Kokteill
Höfundur og leikstjóri: Guðjón Sigvaldason
Frumsýning 1. mars 2025.
Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari. Miðasala í síma 8975007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Leikstjórinn dró fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna
Sýningar verða laugardaginn 1. mars 2025 kl. 20.00 og sunnudaginn 2. mars kl.17.00.
Um höfundinn og leikstjórann
Höfundurinn Guðjón Sigvaldason hefur skrifað yfir fjórða tug leikverka á ferlinum.
Leikstjórinn hefur leikstýrt yfir 140 verkum á ferlinum, allt frá einleikjum til 400 manna götusýningu og allt þar á milli. Hér hjá Halaleikhópnum hefur hann unnið, m.a. Fílamanninn, Kirsuberjagarðinn, Stræti, 10 litlir Strandaglópar og Gaukshreiðrið sem var valin athygliverðasta áhugaleiksýningin árið 2008.
Þátttakendur
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Jón Gunnar Axelsson
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir
Sigurlaug Gunnarsdóttir
Vilberg (Villi) Rambau Guðnason
Gabriele Rambau Guðnason
Gunnar Jónsson
Ása Jónsdóttir
Myndir frá æfingum
Kveðja frá Bandalagi íslenskra leikfélaga
Halaleikhópurinn er aðili að BÍL, samtökum áhugaleikfélaga á Íslandi.
BÍL vinnur að þróun og eflingu leiklistar með því að stuðla að uppbyggingu og að halda á lofti gildi þeirrar reynslu sem fæst með samstarfi og í samneyti við annað fólk. Í þeim anda óskum við Halaleikhópnum til hamingju með sýninguna og ykkur, kæru áhorfendur, góðrar skemmtunar.
Stjórn og starfsfólk BÍL.
Sérstakar þakkir
Sérstakar þakkir Sjálfsbjörg lsh., Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Akkur, Sjálfsbjargarheimilið, Hertex, Sigurður og Alda hjá Fagefni, Þórður Örn Guðmundsson, Guðjón Sigvaldason, Unnur Kristleifsdóttir og Kristín Viðarsdóttir.
Halaleikhópurinn þakkar öllum, sem hafa lagt honum lið við að koma upp þessari sýningu.
Aðstandendur frá sérstakar þakkir fyrir þolinmæði á æfingatímabilinu.