Halaleikhópurinn hefur ráðið  Sigrúnu  Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur

Sigrún Valbergsdóttir ráðin sem leikstjóri

Halaleikhópurinn hefur ráðið Sigrúnu Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur. Nánar verður kynnt hvað verður tekið fyrir og hvernig starfinu verður háttað þegar nær líður.

Sigrún Valbergsdóttir útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1970. Hún bjó í Þýskalandi í tæpan áratug og las leikhúsfræði við Kölnarháskóla. Hún var framkvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga 1983-1989 og leikhússtjóri Alþýðuleikhússins 1980-1983 og aftur 1988-1993. Hún var framkvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg árið 2000 og kyningarstjóri Borgarleikhússins 2001-2005.

Sigrún hefur leikstýrt yfir 50 leiksýningum hjá atvinnu- og áhugaleikhúsum á Íslandi og í Færeyjum, en einnig í Útvarpsleikhúsinu. Hún hefur kennt við Leiklistarskóla Íslands, Bandalags íslenskra leikfélaga, Meginfélags áhugaleikhúsa Færeyja og Amatörteaterns Rikförbund, Svíþjóð. Hún hefur unnið við dagskrárgerð hjá útvarpi og sjónvarpi. Einnig hefur hún þýtt og skrifað leikrit fyrir útvarp og leiksvið.