Fréttir 2010

Fréttir af vef Halaleikhópsins 2010

18. jan. 2011
 

Fréttatilkynning

 

Halaleikhópurinn vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu sinni á verkinu ,,Góðverkin kalla!“ eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, en allir eru þeir meðlimir Ljótu Hálfvitanna og ekki er þetta í fyrsta skipti þar sem meðlimir þeirra sveitar koma að uppsetningu leikverka fyrir Halaleikhópinn með einhverjum hætti. Þess má til gamans geta að leikstjórar þetta leikárið eru að þessu sinni tveir, þau Oddur Bjarni Þorkelsson meðlimur Ljótu Hálfvitanna og Margrét Sverrisdóttir.

Stefnt er að frumsýningu 4. febrúar. Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa.

Leikstýrin, þau Oddur og Margrét eru bæði vel menntuð á sviði leiklistarinnar en þau lærðu í Bretlandi. Hún sem leikkona og hann sem leikstjóri. Þau hafa meðal annars starfað með leikhópnum Kláusi og leikstýrt saman víða um landið sem og leikið. Upp á síðkastið hefur Margrét sem dæmi leikið í Heilsugæslunni með Kómedíuleikhúshópnum. Einnig hefur hún farið um víðann völl með Bólu – Hjálmar en sú sýning hlaut Grímu – verðlaunin. Oddur Bjarni hefur hinsvegar bæði leikstýrt, aðstoðarleikstýrt sem og leikið í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig verið ötull í starfi áhugaleikhópa og sett upp á þriðja tug sýninga.

 
Miðasalan hefst 1. feb. nk. og verður auglýst nánar hér.
 

 

10. des. 2010

jol

Halaleikhópurinn sendir ykkur sínar bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Við þökkum samstarfið og hlýjuna á liðnu ári. Og hlökkum til að sjá ykkur á nýárinu í Halanum.

Við stefnum að frumsýningu í byrjun febrúar 2011 á Góðverkin kalla! eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjórar eru þau Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir.

jol
8. nov. 2010

Æfingar hafnar á Góðverkin kalla!
Framkvæmdastjóri óskast

Hlátrasköll glumdu um húsnæði Halaleikhópsins alla síðustu viku meðan verið var að leiklesa Góðverkin kalla. Leikritið þykir afar fyndið og aldrei þessu vant var offramboð af leikurum og því vandinn mikill sem lagður var á leikstjórana Odd Bjarna og Margréti. En í gær var valið í helstu hlutverk og spennan var mikil. Þegar aðeins verður liðið á æfingatímabilið verður bætt við leikurum í aukahlutverk ofl. Stjórn er líka búin að skipa í nokkur hlutverk en enn vantar framkvæmdastjóra og lýsum við eftir honum.Komin er sér síða fyrir Góðverkin kalla, þar inni má sjá hlutverkaskipanina.
 

Afmælisnefnd vegna 20 ára afmælis

Halaleikhópsins 27. sept. 2012

 
Stjórn hefur skipað þau Árna Salomonsson, Unni Maríu Sólmundardóttur og Örn Sigurðsson í afmælisnefnd vegna 20 ára afmælis Halaleikhópsins þann 27. sept. 2012. Nefndin er búin að hittast einu sinni, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þau veltu upp hinum ýmsu hugmyndum en byrjuðu á að láta stofna netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og óskar eftir að félagar sendi inn tillögur eða hugmyndir sem þeir sjá fyrir sér að atburðum í tilefni afmælisins eða annarri starfsemi leikhópsins.

 

 
28. okt. 2010

Fyrsti samlestur á Góðverkin kalla!

Viltu starfa með glöðum hópi?. Nú er tækifærið að taka þátt í uppsetningu á bráðskemmtilegu leikriti með Halaleikhópnum. Mánudaginn 1. nóv. Kl. 19.30 til 21.30 verður fyrsti samlestur á Góðverkin kalla! eftir þá Þorgeir Tryggvason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson. Í leikstjórn þeirra Odds Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Í Halanum Hátúni 12. Bæði höfundar og leikstjórar eru úr þeim kunnu gleðisveitum Ljótu Hálfvitunum og Túpílökum, svo þau kunna tökin á kátínunni...

Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa.

