Gullna hliðið

Höfundur Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
Frumsýnt 16. nóv. 1996

Davíð Stefánsson skrifaði leikritið Gullna hliðið upp úr alkunnri þjóðsögu, Sálinni hans Jóns míns, en áður hafði hann ort ódauðlegt kvæði um sama efni. Þjóðsagan er einstök í sinni röð að efni og framsetningu.

Hún var prentuð í síðara bindi Íslenskra þjóðsagna og ævintýra árið 1864, en Matthías Jochumsson, sem þá var við nám í Prestaskólanum skrásetti hana. Sagan er ekki til í annarri gerð, svo að vitað sé, og gæti það bent til þess að hún sé ekki mjög gömul.

 

Um leikstjórann

Edda V. Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1977. Þetta er í þriðja sinn sem hún leikstýrir Halaleikhópnum en hún leikstýrði „Rómeó og Ingibjörg" eftir Þorstein Guðmundsson og „Allra meina bót" eftir Patrek og Pál.

 

Persónur og leikendur:

Í sömu röð og þeir komu fram

Kerlingin Ómar Bragi Walderhaug
Jón kotbóndi Jón Eiríksson
Vilborg Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Þjófur Rakel Hafsteinsdóttir
Drykkjumaður Kristinn Baldvinsson
Kona, frilla Jóns María Jóna Geirsdóttir
Óvinurinn Árni Salómonsson
Mikael höfuðengill Guðmundur Magnússon
Prestur Kristinn Baldvinsson
Faðir kerlingar Sigurður Björnsson/Jón Stefánsson
Móðir kerlingar Lilja Hrönn Halldórsdóttir
Helga, vinkona kerlingar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Bóndi Sigríður Ósk Geirsdóttir
Lykla - Pétur Oddný Sverrisdóttir
María mey Kristbjörg Þorsteinsdóttir
Englar Arndís Hrund Guðmarsdóttir
  Margrét Edda Stefánsdóttir
  Guðbjörg Halla Björnsdóttir
Púkahlátur Árni Salómonsson
   
Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir
Lýsing Vilhjálmur Hjálmarsson/Axel Örn Arnarson
Hljóð Gunnar Ólafsson
Förðun Harpa Ingólfsdóttir
Saumaskapur Guðbjörg Halla Björnsdóttir
  Elín Jónsdóttir
Aðstoðarleikstjóri Árni Salómonsson
Hvíslari Kristinn G. Guðmundsson
Smiðir Viðar B. Jóhannsson
  Ólafur Jakobsson
Hönnun plakats Hitt húsið

 

Davíð Stefánsson

Fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð 21. janúar 1895. Foreldrar hans voru Stefán Stefánsson bóndi og alþingismaður og kona hans, Ragnheiður Davíðsdóttir. Stúdentsprófi lauk Davíð frá MR 1919 og sama ár gaf hann út fyrstu ljóðabók sína Svartar fjaðrir. Sú bók hlaut fádæma vinsældir og má segja, að hann hafi unnið hug íslensku þjóðarinnar, sérstaklega yngri kynslóðarinnar, með þessari fyrstu bók.

Eftir Davíð liggja fjöldinn allur af bókum og þá sérstaklega ljóðabókum og eru þessar helstar: Svartar fjaðrir 1919, Kvæði 1922, Kveðjur 1924, Munkarnir á Möðruvöllum (leikrit) 1925, Ný kvæði 1929, Kvæðasafn I-II 1930, Í byggðum 1933, Að norðan 1936, Sólon Islandus I - II (skáldsaga um Sölva Helgason) 1940, Gullna hliðið 1941, Kvæðasafn I-III 1943, Vopn guðanna (leikrit) 1944, Ný kvæðabók 1947, Landið gleymda (leikrit) 1956, Ljóð frá liðnu sumri 1956, Í dögun 1960, Mælt mál (ritgerðarsafn) 1963, Síðustu ljóð 1966.

Davíð lést á Akureyri 1. mars 1964

 

Myndir

  • Hlidid
  • Hlidid
  • Hlidid

Um tónlistina og leikhljóð:

Í uppfærslu þessari er ekki notuð upphafleg tónlist sem skrifuð var fyrir verkið af Páli Ísólfssyni, utan Maríuvers í fjórða þætti. Önnur tónlist í verkinu er eftir Kristinn Baldvinsson, og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Þá á hann einnig heiðurinn af leikhljóðum sem notuð eru.

Krakkarnir í Stakkakoti sáu um skreytingar í sal.

 

Eftirtaldir eiga sérstakar þakkir skildar:

 

Eftirtaldir styrktu Halaleikhópinn:

 

Umsagnir