Jónatan

Jónatan
Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 11. mars 2000

Reyndu að hysja þig upp og bíta báðum gómum í borð lífsins og hanga þar eða
F.T.F.= Fötlun til framdráttar

 

Um leikritið

Jónatan býr í Hátúni og er á leið þaðan og ætlar að fara að búa sjálfstætt. Er orðinn nokkuð hress eftir slys sem olli því að nú er hann í hjólastól og lamaður upp að mitti. Hann hefur verið lengi að ná þeirri heilsu sem hann býr nú að og hefur verið langt niðri, vonlaus og reiður og það var ekki fyrr en nýlega að aðeins tók að birta.

Hann fékk óvænt verkefni, en það var að þýða vissan málaflokk en hann er mikill tungumálamaður. Fram að þessu þótti honum hann einskis nýtur. En þetta verkefni vekur honum von, hann getur ennþá ýmislegt og þar með líklega spjarað sig í lífinu.

Leikritið fjallar um það hvernig Jónatan eina kvöldstund reynir að taka þátt í lífinu fyrir utan hvernig hann kemur sér á milli staða og hvað verður á vegi hans hvað hann sér og hvað hann upplifir.

Persónur leikritsins eru húsandar sem mynda kór sem í raun segja söguna eða syngja hana, fara í hin ýmsu hlutverk og mynda leikhljóð.

Kórinn heldur með sínum manni og reynir oft að hafa vit fyrir honum, en við óvæntum uppákomum ruglast kórinn stundum í ríminu og veit ekki alveg hvoru megin hann stendur og verður jafnvel ekki viss hvert hann segir söguna eða er áhorfandi. Því hver er heilbrigður og hver ekki? Er það ytra byrðið eða það innra sem átt er við?

 

 

Sigríður Ósk Geirsdóttir, Árni Salomonsson, Ásdís Úlfarsdóttir og Guðný Alda Einarsdóttir í hlutverkum sínum

 

 

Leikrit með söngvum

Höfundur og leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
Höfundur söngtexta Unnur María Sólmundardóttir
Höfundur lýsingar Vilhjálmur Hjálmarsson
Stjórnendur tónlistar Hljómsveitin Syngj-andi
   

Persónur og leikendur

 
    
Húsandafélagið:
Andi 1 Ásdís Úlfarsdóttir
Andi 2 og Kvenmaður Guðný Alda Einarsdóttir
Andi 3, Maður B, Stebbi, Leigubílstjóri, Maður 2 og Bankastjóri Árni Salomonsson
Andi 4 og kona með barn Sigríður Ósk Geirsdóttir
   
Hinir:  
Andi 5, Maður A, Veðurfræðingur, Partýgestur, Rómeó og Hilmar Jón Þór Ólafsson
Andi 6 og Jónatan Jón Stefánsson
Andi 7, Sara og Maður 1 María Jónsdóttir
Andi 8 og Beta María Geirsdóttir
Andi 9, Partýgestur og Pylsusali Arndís Guðmarsdóttir
Andi 10, Partýgestur, Leigubíll og Júlía Margrét Edda Stefánsdóttir
Andi 11 og Lögregluþjónn Helga Bergmann
Andi 12, SVR kona og Snúlli Kristín R. Magnúsdóttir
Andi 13, Dama og Lúlli Arndís Baldursdóttir
   
Hljómsveitin Syngj-andar:  
Andi 14, Bass-andi og Herra Jón Eiríksson
Andi 15 og Tromm-andi Einar Andrésson
Andi 16 og Strengj-andi Viðar B. Jóhannesson
Andi 17 og Hlægj-andi Stefán Sigvaldi Kristinsson

 

Um leikstjórann

Edda V. Guðmundsdóttir leikstjóri útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Hún hefur síðan unnið með Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar. Einnig leikið í sjónvarpi og vídeómyndum og leikstýrt á ýmsum stöðum bæði út á landi og í Reykjavík.

Þetta er í fjórða sinn sem hún leikstýrir Halaleikhópnum en hún leikstýrði „Rómeó og Ingbjörg" eftir Þorstein Guðmundsson „Allra meina bót" eftir Patrek og Pál, „Gullna hliðinu“ eftir Davíð Stefánsson og svo nú „Jónatan" en hún er einnig höfundur þess verks. Verkið samdi hún sérstaklega með Halaleikhópinn í huga

 

Starfsmenn sýningarinnar

Sýningarstjóri Kristinn Guðmundsson
Leikmynd Jón Jóhannsson, Unnur M. Sólmundardóttir, Arndís H. Guðmarsdóttir, Sóley Axelsdóttir, Arndís Baldursdóttir,Margrét Edda Stefánsdóttir, Kristín R. Magnúsdóttir og Viðar B. Jóhannsson.
Ljósmyndari Jón Tryggvason
Hvíslari Kristinn Guðmundsson
Hvíslari á æfingum Sóley Björk Axelsdóttir
Lýsing Vilhjálmur Hjálmarsson
Smiðir Sigurgeir Baldursson, Jóngeir E. Sigurðsson, Halldór Stefánsson, Árni Haukur Jóngeirsson.
Miðasala og kaffigengi Guðbjörg Björnsdóttir og Stefanía B. Björnsdóttir
Aðrir starfsmenn Hjálpandi 1 og Hjálpandi 2.

 

Eftirtöldum aðilum er þökkuð sérstök lipurð og einstök þjónusta við Halaleikhópinn:

Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Félagsmálaráðuneytið
Reykjavíkurborg Öryrkjabandalag Íslands
Bandalag íslenskra leikfélaga Sigurgeir Baldursson
Jóngeir E. Sigurðsson Halldór Stefánsson
Árni Haukur Jóngeirsson Guðmar Guðmundsson
Elvar Þ. Guðmarsson Karítas Sigurðardóttir
   
Fyrir afnot laga: Jón Múli Árnason og Magnús Eiríksson

 

Um lögin í sýningunni

Lögin í sýningunni eru gamalkunn lög eftir ýmsa höfunda svo sem Magnús Eiríksson og Jón Múla Árnason svo einhverjir séu nefndir og eru þau flutt við undirleik hljómsveitarinnar en hinir ýmsu andar sjá mestan part um sönginn ýmist með aðstoð hljómsveitarinnar eða ekki.

Úr Lesbók Morgunblaðsins 11. mars 2000

Leikdómur Þorgeirs Tryggvasonar