Halaleikhópurinn hefur ráðið  Sigrúnu  Valbergsdóttur til að leikstýra hópnum í vetur

Halafréttir september 2018

Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 29. sept. kl. 15.00 í Halanum Hátúni 12.

Nýráðinn leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir kemur og kynnir sig og verkefni næsta vetrar. Og segir okkur hvernig hún mun haga starfinu í vetur. Því er mikilvægt að allir sem langa til að vera með komi og hlusti og ræði svo við leikstjórann.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Herdís ætlar að baka fyrir okkur vöfflur og þeyta rjóma með kaffinum.

Við lofum að framundan er spennandi fundur.

Nýjir sem gamlir félagar eru sérlega velkomnir

Kveðja stjórnin