Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2015

Framhaldsaðalfundur Halaleikhópsins 2015 verður haldinn í Halanum þriðjudaginn 9. júní kl. 20.00

Á dagskrá verður:

Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.

Á fundi félagsins sem haldin var 18. maí sl. var ekki mögulegt að afgreiða reikninga félagsins og var samþykkt á þeim fundi að halda framhaldsfund.

Stjórn Halaleikhópsins vonar að sem flestir félagar sjái sér fært að mæta á fundinn.

Í stjórn Halaleikhópsins 2015 – 2016 eru:

Formaður Vilhjálmur Jón Guðjónsson
Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
Ritari Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Meðstjórnandi Margret Guttormsdóttir

Varamenn í stjórn eru:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Friederike Hasselmann
og Jón Eiríksson.

Skoðunarmenn reikninga:
Ásta Dís Guðjónsdóttir
Gunnar Kr. Sigurjónsson

 

Dagur í Krika við Elliðavatn:

Laugardaginn 13. júní nk verður Haladagur í Krika sumarhúsi Sjálfsbjargar við Elliðavatn. Félagar eru beðnir um að mæta upp úr hádegi með góða skapið með í farteskinu.
Hugsanlegt er að haldin verði grettukeppni „með eða án hjálpartækja“ og lesið verður upp úr glænýju leikverki sem er í vinnslu.