Innlit í Stræti

Innlit í Stræti sýningarplan:
Eintöl föstudaginn 20. nóv. kl. 20.00 miðaverð 1000 kr.
Sagan af Joey og Clark föstudaginn 4. des. kl. 20.00 miðaverð 1500 kr.
Sagan af Joey og Clark laugardaginn 5. des. kl. 20.00 miðaverð 1500 kr.
         

Miðasala í síma 897-5007 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Sýnt er í Halanum leikhúsi Halaleikhópsins Hátúni 12, 105 Reykjavík.

Nánar um verkið er að finna hér

Í lok janúar 2016 setur Halaleikhópurinn á svið leikritið „Stræti“ eftir Jim Cartwright í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

Leikritið gerist á einu kvöldi á tímum kreppu og atvinnuleysis. Þetta kvöld kynnumst við íbúum við strætið og sögum þeirra. Fátækt, örlög og lífið sem speglast í þessum persónum á erfiðum tímum er sannfærandi átakasaga með kómísku ívafi.

Orðfæri persónanna getur verið gróft og ekki fyrir viðkvæma.

Halaleikhópurinn mun jafnframt flytja brot úr leikritinu, nú á haustdögum. Nú í nóvember verður flutt „Eintöl“ þar sem við fáum nasaþef af persónuflóru verksins gegnum eintöl nokkurra íbúa strætisins. Við hittum Skinnið sem er bulla með ofbeldisfulla fortíð en hefur nú snúist til dharma. Prófessorinn, misheppnaður rithöfundur, fjallar um bókina sem aldrei varð til. Þarna býr Valerie, einstæð móðir sem býr við kúgun og heimilsofbeldi og drýgir tekjurnar með betli. Þá birtist Mollý, drottningamóðir transgender heimsins og líf hennar í dag. Jerry, smámunasamur fyrrverandi hermaður sem dagaði uppi einhversstaðar kemur fram. Scullery er svo sögumaðurinn sem tengir alla þessa einstaklinga. Allt þetta fólk er að undirbúa sig til að fara á krána að skemmta sér.

Í desemberbyrjun flytur Halaleikhópurinn svo „Söguna af Joey og Clark“, sjálfstætt verk úr strætinu, sem fjallar um ást samkynhneigðra, ungra manna, leit þeirra að lausn í hverfulum heimi og örlög þeirra.

Fyrsta sýning á á Eintölum verður 14. nóvember kl. 20:00.
Önnur sýning verður sunnudaginn 15. nóvember kl. 20:00
Þriðja sýning verður föstudaginn 20. nóv. kl. 20.00

Fyrsta sýning á Sögunni af Joey og Clark verður 4. desember kl. 20:00
Önnur sýning verður 5. desember kl 20:00