Fréttir af aðalfundi - leikstjóri ráðinn

Aðalfundur Halaleikhópsins var haldinn laugardaginn 18. mai.

Staða leikhópsins er góð, mannauðurinn mikill og komandi leikár spennandi.

Í sumar verður fjárfest í nýjum staflanlegum áhorfendabekkjum sem koma til með að breyta miklu til hins betra.

Stjórn félagsins er áfram hin sama þrátt fyrir kosningu milli frambjóðenda í tvær stöður.

  • Formaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir
  • Varaform. Stefanía Björk Björnsdóttir
  • Gjaldkeri. Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
  • Ritari. Ása Hildur Guðjónsdóttir
  • Meðstj. Kristinn Sv. Axelsson
  • Varastj. Þröstur Jónsson, Þröstur Steinþórsson og Guðríður Ólafs Ólafíudóttir

Á aðalfundinum var skrifað undir ráðningarsamning við Gunnar Björn Guðmundsson en hann mun leikstýra hópnum á þessu leikári. Ekki er ákveðið hvaða verk verður tekið fyrir.

gunnar bjorn

Meðfylgjandi er mynd að leikstjóranum og formanninum við undirskrift samningsins.

Kveðja fyrir hönd Halaleikhópsins, Ása Hildur Guðjónsdóttir.