Eins og komið hefur fram þá réðum við í vor Gunnar Björn Guðmundsson til að leikstýra okkur í vetur. Undanfarna daga höfum við í stjórn ásamt Gunnari Birni lesið yfir fjöldann allan af leikritum með það í huga að setja upp í vetur. Núna er Barið í brestina gamanleikrit með söngvum eftir Guðmund Ólafsson efst á listanum. Því ætlum við að efna til samlesturs á mánudaginn 11. nóv. kl. 18.30. Í Halanum.

Nánar ...

„Þetta er fjörleg uppfærsla á skemmtilegu og umhugsunarverðu leikriti og Halaleikhópurinn leysir sitt verk af hendi með glæsibrag“ eru lokaorðin í umfjöllun um uppsetningu Halaleikhópsins á Ástandinu, sögur kvenna frá hernámsárnunum.

Nánar ...

Líf og fjör er núna hjá Halaleikhópnum sem æfir leikritið „Ástandið - sögur kvenna frá hernámsárunum“ eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brynhildi Olgeirsdóttur. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

Nánar ...
Halaleikhópurinn hefur ráðið  Sigrúnu  Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur

Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 29. sept. kl. 15.00 í Halanum Hátúni 12.

Nýráðinn leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir kemur og kynnir sig og verkefni næsta vetrar. Og segir okkur hvernig hún mun haga starfinu í vetur. Því er mikilvægt að allir sem langa til að vera með komi og hlusti og ræði svo við leikstjórann.

Nánar ...

Á aðalfundi Halaleikhópsins 7. maí 2018 var kosin ný stjórn:

Formaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri Herdís Ragna Þorgeirsdóttir
Ritari Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi Kristinn Sveinn Axelsson

Nánar ...