Trúðaskólinn

Eftir Friedrich Karl Waechter
Í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar
Frumsýnt 17. apríl 1999

Hópmynd

Sýning Halaleikhópsins á Trúðaskólanum var flutt í útfærslu enska leikhúsmannsins Ken Cambell á þessu vinsæla barnaleikriti. Campbell fæddist í Ilford á Englandi árið 1941 og er leikari að mennt. Hann hefur starfað jöfnum höndum sem leikari, leikstjóri og höfundur. Einleikir hans hafa vakið mikla athygli, James Vu heitir einn þeirra sem fékk m.a. Evening standard verðlaunin fyrir gamanleik og hlaut tvær tilnefningar til Oliver verðlaunanna. Nýjasti einleikur hans er Violin Time, sem notið hefur mikilla vinsælda. Barnaleikrit Campbells eru m.a. Old King Cole, Skungpoomery, Peef and Frank ´n´ Stein og Trúðar í skólaferð.

Íslenska þýðingu á Trúðaskólanum gerði Gísli Rúnar Jónsson.

Hópmynd

Trúðarnir

 

Um höfundinn

Höfundur Trúðaskólans er Friedrich Karl Waechter, fæddur árið 1937 og hefur að mestu alið manninn í Frankfurt. Hann er teiknari að mennt, sérgrein hans eru skopmyndir og teiknimyndasögur. Waechter hefur verið afkastamikill í leikhúsinu og hefur samið mörg vinsæl barnaleikrit. Einnig hefur hann samið leikverk uppúr sígildum ævintýrum og árið 1983 fékk hann Grimmsbræðra verðlaunin fyrir sagnagleði sína. Waechter hefur haft náið samstarf við Ken Campbell, sem þýddi og útfærði Trúðaskólann á ensku, því Campbell samdi annað verk um sömu trúða, Trúðar í skólaferð, og þýddi Waechter leikinn á þýsku í eigin útfærslu sem hefur verið flutt víðsvegar í heiminum.

 

Persónur og leikendur:

Prófessor Blettaskarpur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Lævís: Sigríður Ósk Geirsdóttir
Belgur: Jón Þór Ólafsson
Bóla: Guðný Alda Einarsdóttir
Dropi: Halla Lúthersdóttir/Árni Salómonsson
   
Leikstjóri: Elfar Logi Hannesson
Aðstoðarleikstjóri: Margrét Edda Stefánsdóttir
Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson/Jón Eiríksson
Ljósmyndari: Jón Tryggvason
Teikning plakats: Stefán Sigvaldi Kristinsson
Hönnun plakats: Hitt Húsið
Kaffiteríugengið: Bergþóra Guðmundsdóttir, Jón Stefánsson,
  Helga S. Harðardóttir, Guðný B. Harðardóttir

 

Um leikstjórann

Leikstjóri Trúðaskólans, Elfar Logi Hannesson, eða bara Logi, fæddist á Bíldudal árið 1971. Þar komst hann fyrst í kynni við leiklistina með Leikfélaginu Baldri og eftir það kom lítið annað til greina. Árið 1995 fór hann í víking til Danmerkur og nam þar leiklist í The Comedia School í Kaupmannahöfn. Að námi loknu hefur Einar Logi komið víða við, var kynnir Morgunsjónvarps barnanna, lék í Einstakri uppgötvun eða Búkollu í nýjum búning hjá Möguleikhúsinu, raddskúlptúrnum Ævintýr eftir Magnús Pálsson og í gamanleiknum Kómedía ópus eitt sem hann samdi ásamt Róbert Snorrasyni. Leikstjórnarverk Einars Loga eftir útskrift eru m.a. Götuleikhús Hins Hússins, Fjallabúarnir og sæbúarnir á Akranesi, Trúðasirkusinn í Stykkishólmi og Skvaldur á Egilsstöðum. Einnig hefur hann haldið fjölda trúða-, látbragðs- og leiklistarnámskeiða. Að lokum er rétt að geta útvarpsþáttanna Hér leika trúðar um völl þar sem Logi rak sögu trúðalistarinnar og fjallaði um minnisstæða trúða í gegnum tíðina.

 

Guðbjörg Björnsdóttir og María Jónsdóttir útbúa trúðahatta
Guðbjörg Björnsdóttir og María Geirsdóttir útbúa trúðahatta

Umsagnir

 

Sérstakar þakkir fá: