Góðverkin kalla!

Góðverkin kalla!
Eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Leikstjórar Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir
Frumsýnt 4. feb. 2011

Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa.


Bína er ekki alltaf frýnileg á svipinn


Ný hjúkka komin í bæinn


Formennirnir fara í hár saman


Drífa og Nonni hefill

 

Persónur og leikendur

Ólöf I. Davíðsdóttir
Drífa, formaður kvenfélagsins Sverðliljurar:
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
Daníel Þórhallsson
Lúðvík, maður Drífu, formaður Lóðarís:
Daníel Þórhallsson
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Jónas, formaður Dívans:
Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Dagbjört, kvenfélagskona og eiginkona Jónasar:
Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Sóley Björk Björnsdóttir
Bína, móðir Drífu og Jökuls Heiðars:
Sóley Björk Axelsdóttir
Kristinn Sveinn Axelsson
Björn, héraðslæknir:
Kristinn Sveinn Axelsson
Árni Salomonsson
Jökull Heiðar, bróðir Drífu:
Árni Salomonsson
Úlfhildur Þórarinsdóttir
Ásta, ný hjúkrunarkona:
Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir
Nonni hefill:
Gunnar Freyr Árnason
Kolbeinn Jes Vilmundarson
Skátakórinn, sölumaður og blaðburðardrengur:
Kolbeinn Jes Vilmundarson
Jón Freyr Finnsson
Hjálmar, skátakórinn:
Jón Freyr Finnsson
Silja Kjartansdóttir
Skátakórinn, rækjusölukona:
Silja Kjartansdóttir
Skátakórinn:
Stefanía Björk Björnsdóttir
Telma Kjartansdóttir
Skátakórinn, bókasölukona:
Telma Kjartansdóttir

 

Leikstýrin

Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson

Þau Oddur Bjarni og Margrét eru bæði vel menntuð á sviði leiklistarinnar en þau lærðu í Bretlandi. Hún sem leikkona og hann sem leikstjóri.

Þau hafa meðal annars starfað með leikhópnum Kláusi og leikstýrt saman viða um landið sem og leikið. Upp á síðkastið hefur Margrét til dæmis leikið í Heilsugæslunni með Kómedíuleikhúshópnum. Einnig hefur hún farið um víðan völl með Bólu – Hjálmar en sú sýning hlaut Grímu – verðlaunin.

Oddur Bjarni hefur hinsvegar bæði leikstýrt og aðstoðarleikstýrt í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig verið ötull í starfi áhugaleikhópa og sett upp á þriðja tug sýninga.

 

Höfundar

Það voru stressaðir þremenningar sem settust niður sumarið 1993 til að skrifa leikrit að beiðni Leikfélags Akureyrar. Ekki síst vegna þess að þeir höfðu nú mest lítið skrifað leikrit áður. Tóku þátt í því tveimur árum áður að skrifa revíuna Fermingarbarnamótið fyrir Hugleik, ætluðu reyndar bara að semja tónlist og söngtexta en leiddust inn í að setja saman leiktexta líka. Og árið eftir settust þeir niður með einni Hugleiksmaddömmunni og skrifuðu sitt fyrsta "alvöru" leikrit.
Alvara hefur samt aldrei hentað okkur vel sem viðfangsefni. Þannig að þegar Leikfélag Akureyrar bað okkur að skrifa skemmtunarleik í kjölfar velgengni Stútungasögu og Fermingarbarnamótsins þá var einboðið að skrifa um þann skrípaleik sem félög á borð við Lions og Rotary og Kiwanis og JC og það alltsaman er. Já og smábæjarmóralinn.

En þessi skrítnu litlu frímúrarafélög eru ekki bara skrípó. Þau bæta nefnilega heiminn. Beina orku fólks í jákvæðan farveg. Eins er með leikfélögin sem spandera ómældri orku í að búa til sýningar til að gleðja fólk. Gera heiminn betri, litríkari, skrítnari og áhugaverðari. Þannig að ég segi: Húrra fyrir Halanum, leikstjórunum og okkur höfundunum!

