

Örn Sigurðsson

Dale Harding:
Örn Sigurðsson

Tobias Hausner

Billy Bibbit:
Tobias Hausner

Kristinn Sveinn Axelsson

Scanlon:
Kristinn Sveinn Axelsson

Arnar Ágúst Klemensson

Cheswick:
Arnar Ágúst Klemensson

Daníel Þórhallsson

Ruckly:
Daníel Þórhallson

Jón Freyr Finnsson

Martini:
Jón Freyr Finnsson

Kristinn Guðjónsson

Fredericks:
Kristinn Guðjónsson

Gunnar Gunnarsson - Neddi

Spivey læknir:
Gunnar Gunnarsson, Neddi

Guðný Alda Einarsdóttir

Turkle næturvörður:
Guðný Alda Einarsdóttir

Elísa Ósk Halldórsdóttir

Candy Starr:
Elísa Ósk Halldórsdóttir

Björk Guðmundsdóttir

Nakamura hjúkrunarkona:
Björk Guðmundsdóttir

Silja Kjartansdóttir

Ellis hjúkrunarkona:
Silja Kjartansdóttir

Telma Kjartansdóttir

Sefelt hjúkrunarkona:
Telma Kjartansdóttir

 

 

Gunnar Gunnarsson - Neddi, Gunnar Gunnarson - Gunsó og Kristinn S. Axelsson í hlutverkum sínum

Gunnar Gunnarsson, Neddi, Gunnar Gunnarson, Gunsó og Kristinn S. Axelsson í hlutverkum sínum

Guðný Alda Einarsdóttir, Elísa Ósk Halldórssdóttir, Gunnar Gunnarsson - Gunsó og Kristinn S. Axelsson í hlutverkum sínum

Guðný Alda Einarsdóttir, Elísa Ósk Halldórssdóttir, Gunnar Gunnarsson, Gunsó og Kristinn S. Axelsson í hlutverkum sínum.

Um leikstjórann:

Guðjón Sigvaldason útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann starfaði fyrstu árin jafnt sem leikari og leikstjóri, en hefur hin síðari ár aðallega starfað sem leikstjóri, jafnframt myndlist og skriftum en eftir hann liggja ýmis leikrit og myndverkasýningar auk þriggja ljóðabóka og skáldsögunnar Ungfolahroka.

Hann hefur aðallega starfað með áhugaleikfélögunum og sjálfstæðu leikhópunum, auk þess að stjórna götuleikhópum víðsvegar um landið. En sýningar hans þykja oft bera keim af götuleikforminu.

Hann hefur sett á svið á níunda tug leiksýninga, víðs vegar um landið, t.d. Djöflaeyjuna bæði á Hornafirði og Siglufiði, Ég er hættur farinn, ég er ekki með í svona asnalegu leikriti, Önnu Frank og Rocky Horror á Egilsstöðum, Stræti, Bugsy Malone, Hróa Hött, Bangsímon, Kardimommubæinn, Bróðir minn Ljónshjarta, Emil í Kattholti, Í Tívolí, Grease, Svartklædda konan, og Oliver! svo eitthvað sé nefnt.

Hann stofnaði og rekur ásamt öðrum atvinnuleikhús Austfirðinga „Frú Normu“ og vann þar sýningarnar Nátthrafna og barnaleikritið Bara í draumi, sem hann samdi einnig.

Hér hjá Halaleikhópnum hefur hann sett upp Fílamanninn og Kirsuberjagarðinn en Gaukshreiðrið er þriðja leikritið sem hann vinnur með okkur. Auk þess hefur hann verið með leiklistarnámskeið hjá okkur 2003 og 2004.