Þegar setja á upp leikrit í fullri lengd þarf mikinn mannskap á hinu ýmsu pósta leikfélagsins. Við erum komin með tvo frábæra leikstjóra sem ætla að sameinast um leikstýra okkur. Nú vantar leikara, framkvæmdastjóra, fjölmiðlafulltrúa, ljósamenn, hljóðmenn og fólk til að sinna hinum ýmsu verkum eins og förðun, búningar, hárgreiðslu, kaffiumsjón, sviðsmenn, leikmunaverði, ljósmyndara, upptökufólk, leikmyndahönnuði, smiði, málara, tónlistarmenn, hvíslara, miðasölustjóra, miðasölufólk, leikskrárstjóra, einhvern til að brjóta um leikskrána, hanna plakat og kynningarefni, einhverja til að taka að sér þrif, aðstoðarfólk við hin ýmsu verk.

Upptalningin gæti verið endalaus enda eru handtökin við að þetta ansi mörg og því mikilvægt að allir sem vettlingi geti valdið komi að verkefninu. Launin eru svo tóm gleði og ánægja við að vinna saman að skemmtilegu verkefni ekki veitir af á þessum tímum. Við ætlum sem sagt að segja skammdeginu og kreppunni stríð á hendur og hefja vinnusaman vetur í Halanum, fullan af gleði.

Ef þú vilt taka þátt en kemst ekki þá hafðu samband við stjórn og láttu vita af þér. Allir eru velkomnir. Næsti samlestur verður svo á miðvikudaginn 2. nóv. kl. 19.30 til 21.30. Við ætlum að haga æfingartímabilinu þannig að við æfum í nóvember, tökum svo frí í desember, en förum svo á fullt strax eftir áramót og stefnum að frumsýningu í lok janúar eða byrjun febrúar 2011.

Kveðja stjórn Halaleikhópsins

21. okt. 2010

Leiklistarnámskeið í fullum gangi

         
Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson leikstjórar   Frá félagsfundi 2. okt. 2010

 

Nú er hafið námskeið hjá Halaleikhópnum með yfirskriftinni Hvernig skapar maður persónu?
Námskeiðið er hugsað til að hrista saman leikhópinn og búa undir vinnu vetrarins. Þátttakendur verða síðan leiddir gegnum æfingar og aðferðir við að skapa persónur, bæði frá grunni og eftir handriti. Farið verður í raddbeitingu, notkun á leikmunum, líkamsbeitingu og búningum. Metþátttaka er á námskeiðinu.

Í byrjun nóvember verður svo hafist handa við að setja upp Góðverkin kalla! eftir þá Þorgeir Tryggason, Sævar Sigurgeirsson og Ármann Guðmundsson. Í leikstjórn þeirra Odds Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Sverrisdóttur. Fyrsti samlestur verður auglýstur hér á síðunni. Fyrirkomulag æfingatímabilsins verður svipað og síðustu ár.

Góðverkin kalla! er gamanleikrit sem gerist á Gjaldeyri við Ystunöf þar sem lífið snýst um góðverk. Allir sem ekki hafa tapað glórunni, lifa fyrir starfsemi góðgerðafélaga sem eru mörg á Gjaldeyri við Ystunöf. Segja má frá því að ný hjúkrunarkona kemur til bæjarins, og er tekið opnum örmum af ýmsum íbúum sveitarfélagsins. Sjúkrahúsið á afmæli og það þarf að finna veglega gjöf handa því, a.m.k. veglegri en það sem hin félögin gefa.

 

Félagsfundur og partý 2. okt. kl. 20.00

Margrét Sverrisdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Hanna Margrét Kristleifsdóttir undirrita samningana.

 

Laugardaginn 2. okt. nk. verður félagsfundur í Halanum, Hátúni 12. Kl. 20.00

Dagskrá:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Nýir leikstjórar Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir kynna sig
  • Leiklistarnámskeið kynnt
  • Leikrit vetrarins “Góðverkin kalla„ kynnt
  • Önnur mál

Að loknum félagsfundinum verður svo Halapartý með hefðbundnu sniði.

