Aðalfundur Halaleikhópsins 2021 frestast

Aðalfundur Halaleikhópsins sem átti að vera í kvöld 3 maí verður frestað vegna sóttvarnareglna. Þá mega aðeins 20 manns vera á fundinum. Við auglýsum nýjan tíma þegar reglur rýmkast.

En við höldum okkar striki og verðum með samlestur á tveim leikritum kl. 19.30 í Halanum. Þar mega koma 100 manns saman.

Lesin verða leikritin Ábrystir með kanil eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brostu vinan eftir Kristínu Steinsdóttir.