Guðjón Sigvaldason

Guðjón Sigvaldason

 

 Sóley B. Axelsdóttir og Gunnar Gunnarsson, Gunsó í hlutverkum sínum

Örn Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson, Gunsó í hlutverkum sínum

Um höfund sögunnar
Ken Kesey:

Ken Kesey höfundur „Gaukshreiðursins“ fæddist árið 1935 í Bandaríkjunum. Hann innritaðist í blaðamannadeild háskólans í Oregon og útskrifaðist þaðan úr ræðu- og samskiptatækni árið 1957. Árið 1958 fékk hann styrk á námskeið í skapandi skrifum við Stanford háskóla, sem hann sótti. Þar hóf hann að skrifa handritið sem síðar varð að bókinni „Gaukshreiðrinu“.

Á meðan hann stundaði nám í Stanford gerðist hann tilraunadýr fyrir CIA þar sem verið var að rannsaka áhrif ofskynjunarlyfja, s.s. LSD, Meskalíns og Kókaíns á hegðun fólks og geðslag. Hann skrifaði mikið um upplifun sína af vímunni, greindi hana í smáatriðum, og í rauninni urðu áhrifin sem hann upplifði honum kveikja fyrstu skáldsögu sinnar „Gaukshreiðrinu" (1962).

Innblásturinn fékk hann við að starfa á næturvöktum á geðsjúkrahúsi. Þar eyddi hann tímanum oft í að spjalla við sjúklingana, á stundum undir áhrifum ofskynjunarlyfja. Hann setti fram þá skoðun sína að sjúklingarnir væru í raun ekki geðveikir, það væri samfélagið sem hefði hafnað þeim vegna þess að þeir gætu ekki fylgt viðteknum hugmyndum þess um það hvernig fólk ætti að haga sér.

„Gaukshreiðrið” sló rækilega í gegn. Dale Wasserman skrifaði síðar leikgerð upp úr skáldsögunni sem einnig sló í gegn. Þá leikstýrði Milos Forman kvikmynd byggða á sömu bók árið 1975, þar sem Jack Nicholson lék aðalhlutverkið og hlaut hún margvísleg verðlaun. Auk „Gaukshreiðursins" skrifaði Ken fjölmargar greinar, bækur og smásögur.

Hans síðasta birta verk, var grein sem hann ritaði í tímaritið The Rolling Stone þar sem hann hvatti til friðar eftir árásirnar á Tvíburaturnana þann ellefta september árið 2001.

Hann lést úr lifrarkrabbameini síðar sama ár.

Ken Kesey Ken Kesey

Kristinn S. Axelsson, Daníel Þórhallsson, Örn Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson , Gunsó og í hlutverkum sínum

Gunnar Gunnarsson, Gunsó og Gunnar Freyr Árnason í hlutverkum sínum

Um höfund leikgerðarinnar
Dale Wasserman:

Dale Wasserman höfundur leikgerðarinnar fæddist árið 1917 í Bandaríkjunum. Lauk formlegri skólagöngu eftir aðeins eitt ár í menntaskóla. Frá nítján ára aldri vann hann hin margvíslegustu störf innan leikhússins, og byrjaði eftir það feril sinn sem sjálflærður ljósahönnuður, leikstjóri og framleiðandi. Í miðri uppfærslu söngleiks á Broadway hætti hann, fullviss þess að geta varla skrifað verri verk en bullið sem hann var að leikstýra, annað hvert hlutverk biði aðeins upp á túlkun en að starf höfundar væri sköpun.

Hann ákvað því að gerast rithöfundur, sem slíkur hefur hann náð miklum árangri, hefur skrifað yfir þrjátíu „sjónvarpsdrama“ sem gerðu hann að einum best þekkta rithöfundi „gullára“ bandaríska sjónvarpsins.

Tvær leikgerðir hans eru þó þekktastar, „Man of La Mancha” (byggt á sögu Cervantes um Don Kíkóta) og „Gaukshreiðrið”, en þær leikgerðir setja hann í hóp með vinsælustu leikritahöfundum um heim allan. „Man of La Manca” var sýnt stanslaust í fimm ár á Broadway og var þýtt á yfir 30 tungumál. „Gaukshreiðrið” gekk t.d. í sex ár í San Fransisco og hefur verið sýnt um allan heim, m.a. í Bretlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Japan og á Íslandi.