Nýir félagar eru velkomnir

Leiklistar námskeið

Með yfirskriftinni Hvernig skapar maður persónu?
Námskeið til að hrista saman leikhópinn og búa undir vinnu vetrarins. Þátttakendur verða síðan leiddir gegnum æfingar og aðferðir við að skapa persónur, bæði frá grunni og eftir handriti. Farið verður í raddbeitingu, notkun á leikmunum, líkamsbeitingu og búningum. Einu skilyrðin eru að þáttakendur mæti óundirbúnir og tilbúnir að leika sér og hafa gaman. Nánar kynnt á félagsfundinum.

Námskeiðið hefst 20. okt. og stendur í 2 vikur eða 20 tíma alls. Verð kr. 3000 fyrir skuldlausa félagsmenn en 6000 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir. Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 897-5007

 

Útsending Halafrétta

 
Undanfarin ár hafa verið send út fréttabréf þegar þurfa þykir ýmist í tölvupósti eða bréfpósti, stundum bæði. Það hefur verið gert til þess að við séum örugg um að allir félagar fái nýjustu upplýsingar um hvað er á döfinni hjá leikhópnum. Sem ein að fjölmörgum sparnaðarleiðum okkar viljum við bjóða ykkur að afpanta bréfpóstinn með því að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þeir sem það gera fá framvegis einungis send fréttabréf í tölvupósti. Einnig viljum við biðja ykkur um að láta okkur vita ef netfang, heimilisfang eða símanúmer ykkar breytist.

Vetrarstarfið að hefjast

Margrét Sverrisdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Hanna Margrét Kristleifsdóttir undirrita samningana.

 

Í gær var skrifað undir samninga við 2 leikstjóra sem ætla að vinna með okkur í vetur. Það eru þau Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir. Ætlunin er að halda leiklistarnámskeið seinni partinn í október þar sem farið verður í karaktersköpun. Stóra verkefni vetrarins verður svo Góðverkin kalla eftir þríeykið Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason og Sævar Sigurgeirsson. Æfingar hefjast í nóvember, svo verður tekið frí í desember og æft í janúar. Stefnt að frumsýningu í byrjun febrúar. Félagsfundur verður í byrjun október og partý :-) Allt verður þetta auglýst nánar á næstu dögum.

HALADAGUR Í KRIKA - Pikknikk og leikir

Laugardaginn 3. júlí nk. ætlum við að hafa Haladag í Krika við Elliðavatn. Undanfarin ár höfum við hist reglulega í sumarhúsi Sjálfsbjargar og skemmt okkur við leiklestur, grill, söng og ýmislegt fleira. Öll skemmtiatriði eru velkomin, stjórn kemur með einhver stuttverk úr kassanum góða til að leiklesa. Ef þið lumið á stuttverkum þá endilega komið með þau. Við stefnum á að hittast um kl. 14.00 og láta svo bara dagskrána ráðast af þeim sem mæta.

Seinni partinn drögum við fram grillið og borðum saman. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig og svo hjálpumst við bara að, en líka er hægt að kaupa pylsur til að grilla í Krikanum og gos. Ath. að það er ekki posi í Krika. Söngolíu koma þeir svo með sem vilja. Opið verður eins lengi og stemmingin verður góð. Ekki er verra ef fólk mætir í búningum og með hljóðfæri

Kriki stendur við Elliðahvammsveg. Þegar keyrt er upp Breiðholtsbrautina er farið fram hjá Fellahverfinu og áfram og beygt inn á Vatnsendaveg hjá Hestar og menn, þar er keyrt eftir honum eins og hann liggur í hlykkjum og þegar komið er að hringtorgi no. 3, þessu með stuðlabergssteinunum er beygt þar niður sem stendur Elliðahvammur. Sá vegur er keyrður eins langt og malbikið nær og aðeins lengra yfir smá þvottabrettishæð, þá birtist á vinstri hlið hvítt hús með sólpalli í kring, Þá ertu komin í Krikann. Strætó nr. 28 stoppar við hringtorgið, þaðan er um 700 m. gangur.

Á www.kriki.bloggar.is má sjá nánari leiðarlýsingu og ýmislegt um Krika. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti

INNHEIMTA FÉLAGSGJALDA:

Á aðalfundi Halaleikhópsins 20. maí sl. var samþykkt að hækka árgjaldið í 2000 kr. og hafa svipað fyrirkomulag og síðustu ár. Það er að senda út greiðsluseðla í haust.

