Aðalfundur Halaleikhópsins 2015

Aðalfundur Halaleikhópsins 2015
Verður haldinn í Halanum, Hátúni 12, 105 Reykjavík. Mánudaginn 18. maí kl. 20.00

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Afgreiddir endurskoðaðir reikningar félagsins.
5. Afgreiðsla tillagna sem borist hafa fundinum, svo sem lagabreytingar.

  • Tillaga stjórnar um árgjald félagsins

6. Starfsemi næsta leikárs.
7. Kosning í stjórn og varastjórn.
8. Önnur mál

  • Skýrsla um BÍL þing 2015

Kaffi og kruðerí verður á fundinum og nýjir félagar velkomnir.

Frida Adriana Martins verður með uppboð á myndlist eftir sig á fundinum allur ágóði rennur óskiptur til Halaleikhópsins.

Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagar geta kosið. Hægt verður að greiða félagsgjöldin á fundinum en við verðum ekki með posa.

Upptökuna af Tíu litlum strandaglópum verður einnig hægt að kaupa á fundinum. Þeir sem óska eftir upptökum af eldri verkum geta pantað þá á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við skoðum hvað er til.


Stjórn Halaleikhópsins er þannig skipuð:

Formaður Vilhjálmur Guðjónsson. Kosinn til tveggja ára 2014
Varaformaður Stefanía Björk Björnsdóttir, kosin til tveggja ára 2013 og þarf því að kjósa um það í ár. Stefanía gefur kost á sér áfram.
Gjaldkeri Sóley Björk Axelsdóttir kosin til tveggja ára 2013 og þarf því að kjósa um embætti gjaldkera. Sóley Björk gefur ekki kost á sér áfram.
Ritari Guðríður Ólafsdóttir. Kosin til tveggja ára 2014
Meðstjórnandi Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir. Kosin til eins árs 2014 og gefur ekki kost á sér áfram. Því þarf að kjósa um það embætti.
Varastjórn:
Ása Hildur Guðjónsdóttir. Kosin til tveggja ára 2014
Fredrike Hasselmann. Kosin til tveggja ára 2014
Kristín M. Bjarnadóttir. Kosin til eins árs 2014 og gefur ekki kost á sér áfram, því þarf að kjósa um það embætti.

Ásta Dís Guðjónsdóttir og Gunnar Kr. Sigurjónsson voru kjörin skoðunarmenn reikninga til tveggja ára 2014.

Því þarf að kjósa um varaformann, gjaldkera, meðstjórnanda og einn varamann. Öll embættin til tveggja ára.

Stefanía Björk gefur kost á sér áfram í embætti varaformanns, Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir í embætti gjaldkera og Margrét Guttormsdóttir í stjórn. Því vantar að minnsta kosti einn frambjóðanda.

Allir félagsmenn geta gefið kost á sér í þessi embætti en aðeins skuldlausir félagsmenn geta greitt atkvæði skv. lögum félagsins.

Sjáumst hress,
Stjórn Halaleikhópsins