Þorgeir Tryggvason

 

Jökull Heiðar er skrítin skrúfa

 

Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt:

Stefanía Björk Björnsdóttir

Aðstoðarleikstjóri:

Stefanía Björk Björnsdóttir

Framkvæmdastjóri, búningar og ritstjóri leikskrár:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson
Ljósahönnun:
Vilhjálmur Hjálmarsson
Sigvaldi Heiðarsson
Ljósamaður:
Sigvaldi Heiðarsson
Einar Andrésson
Leikmyndasmíði ofl.:
Einar Andrésson
vantar mynd
Förðun:
Guðríður Ólafsdóttir
vantar mynd
Fjölmiðlafulltrúi, ljósmyndari o.fl.:
Höskuldur Höskuldsson
Friederike Andrea Hesselmann
Kynningarmál, leikmyndarmálari ofl.:
Friederike Andrea Hesselmann
Hljóðmaður ofl.:
Þröstur Jónsson
vantar mynd
Leikmyndasmiður:
Þröstur Steinþórsson
Örn Sigurðsson
Hvíslari á æfingatímabilinu:
Örn Sigurðsson
Miðasölustjóri:
Kristín M. Bjarnadóttir

 

Persónulýsingar úr handritinu

Dagbjört: Miðaldra heimavinnandi húsmóðir og kvenfélagskona. Jákvæð, góðlynd, hreinlynd, bjartsýn, réttsýn, útsýn og úrval annara kvenna.

Jónas: Maður hennar. Geðstirður besservisser og pípusvælir. Fyrrverandi barnakennari og formaður Dívansklúbbsins. Ívið eldri en frúin.

Drífa: Nágranni þeirra hjóna. Formaður kvenfélagsins Sverðliljurnar. Dugnaðarforkur með driffjaðrir á öllum. Kaldhæðin og hörð í horn að taka.

Lúðvík: Maður hennar. Formaður Lóðarísklúbbsins. Löglærður leiðindapúki með Dale-Carnegie og co. á hreinu. Óttarlega...æi já!

Jökull Heiðar: Bróðir Drífu. Sparisjóðsstjóri. Klofinn persónleiki. Ískaldur, frjálshygginn markaðs- og maurapúki að atvinnu en gjafmilt og hjálpsamt góðmenni með blæðandi hjarta í frístundum.

Ásta: Nýaðflutt hjúkrunarkona. Áhugamaður um íslenska smábæinn.

Bína: Móðir Jökuls og Drífu. Hraðlygin kellingarálft, viðsjálsgripur.

Björn: Héraðslæknir, góðgjarn og trúgjarn. Hvers manns hugljúfi.

Nonni: "Just a gigolo" Nei, bara grín. Smiður og áhyggjulaust kvennagull. Félagi í Dívans.

Skátakórinn þar kennir ýmissa grasa :-)

 

Umsagnir

Gagnrýni Harðar Sigurðarsonar um verkið birtist á leiklistarvefnum sjá hér: Góðverk á Gjaldeyri

„Sérstaklega verður síðan að nefna frammistöðu Daníels Þórhallssonar í hlutverki kokkálsins Lúðvíks. Daníel sýnir framúrskarandi gamanleik í hlutverki sínu sem hann hefur svo gersamlega á valdi sínu að Lúðvík öðlast líf á sviðinu og lifir satt að segja enn í huga þess er þetta ritar.“

 

Sérstakar þakkir

  • Sjálfsbjörg lsf.
  • Sjálfsbjargarheimilið
  • Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu
  • Leikfélagið Hugleikur
  • Þorgeir Tryggvason
  • Jón Gunnar Axelsson
  • Bára Jónsdóttir
  • Þröstur Jónsson
  • Guðjón Sigvaldason
  • Sigrún Ósk Arnardóttir
  • Jens Pétur Kjartansson
  • Svavar Sigurðsson
  • Davíð Andrésson
  • Fjarðarkaup
  • Halldóra
  • Kristín R. Magnúsdóttir

 

Einnig fá makar og nánustu aðstandendendur sérstakar þakkir fyrir þolinmæðina á tímabilinu.

Sýningar urðu 14 sú síðasta 25. mars 2011

 

Styrktaraðilar

  • SBJ
  • Obi
  • Logo