Innlit í Stræti - Eintöl

Stræti eftir Jim Cartwright
Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Sýningin Innlit í Stræti var frumsýnd 4. nóvember 2015

Um Eintöl

Í Innlit í Stræti eru flutt „Eintöl“ þar sem við fáum nasaþef af persónuflóru verksins gegnum eintöl nokkurra íbúa strætisins.

Við hittum Skinnið sem er bulla með ofbeldisfulla fortíð en hefur nú snúist til dharma. Prófessorinn, misheppnaður rithöfundur, fjallar um bókina sem aldrei varð til. Þarna býr Valerie, einstæð móðir sem býr við kúgun og heimilisofbeldi og drýgir tekjurnar með betli. Þá birtist Mollý, dragdrottningarmóðir dragheimsins og líf hennar í dag. Jerry, smámunasamur fyrrverandi hermaður sem dagaði uppi einhversstaðar kemur fram. Scullery er svo sögumaðurinn sem tengir alla þessa einstaklinga. Allt þetta fólk er að undirbúa sig til að fara á krána að skemmta sér.

Orðfæri persónanna getur verið gróft og ekki fyrir viðkvæma.

Eintöl

 

Persónur og leikendur

Scullery og sögumaður: Hlynur Finnbogason
Valerie / Louise: Rut Másdóttir
Prófessorinn/ pabbi Eddies / Sá sköllótti Kristinn Sveinn Axelsson
Molly: Margret Guttormsdóttir
Skinnið: Snorri Emilsson
Jerry / Roy /Brian: Gunnar Gunnarsson, Gunsó
Joey: Guðbrandur Loki Rúnarsson
Clark: Bjarki Fjarki Rúnar Gunnnarsson
Dor, Spúsa þess sköllótta: Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Helen /Mamma Joeys: Ásta Dís Guðjónsdóttir
Lesley / Alice Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Carol / Linda Katrín M. Elínborgardóttir
Maudie / Marion Margrét Eiríksdóttir
Lane Matthildur Kristmannsdóttir
Bróðir Louise / Curt Sigurður Ragnar Kristjánsson
Brenda Sóley Björk Axelsdóttir
Fred Örn Sigurðsson
Brink/ Hermaðurinn Alexander Ingi Arnarson

 

Guðjón Sigvaldason leikstjóri

Guðjón útskrifaðist frá Mountview Theatre School í Bretlandi 1987. Hann hefur leikstýrt vel yfir hundrað leiksýningum víða um landið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann vinnur með okkur hér í Halaleikhópnum, því á síðasta leikári vann hann með okkur sakamálaleikritið „Tíu litla strandaglópa“ og áður „Fílamanninn“, Kirsuberjagarðinn“ og „Gaukshreiðrið“ allt verk sem hafa unnið til verðlauna um allan heim, sem og að marka spor í ferli Halans, krafist hins ýtrasta af hópnum og fleitt honum á önnur svið. Enda var sýning okkar á Gaukshreiðrinu valin sú athygliverðasta árið 2008 og flutt við gífurlega góðar viðtökur í Þjóðleikhúsinu.

(Það hafa enn ekki, verið jafn margir áhorfendur í hjólastólum við nokkra sýningu þar, enda var allt aðgengi í leikhúsinu og gryfjan sérútbúin fyrir aðgengi fatlaðara einstaklinga í hjólastólum í tilefni þessa).

Í þetta sinn ákváðum við að takast á við enn eitt verðlaunaverk, „Stræti“ eftir Jim Cartwright, innsýn í heim neðanmálsfólks, sem gefur leikhópnum tækifæri á að kynnast enn annarri flóru af persónum, í þetta sinn frekar orðljótum og kannski ekki fyrir eyru viðkvæmra. Það er þó von okkar að þessi sýning fleyti hópnum áfram, gefi áhorfendum jafnframt tækifæri á að lifa sig inn í veröld, sem þeir hafa kannski ekki kynnst áður.

Vegleysi og firringu þeirra sem eru máttvana gagnvart því utanaðkomandi. En horfa þó til birtunnar við enda undirganganna í einlægri von. Sem og von okkar að Halaleikhópurinn standi fyrir sínu, nú sem áður og sýni að allt er öllum fært.