Sögupersónur Wasserman eru líkar honum sjálfum, drukknir uppreisnarseggir, æðislega sjálfstæðir kjánar, skáld, brjálæðingar og utangarðsmenn - félagsleg úrhrök sem bjóða yfirvöldum birginn, nauðugar hetjur (stundum andhetjur) sem kallaðar eru til að færa miklar fórnir til að vernda og varðveita þeirra eigið frelsi eða annarra.

Leikgerðin að „Gaukshreiðrinu” er frá árinu 1963.

Dale Wasserman skrifaði auk þessa fjöldann allan af leikritum, söngleikjum, kvikmyndahandritum, bókum og hefur unnið til margvíslegra verðlauna fyrir verk sín.

Dale Wasserman

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt:

 

Guðjón Sigvaldason
Leikstjóri, hönnuður leikmyndar og búninga:
Guðjón Sigvaldason
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri, hvíslari á æfingatímabili, umsjón með heimasíðu, miðapantanir, búningar o.fl.:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósahönnun, o.fl.:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Magnús Addi Ólafsson
Ljósahönnun, ljósamaður, aðstoð við gerð leikmyndar o.fl.:
Magnús Addi Ólafsson
Svavar Knútur
Tónlist - áhrifahljóð:
Svavar Knútur
Pétur S. Jónsson
Tónlist - barnavísa:
Pétur S. Jónsson
Kristín R. Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri, leikmunir, aðstoð við gerð leikmyndar o.fl.:
Kristín R. Magnúsdóttir
Leikmyndasmiður:
Sigurður Pálsson
Einar Jörgensen
Leikmyndasmiður:
Einar Jörgensen
Einar Þórður Andrésson
Leikmyndasmiður, ræstingar o.fl.:
Einar Andrésson
Gunnar Gunnarsson - Gunsó
Stálsmíði:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Guðríður Ólafsdóttir
Fjölmiðlafulltrúi:
Guðríður Ólafsdóttir
Ásdís Úlfarsdóttir
Umsjón leikskrár:
Ásdís Úlfarsdóttir
Andri Valgeirsson
Ljósmyndari, hönnun plakats og leikskrár:
Andri Valgeirsson
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Förðun, Miðasölustjóri, aðstoð við leikmynd o.fl.:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Kristinn Guðjónsson
Umsjón með gerð leikmyndar, tæknimaður o.fl.:
Kristinn Guðjónsson
Höskuldur Þór Höskuldsson
Ljósmyndari:
Höskuldur Þ. Höskuldsson
Árni Salomonsson
Hljóðmaður og ljósmyndari:
Árni Salomonsson
Kristinn Þ. Sigurjónsson
Hljóðmaður:
Kristinn Þ. Sigurjónsson
Ingimar Atli Arnarson
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Ingimar Atli Arnarson
Stefanía Björk Björnsdóttir
Aðstoð við gerð leikmyndar, búningar, kaffiumsjón o.fl.:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Arnar Ágúst Klemensson
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Arnar Ágúst Klemensson
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Björn Björnsson, Póló
Bjarni Magnússon
Aðstoð við gerð leikmyndar:
Bjarni Magnússon
Elísa Ósk Halldórsdóttir
Aðstoð við gerð leikmyndar o.fl.:
Elísa Ósk Halldórsdóttir
Tobias Hausner
Aðstoð við gerð leikmyndar o.fl.:
Tobias Hausner
Daníel Þórhallsson
Aðstoð við gerð leikmyndar o.fl.:
Daníel Þórhallsson
Bára Jónsdóttir
Saumakona, kokkur og miðasala:
Bára Jónsdóttir
Sigríður Ósk Sigurrósardóttir
Söngur barnavísu:
Sigríður Ósk Sigurrósardóttir
Tómas Sigurrósarson
Söngur barnavísu:
Tómas Sigurrósarson
Matthías Másson
Söngur barnavísu:
Matthías Másson
Þorbjörg Erna Mímisdóttir
Söngur barnavísu:
Þorbjörg Erna Mímisdóttir
Guðbjörg K. Sigurðardóttir
Hár og aðstoð við förðun o.fl.:
Guðbjörg K. Sigurðardóttir
Friðfinnur Árni Kjærnested
Aðstoð við leikmyndasmíði
Friðfinnur Árni Kjærnested
Kristinn Guðmundsson
Móttaka á sýningum:
Kristinn Guðmundsson
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Miðasala og sjoppa:
Anna Guðrún Sigurðardóttir
Gunnlaugur Ingimarsson
Móttaka á frumsýningu:
Gunnlaugur Ingimarsson
Þröstur Steinþórsson
Miðasala og sjoppa:
Þröstur Steinþórsson

 

Hugleiðingar formanns: 

Nú er Halaleikhópurinn á sextánda aldursári og dafnar vel. Hef ég verið formaður í á annað ár og margt hefur á daga hópsins drifið síðan ég tók embættið að mér. Sýning síðasta leikárs, Batnandi maður eftir Ármann Guðmundsson sem frumsýnd var 24. febrúar 2007, gekk prýðisvel og fékk ágæta aðsókn. Í framhaldi af sýningunni hófst síðan undirbúningur fyrir 15 ára afmæli Halaleikhópsins, en hann var stofnaður 27. september 1992. Afmælisnefnd var sett á laggirnar og kom hún ásamt stjórn og félögum með ýmsar hugmyndir um hvað gera ætti í tilefni afmælisins.

Ákveðið var m.a. að gera þrjá forvígismenn leikhópsins að heiðursfélögum hans, þá Guðmund Magnússon, Sigurð Björnsson heitinn og Ómar Braga Walderhaug.

Halda uppistandsnámskeið og var Ágústa Skúladóttir fengin í það verkefni sem heppnaðist vel. Þá var ákveðið að fá fyrrum leikstjóra til að vinna með okkur að afmælisdagskrá og síðast en ekki síst að halda veglega afmælisveislu. Í tilefni af afmælinu ákvað stjórn Halaleikhópsins að láta gamlan draum rætast um að gefa sjálfum sér nýtt tölvustýrt ljósaborð, breyta og ljósabúnað í afmælisgjöf. Nýja ljósaborðið er aðgengilegt og gerir öllum kleift, fötluðum sem ófötluðum að stýra því. Einnig stendur til að setja þannig kerfi upp í loftið, að lítið þurfi að færa ljósin til heldur aðeins að snúa þeim og forrita tölvuborðið. Við þessar breytingar ættu fleiri félagsmenn að geta unnið stærri hluta af tæknivinnunni við uppsetningar verka sjálfir.

Á vordögum 2007 var ákveðið að setja upp Gaukshreiðrið eftir Ken Kesey í leikgerð Dale Wasserman. Guðjón Sigvaldason leikstjóri var fenginn til að leikstýra verkinu en hann er hópnum að góðu kunnur eftir uppsetningar á Fílamanninum árið 2004 og Kirsuberjagarðinum árið 2005. Æfingar á Gaukshreiðrinu hófust í nóvember 2007 og verkinu hefur undið vel fram. Að verkinu koma um tuttugu leikarar auk allra annarra sem leggja hönd á plóg. Uppsetning á leikverki sem þessu krefst mikillar vinnu og skipulagningar þar sem margar hendur vinna saman. Ánægjulegt er að geta þess að hópurinn fékk úthlutað styrk frá Félagsmálaráðuneytinu í tengslum við Evrópuár jafnra tækifæra vegna uppsetningar á Gaukshreiðrinu.

Það er von mín að leikarar sem og aðrir sem hafa komið að uppsetningu þessari eigi góðar minningar frá æfingatímabilinu og hugsi af hlýhug til þess og Halaleikhópsins um ókomin ár. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að verkefnum og uppsetningum hópsins undanfarin tvö leikár fyrir gott og gjöfult samstarf. Ég er stolt af veru minni í hópnum og því sem ég hef áorkað á hans vegum í gegnum tíðina.

