Við hittumst og höfum það kósý saman. Það verður samt sem áður smá dagskrá sem byrjar kl. 14.00.
Við byrjum með mikilli leikgleði undir stjórn Margretar Guttormsdóttur. Allir sem vetlingi geta valdið taka þátt. Svo kemur Jón Eiríksson með gítarinn og startar fjöldasöng. Ef einhver óskalög eru þá skal ritari reyna að finna texta og koma með. Það má láta vita á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ása Hildur ætlar að baka vöfflur sem seldar verða til styrktar Krikanum.
Vel á minnst hér er smá útúrdúr. Bara að muna að skilja ekki eftir hrífu úti heima hjá ykkur með tindana upp og ekki sópa séttina fyrir laugardaginn 18. júlí, þá kemur rigning eða svo var ritara einu sinni sagt.
Rautt þema verður þennan Haladaginn J Veitingar gegn vægu gjaldi.
Kriki er við Elliðahvammsveg. Ef keyrt er aðeins lengra en malbikið nær yfir hæð blasir við, brúnt sumarhús með grænu þaki og pallur á þrjá vegu. Ef þið villist hringið í Ásu Hildi sími 6923630 og hún vísar veginn. Strætó no. 28 stoppar á horninu, 700 m. gangur þaðan.
Félagsgjöld
Félagsgjaldið fyrir árið 2015-16 er kr. 2.600.-. Þið vitið að þau eru eins og vítamínsprauta beint í lífæð leikfélagsins.
Best er að greiða inn á reikning Halaleikhópsins sem er: 0516-26-009976 kt. 421192-2279 og greiða fyrir 1. september.
Margir eiga eftir að greiða árgjaldið fyrir árið 2014 -15 sem er 2500 kr. það má leggja inná sama reikning bara muna að taka fram í skýringum hvað greitt er.
Ný stjórn Halaleikhópsins 2015 - 2016
Í stjórn Halaleikhópsins 2015 – 2016 eru:
Formaður Vilhjálmur Jón Guðjónsson
Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir
Gjaldkeri Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
Ritari Guðríður Ólafs Ólafíudóttir
Meðstjórnandi Margret Guttormsdóttir
Varamenn í stjórn eru:
Ása Hildur Guðjónsdóttir
Friederike Hasselmann
og Jón Eiríksson.