Guðjón Sigvaldason

Guðjón Sigvaldason

 

Jim Cartwright

Jim Cartwright er virt, breskt leikritaskáld, fæddur árið 1958. Verk hans njóta alþjóðlegra vinsæla.

Stræti er fyrsta leikverk hans og var frumsýnt 1986. Það hefur unnið til fjölda verðlauna og verið umritað fyrir sjónvarp og sýnt á BBC.

Hann er þekktur fyrir að skrifa um raunveruleika og breiskleika með frekar grófu tungumáli lágstéttar breta

Jim Cartwright

Jim Cartwright,
höfundur Strætis


Aðrir sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt

Aðstoðarleikstjóri: Margret Guttormsdóttir
Aðstoðarmaður leikstjóra, miðapantanir ofl.: Ása Hildur Guðjónsdóttir
Ljósahönnun: Vilhjálmur Hjálmarsson
Framkvæmdastjóri: Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Leikmyndasmíði: Arnar Stefánssson
Búningar ofl.: Etna Lupita
Hljóð og hljóðkeyrsla, ofl.: Einar Andrésson
Aðstoð við leikmyndasmíði Guðmundur G. Hreiðarsson
Aðstoð við leikmyndasmíði Hlynur Finnbogason
Aðstoð við allt mögulegt: Marteinn Jónsson
Förðun: Dagný Ósk Hermannsdóttir
Ljósamaður umsjón tæknibúnaðar. Jón Eiríksson
Hljóðkeyrsla Stefanía B. Björnsdóttir
Ljósmyndari: Grétar Már Axelsson
Búningarl: Hópurinn sjálfur
Leikmunir Hópurinn sjálfur
Gjaldkeri, umsjón miðasölu, hönnun plakats fyrir Eintöl Ólöf I. Davíðsdóttir
Fjölmiðlafulltrúi: Vilhjálmur Jón Guðjónsson
Fjölmiðlafulltrúi: Anna Kristine Magnúsdóttir
Miðasöludama: Sóley B. Axelsdóttir
Miðasöludama: Ólína Ólafsdóttir
Miðasöludama: Hekla Bjarnadóttir
Hönnun veggspjalds og netaugl. fyrir Joey og Clark Ása Hildur Guðjónsdóttir
Upptaka: Páll Guðjónsson

 

Eintöl

Myndir - Eintöl

  • IMG_3893
  • IMG_3900
  • IMG_3903
  • IMG_3963
  • IMG_4009
  • IMG_4026
  • IMG_4054
  • IMG_4104
  • IMG_4150
  • IMG_4165
  • IMG_4201
  • IMG_4208
  • IMG_4233
  • IMG_4235
  • IMG_4249
  • IMG_4265

 

Sagan af Joey og Clark

Í sögunni af Joey og Clark er litið inn á eitt heimilið við Strætið. Þetta er sjálfstætt verk úr strætinu sem ekki verður með í heildarverkinu sem við sýnum eftir áramót. Það er sýnt sem sjálfstætt stuttverk (ca 50 mín) . Sagan fjallar um ást samkynhneigðra, ungra manna, leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra á tímum kreppu og atvinnuleysis.

Orðfæri persónanna getur verið gróft og ekki fyrir viðkvæma.

 Persónur og leikendur eru:

Joey Guðbrandur Loki Rúnarsson
Clark Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson
Móðir Joey Ásta Dís Guðjónsdóttir

 

Innlit í Stræti - Eintöl - Sagan af Joey og Clark

 

Myndir - Sagan af Joey og Clark

  • 12nov_020
  • 12nov_061
  • 12nov_077
  • 12nov_082
  • 12nov_090k
  • 12nov_092k
  • 12nov_096
  • 12nov_099

 

Kynningarstiklur

 

 

Kærar þakkir

Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.

Makar og aðstandendur frá sértakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.

 

Styrktaraðilar

  • SBJ
  • Obi
  • Merki
  • Olgerdin_logo
  • Logo