Ásdís Úlfarsdóttir, formaður

Ásdís Úlfarsdóttir

Ásdís Úlfarsdóttir formaður

Myndirnar úr leikritinu eru teknar á æfingu af Höskuldi Höskuldssyni

Sóley B. Axelsdóttir, Jón Freyr Finnsson og Gunnar Gunnarsson, Gunsó í hlutverkum sínum

 

hopmynd

 

Umsagnir  

Umfjöllun á Vísir.is 10. feb. 2008

Umsögn áhorfenda:

Helgi Seljan. Velvakandi, Morgunblaðinu 27. feb. 2008
„Þar þótti mér takast einkar vel til, leiktilþrif með ágætum, framsögn öll jafn góð, leikið af lífi og sál, hin ýmsu tilbrigði sjúkdómsins dregin í dagsljós fram”

Halldóra Malin Pétursdóttir
Þið toppið ykkur alltaf á hverju ári"

Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir:
Upplifun af sýningunni“

Aðalbjörg Gunnarsdóttir:
„Mér finnst þetta frábært verk og vel leikið, leikmyndin æðisleg og bara allt svo metnaðarfullt!“ Meira hér

 

Þakkir: 

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Sérstakar þakkir til maka og nánustu aðstandenda fyrir þolinmæðina á tímabilinu.

Sérstakar þakkir fær Jói í Vagnasmiðjunni vegna járnsmíðar, Auður Birgisdóttir vegna söngæfinga barnanna, foreldrar barnanna fyrir lánið á þeim, Halldór Axelsson og Nói Steinn Einarsson fyrir stjórn upptöku, Ryan Parteka fyrir aðstoð við hljóðforrit, Sólvangur, Jón Eiríksson, Þröstur Steinþórsson og Oddný I. Fortesque

Sýningar urðu 11. Síðasta sýning í Halanum var 15. mars 2008.

 

Athyglisverðasta áhugaleiksýningin árið 2008

adalfundur1Sýningin vann keppnina um athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins 2008 og sýndi fyrir fullum sal á Stóra sviði Þjóðleikhússins miðvikudaginn 4. júní 2008 kl. 20.00.

Umsögn dómnefndar má sjá HÉR og hér fyrir neðan:

„Á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í Skagafirði núna um helgina tilkynnti Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri, hvaða leiksýning var valin athyglisverðasta áhugaleiksýningin árið 2008. Fyrir valinu varð uppsetning Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu eftir Ken Kesey og Dale Wasserman í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar og verður hún því sýnd í Þjóðleikhúsinu í lok leikárs.

Í umsögn dómnefndar sem skipuð var Tinnu og Vigdísi Jakobsdóttur segir m.a.

Verkefnaval Halaleikhópsins ber vott um mikinn metnað, kjark og stórhug. Leikhópurinn, sem hefur það að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla” fagnaði fimmtán ára afmæli sínu á þessu leikári. Rétt eins og Halaleikhópurinn hefur auðgað leiklistarflóru áhugaleikfélaga og leiklistar í landinu almennt, öðlast hið þekkta leikrit Gaukshreiðrið nýjar víddir í meðförum leikhópsins.

Fötlun leikenda stendur engan veginn í vegi fyrir túlkun á verkinu, heldur þvert á móti auðgar hana og styrkir. Styrkur sýningarinnar felst þannig ekki síst í sterkri liðsheild, þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín á eigin forsendum, þó hlutverkin séu vissulega mismunandi stór. Framsögn er til mikillar fyrirmyndar og sama má segja um hlustun og allan samleik.

Langmest mæðir á þeim Gunnari Gunnarssyni (Gunsó) í hlutverki Randle P. McMurphy og Sóleyju Björk Axelsdóttur í hlutverki Ratchet hjúkrunarkonu. Bæði áttu þau góðan leik. Leikmynd, búningar, lýsing, hljóðmynd og förðun myndaði sterka heild og einstaklega sannfærandi umgjörð um sýninguna.“

 

Styrktaraðilar:

  • SBJ
  • Obi
  • Litur
  • Bakari