Ákveðið var jafnframt að veita 200 kr. afslátt til þeirra sem greiða fyrir þann tíma. Sem sagt ef þú greiðir með því að millifæra fyrir 15. ágúst er árgjaldið 1800 kr. Ath. að ef greitt er með greiðsluseðli leggst seðilgjald einnig á árgjaldið. Reiknisnúmer fyrir félagsgjöldin er 1175- 26 – 9976 og kennitalan 421192-2279. Vinsamlega setjið ykkar kennitölu í skýringareitinn.

DVD diskar

Enn hefur ekki unnist tími til að fara í gegnum eldir DVD diska en stjórn er með það á verkefnaskrá sinni að ljúka þeirri vinnu. Því biðjum við félagsmenn sem vantar inní safnið að sýna smá biðlund enn, við ætlum að taka okkur sumarfrí eftir annasamt leikár en förum í þetta með haustinu.

En það eru tilbúnir DVD diskar af því sem var gert síðasta leikár

Hægt er að panta þá hjá gjaldkera This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og greiða inná reikning no. 0546 – 14 – 600440 og kennitalan er 421192-2279, munið að setja kennitölu ykkar og hvaða disk verið er að borga fyrir í skýringarreitinn. Diskarnir kosta: Haustleikarnir 1200 kr. Sjöundá 2000 kr. og Vorhristingur 1200 kr. Kristín ætlar að afhenda þá diska sem búið er að greiða fyrir í Halanum fimmtudaginn 8. júlí. Milli 18.00 og 20.00. Vakin er athygli á því að nú eins og undanfarin ár mun allur ágóði af sölu diskanna renna í Steindórssjóð sem er sjóður sem er notaður til að byggja upp ljósa og tækni deildina okkar.

 

Hanna Margrét Kristleifsdóttir nýr formaður

Á aðalfundi 20. maí sl. var Hanna Margrét Kristleifsdóttir kosin formaður Halaleikhópsins, Ása Hildur Guðjónsdóttir var kosin ritari, Guðríður Ólafsdóttir var kosin meðstjórnandi og Þröstur Jónsson var kosinn 1. varamaður. Stjórn vill þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar þar sem var farið yfir stöðu mála var meðal annars ákveðið að hafa tiltektardag í Halanum fimmtudaginn 3. júní kl. 17.00 og fram eftir kvöldi.

Einnig var ákveðið að hafa tvo Haladaga í Krika í sumar þann fyrri laugardaginn 3. júlí nk. og stefnt að því að halda hinn seinni líklega 21. ágúst. Það verður auglýst nánar þegar nær líður.

Núverandi stjórn :

trúður Formaður Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Varaformaður Höskuldur Höskuldsson
Gjaldkeri Kristín M. Bjarnadóttir
Ritari Ása Hildur Guðjónsdóttir
Meðstjórnandi Guðríður Ólafsdóttir
Varamaður 1 Þröstur Jónsson
Varamaður 2 Einar Andrésson
Varamaður 3 Elísa Ósk Halldórsdóttir
   
Skoðunarmenn reikninga:  
  Grétar Pétur Geirsson
  Kristín R. Magnúsdóttir
 

 

Aðalfundur Halaleikhópsins

fimmtudaginn 20. maí 2010 kl. 20.00
í Rauða salnum Hátúni 12
gengið inn að vestanverðu

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.
6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveir skoðunarmenn reikninga.
8. Önnur mál

Núverandi stjórn :

Formaður Ása Hildur Guðjónsdóttir kosin til tveggja ára 2008
Varaformaður Höskuldur Höskuldsson kosinn til tveggja ára 2009
Gjaldkeri Kristín M. Bjarnadóttir kosin til tveggja ára 2009
Ritari Anna Guðrún Sigurðardóttir kosin til eins árs 2009
Meðstjórnandi Stefanía B. Björnsdóttir kosin til tveggja ára 2008
Varamaður 1 Guðríður Ólafsdóttir kosin til tveggja ára 2008
Varamaður 2 Einar Andrésson kosinn til tveggja ára 2009
Varamaður 3 Elísa Ósk Halldórsdóttir kosin til tveggja ára 2009
     
Skoðunarmenn reikninga:    
  Grétar Pétur Geirsson kosinn til tveggja ára 2009
  Kristín R. Magnúsdóttir kosin til tveggja ára 2009

Því þarf að kjósa um formann, ritara, meðstjórnanda og einn varamann.

Því er auglýst eftir framboðum í eftirfarandi embætti:

Formann til tveggja ára.
Ritara til tveggja ára
Meðstjórnanda til tveggja ára
Varamann til tveggja ára

Skv. lögum félagsins geta allir fullgildir félagsmenn gefið kost á sér í þessi embætti á fundinum.
Nú er kjörið tækifæri fyrir nýtt fólk að gefa kost á sér í stjórn. Lög félagsins má finna á vefnum okkar www.halaleikhopurinn.is/log.htm

 

 
24. mars 2010

Þankaroksfundur

Mánudaginn 29. mars kl. 20.00 í Halanum
 

Nú er sýningum á hinni margrómuðu Sjöundá lokið og tími til að huga að næstu skrefum. Ákveðið var að boða til fundar þar sem félagsmenn geta komið hugmyndum sínum á framfæri við stjórn.

Í lokahófi Sjöundár komu fram sterkar tillögur um að halda fjáröflunar Kaffileikhús í vor. Ekki veitir af að hala inn peningum ef félagsmenn eru til í það. Einnig þarf að huga að næsta leikári, hvað viljum við gera, hvernig verk, hvaða leikstjóra og svo framvegis.

Þetta er frábært tækifæri til að koma handritum á framfæri og láta leiklesa td. Flott að fá að spreyta sig í leikstjórn, taka fyrstu skrefin á sviðinu, lýsa sýningu, hanna búninga, halda utan um verkefni, sinna kynningarmálum, flytja tónlist, ljóð, gjörning, uppistand eða hvaðeina sem félagsmenn eru að bauka.

Ljóst er að við förum ekki af stað með undirbúning undir Kaffileikhús nema manna fyrirfram alla pósta, leikstjórn, handrit, ljós, búninga, förðun, kynningarmál, og svo má lengi telja. Því er mikilvægt að sem flestir komi á fundinn og leggi í púkk hugmyndir fyrir stjórn að vinna eftir. Dagsetning yrði þá 8. og 9. maí eða 14. og 15. maí.

Einnig kom upp hugmynd um að halda Eurovision partý, gaman væri að heyra hvort áhugi er fyrir því líka. Lokakeppnin verður 29. maí. Og ýmislegt fleira má eflaust gera.

Sjáumst hress á mánudaginn og munið að við tökum við flöskum og dósum í sjóðinn okkar. Í þetta sinn verður fundarboðið bara sentí tölvupósti og birt hér svo endileg látið þetta berast og smalið á þankaroksfundinn.

Nýjir félagar eru velkomnir.

 

26. mars 2010

Alþjóðlegi leiklistardagurinn 27. mars

 

Ávörp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars

Leiklistarsamband Íslands hefur ávallt fengið íslenskan leikhúslistamann til að semja sérstakt ávarp í tilefni Alþjóðlega leiklistardagsins. Hefur sú hefð skapast að það hafi verið flutt af höfundi í útvarpi þann dag, sem og af stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir sýningu. Þá hafa leikhúslistamenn um allt land stigið fram fyrir tjöld leikhúsa sinna og flutt ávarpið íslenska þetta kvöld. Ávarpið semur að þessu sinni Ragnheiður Skúladóttir, deildarforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands.

Frá árinu 1962 hefur Alþjóðlegi leiklistardagurinn verið haldinn hátíðlegur um allan heim. Þá hefur heimskunnur leikhúslistamaður verið fenginn til að semja ávarp í tilefni dagsins af Alþjóða leiklistarstofnuninni, ITI, sem hefur aðsetur í Unesco-byggingunni í París. Að þessu sinni er það Dame Judy Dench leikkona.

Íslenska ávarpið:

Er það ekki merkilegt að í samfélagi okkar, þar sem hinn svokallaði hvunndagur glottir við manni að morgni og æpir: „IceSave“! eða: „Eldgos“! ... já, er það ekki merkilegt að í okkar daglega amstri; þéttriðnu neti upplýsinga, álitamála, greinargerða, fésbókarfærslna, tölvuskeyta og smáskilaboða ... skuli leynast leiksvið?

Er það ekki undarlegt að við, sem reynum eftir fremsta megni að halda okkur í sömu vídd og okkur var úthlutað við fæðingu, skulum sammælast um að kóróna raunveruleikann með leikhúsum, sem eru til þess eins gerð að hýsa skáldlega úttekt á þeim flóknu og oft tröllvöxnu sendingum sem tíminn þeytir í átt til okkar hvort heldur sem er í vöku eða í draumi? Eða hvað?

Við tölum um leiklist og eigum með því við athafnirnar sem áhorfendur verða vitni að í leikhúsi. Þó á leiklistin sér ekki aðrar forsendur en skynjun og túlkun áhorfandans á hreyfingum og orðum þeirra sem standa á sviðinu í hvert sinn. Vegna þess að leiklistin er í raun átak áhorfenda og leikenda. Kjarni hennar felst í samkomulagi beggja aðila um að gera tilraun til þess að skapa sameiginlega reynslu, án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að tilraunin takist, enda upplifun áhorfenda af atvikum á leiksviði – sjónarhorn og afstaða – bundin persónu þeirra og lífsreynslu. En þegar tilraunin ber árangur – og það gerist vissulega stundum – þá gerast lítil kraftaverk. Það sem virtist svo órætt og óljóst breytist í allt að því áþreifanlega staðreynd.

Þá skilur maður loks að ástæða þess að við höfum sammælst um að hafa sérstök leiksvið, leikhús og skapa leiklist er sú að það er í eðli okkar að vilja túlka veruleikann í kringum okkur og upplifun okkar af honum. Við höfum þörf fyrir að líta um öxl, endurmeta stöðu okkar, gagnrýna gjörðir okkar og hegðun og við þráum að setja flókna og – að því er virðist – fullkomlega óskylda hluti í samhengi. Til þess að skilja það sem sýnist óskiljanlegt.

Ragnheiður Skúladóttir
Deildarforseti leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands

Alheimsávarpið:

Alþjóða leiklistardagurinn gefur okkur tækifæri til að fagna leiklist eins og hún birtist okkur í ógrynni mynda.
 Leiklist er uppsprettulind skemmtunar og andagiftar og gefur færi á að sameina ólíkar menningararfleifðir og þjóðir sem fyrirfinnast vítt og breitt um heiminn. En leiklist er líka meira en það, því með leiklistinni gefst tækifæri til að fræða og upplýsa.

Leiklist er flutt víðsvegar um heiminn og ekki alltaf í hefðbundnum leikhúsbyggingum. Leiksýning getur birst okkur í litlu þorpi í Afríku, í skjóli fjalls í Armeníu, á agnarsmárri eyju í Kyrrahafinu. Allt sem þarf er rými og áhorfendur. 
Leiklist kallar fram bros á andlitum okkar, fær okkur til að tárast, en ekki síst fær hún okkur til að hugsa og bregðast við.

Leiklist verður til í samvinnu. Leikararnir eru þeir sem sjást, en þeir eru undra margir sem ekki sjást og eru allir jafn mikilvægir og leikararnir. Það munar um þá og fyrir hæfileika þeirra verður leiksýning að veruleika. Þeir eiga líka allan heiður skilinn þegar við fögnum og gleðjumst yfir þeim sigrum sem leiklistin vonandi skilar í höfn í dagslok.

27. mars er hinn opinberi alþjóðadagur leiklistarinnar. Hver dagur ársins ætti skilið að vera sá dagur; dagur leiklistarinnar. Því það er á okkar ábyrgð að viðhalda stöðugt hefðinni að skemmta, að fræða og upplýsa áhorfendur okkar, þá sem öll okkar tilvist byggir á.

Íslensk þýðing: Viðar Eggertsson.

Höfundur ávarps Alþjóða leiklistardagsins í ár er ein af virtustu og dáðustu leikkonum Bretlands, Dame Judith Olivia Dench, betur þekkt sem Judi Dench. Hún hefur borið hróður bresks leikhús um álfur heims og hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir list sína á leiksviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Árið 1988 var hún öðluð af Englandsdrottningu og hlaut þá nafnbótina Lafði breska konungríkisins. Hún hefur hlotið tíu BAFTA verðlaun, Laurence Olivier verðlaunin sjö sinnum, tvisvar sinnum Screen Actors Guild verðlaunin, tvenn Golden Glope verðlaun, Tony verðlaun og Óskarsverðlaun fyrir list sína

 

 

24. mars 2010

Steinunn Sveinsdóttir kvödd

 
úr Hólavallakirkjugarði
 

Fyrir lokasýningu á Sjöundá fór hópur leikara að kveðja Steinunni Sveinsdóttur í Hólavallakirkjugarði og þakka henni fyrir. Við færðum henni rósir og sungum sálminn úr leikritinu.

Ef þig, manneskjan, mæðir.

Ef þið manneskjan, mæðir mótlætisbára,
Djöfull og heljan hræðir með hugraun sára.
Jesús gjörvalla græðir, guðs orð best þar um
Ræðir með kraptinn klára

 

23. mars 2010

Sjöundá - Svartfugl Gunnars Gunnarssonar

Leikgerð Ágústa Skúladóttir, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn
Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
 

 

Sýningum á Sjöundá er lokið, sýningar urðu 12

Allra síðasta sýning:


Miðaverð er 1500 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Hópafsláttur er veittur fyrir 10 manns eða fleiri séu miðarnir greiddir fyrirfram.
Ef keypt er heil sýning, 50 sæti þá kostar sýningin 50.000 kr.

Miðasala er í síma 897-5007 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ummæli frumsýningargesta:

Það var algerlega frábært og ég var nokkuð lengi að jafna mig á eftir. Þetta verk ættu allir að sjá “ . - Kolbrún Stefánsdóttir.

Stefán Baldursson - „Sá ótrúlega áhrifamikla sýningu Halaleikhópsins á Svartfugli í gærkvöldi. Einhver besta áhugaleiksýning síðari ára!“

Sálartetrið naut afar góðrar leiksýningar Halaleikhópsins í gær, Frábær leikhúsupplifun. Milli þessa verks og samtímans liggur strengur sem ýtir við manni. Látið þessa sýningu ekki fram hjá ykkur fara! ... “- Ragnar Gunnar Þórhallsson.

... „ Mjög fín sýning og stórvel leikin. Mæli með henni fyrir alla leiklistarunnendur og aðdáendur Gunnars Gunnarssonar. Hún fær fjóra svartfugla hjá mér “- Þorsteinn Guðmundsson:

Þetta er ein besta sýning sem ég hef séð lengi “ . - Jón Eiríksson.

Gagnrýni Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur af leiklistarvefnum má sjá HÉR
Ummæli Kolbrúnar Stefánsdóttur má finna HÉR
Leikdóm Ingibjargar Elsu Björnsdóttur má finna HÉR
Gagnrýni Bryndísar Schram á Pessunni má finna HÉR
Ummæli Séra Bjarna Karlssonar má finna HÉR

Um er að ræða nýja leikgerð eftir Ágústu Skúladóttur leikstjóra og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við leikhópinn. Verkið fjallar um eitt þekktasta sakamál Íslandssögunnar, morðin á Sjöundá og réttarhöldin yfir þeim Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur, en þeim var gefið að sök að hafa lagt á ráðin og banað mökum sínum. Tónlist og áhrifshljóð í verkinu er samin af þeim Einari Andréssyni og Einari Melax og eru flutt “live” þar sem spilað verður á gömbu, steinaspil, ferðaharmoníum og borðhörpu.

Þetta er fyrsta uppsetning Ágústu með Halaleikhópnum en leiðir hennar og Þorgeirs, sem þekktur er úr hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum, hafa oft legið saman í leikhúsunum og má þar nefna GRIMMS hjá Leikfélagi Kópavogs sem valin var athyglisverðasta áhugasýning ársins 2003 og Grímuverðlauna barnasýningarnar KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR (Þjóðleikhúsið 2005) og BÓLU HJÁLMAR (Stoppleikhúsið 2009) en í þeim tveimur síðarnefndu var Þorgeir einn höfunda.

Sýningin er um 2 tímar í flutningi með hléi.

 

 
 
5. mars 2010

Félagsfundur

Miðvikudaginn 10. mars 2010, kl. 20.00 í Halanum.

     
Leiklistarskóli BÍL   Eins og félagar vita þá hefur það verið baráttumál okkar mörg undangengin ár að Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga verði fluttur í aðgengilegra húsnæði. Þannig að okkar fólk ætti jafna möguleika til þátttöku í þessum marg rómaða skóla. Nú er svo komið að skólinn flytur að Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu. Af því tilefni bað ég skólanefndina að koma á fund með okkur og kynna skólann fyrir okkur. Er það von mín að þetta verði tilefni til þess að loksins geti félagar okkar tekið virkan þátt í þessu mikilsverða starfi sem er svo mikilvægt fyrir leikhópinn í heild sinni.
     
Úr fréttabréfi BÍL:

Bandalagsskólinn flytur!

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga verður ekki í Svarfaðardalnum næsta sumar. Við erum búin að leita árum saman að stað sem hefur betra aðgengi fyrir fatlaða en kostar ekki mikið meira en Húsabakki og síðasta ráðið var að auglýsa hjá öllum sveitarfélögunum á landinu. Okkur bárust fjölmörg svör en aðeins eitt mætti okkar kröfum að mestu. Það var frá Húnavallaskóla í Húnavatnshreppi. Þið getið skoðað aðstöðuna á vefslóðinni http://www.hotelhunavellir.is/

Í sumar er áformað að halda þrjú námskeið að Húnavöllum dagana 12. til 20. júní; Leikstjórn I, kennari Sigrún Valbergsdóttir, Leiklist I, kennari Ágústa Skúladóttir og framhald af söngnámskeiðinu frá síðasta sumri, Röddin í leikhúsinu, kennari Þórhildur Örvarsdóttir. Skólabæklingurinn verður sendur út eins og venjulega þann 8. mars, 10 eintök til hvers félags (formanns) og hefjast skráningar þann 15. mars. Þeim lýkur 15. apríl að venju.

Það verður spennandi að hefja skólastarfið á nýjum stað þótt eftirsjá sé að Svarvaðardalnum og fólkinu þar sem hefur verið okkur ómetanlegt öll þessi 13 ár.

 

21. feb . 2010

Sjöundá hlýtur góða dóma

 
 

 

Uppfærsla Halaleikhópsins á ,,Sjöundá – Svartfugl Gunnars Gunnarssonar“ hefur fengið mjög góðar móttökur. Óhætt er að segja að áhorfendur voru mjög ánægðir með sýninguna og túlkun leikhópsins á sögunni.

Ummæli frumsýningargesta:

Það var algerlega frábært og ég var nokkuð lengi að jafna mig á eftir. Þetta verk ættu allir að sjá “ . - Kolbrún Stefánsdóttir.

Stefán Baldursson - „Sá ótrúlega áhrifamikla sýningu Halaleikhópsins á Svartfugli í gærkvöldi. Einhver besta áhugaleiksýning síðari ára!“

Sálartetrið naut afar góðrar leiksýningar Halaleikhópsins í gær, Frábær leikhúsupplifun. Milli þessa verks og samtímans liggur strengur sem ýtir við manni. Látið þessa sýningu ekki fram hjá ykkur fara! ... “- Ragnar Gunnar Þórhallsson.

... „ Mjög fín sýning og stórvel leikin. Mæli með henni fyrir alla leiklistarunnendur og aðdáendur Gunnars Gunnarssonar. Hún fær fjóra svartfugla hjá mér “- Þorsteinn Guðmundsson:

Þetta er ein besta sýning sem ég hef séð lengi “ . - Jón Eiríksson.

Gagnrýni Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur af leiklistarvefnum má sjá HÉR
Ummæli Kolbrúnar Stefánsdóttur má finna HÉR
Leikdóm Ingibjargar Elsu Björnsdóttur má finna HÉR

Fleiri ummæli:

Jóna Sigríður Marvinsdóttir - „ Fórum á sýningu Halaleikhópsins á verkinu Sjöundá-Svartfugl. Þetta er frábær uppfærsla hjá þeim, Leikurinn góður og allt annað í plús. Ég lifði mig inn í söguna og sá að það gerðu fleiri. Sem sagt frábært hjá þeim. Látið þessa sýningu ekki fram hjá ykkur fara“.

Kristján Helgason - „Stórkostleg sýning, frábær leikur, takk fyrir mig“.

Hulda B Hakonardottir - „Halaleikhópurinn fer óskaplega fallega og vel með "Sjöundá" - ef hægt er að orða það þannig um þá dapurlegu atburði sem þar áttu sér stað. Halinn rúllar!“