Halaleikhópurinn mun næstkomandi helgi, 24.-26. mars 2017, hýsa 3 stuttverk og lifandi tónlist heldur lífi í salnum á milli atriða.
Fyrst á svið er verkið Lambasteik hjá ömmu eftir Helgu Völundardóttur Draumland í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar. Höfundur texta á sviði er María Guðmundsdóttir og leikhópurinn. Verkið verður frumflutt um helgina og um er að ræða áhugavert verk sem spyr bara einnar spurningar, hvernig verður lambasteikin hjá ömmu með alla þessa óboðnu snjallsíma?
Í kjölfarið stígur á svið hópur undir leikstjórn Ednu Lupitu og frumflytur annað verk sem ber heitið Habibi – Ástin mín. Verkið er dansleikur saminn af hópnum og fjallar um mannlegt eðli og breyskleika fólks.
Að lokum tekur Snorri Emilsson við stjórn og leikstýrir verkinu Tafl eftir Ágúst Torfa Magnússon. Verkið minnir áhorfendur á að ekki er allt sem sýnist, lífið er tafl og útkoman er eftir því.
Sýningin opnar og lokar með fögrum hljómum frá tvemur yndislegum drengjum. Ingi Hrafn Pálsson og Þráinn Andreuson sjá til þess að áhorfendum leiðist ekki á milli sýninga og troða upp með Cajun trommum, gítar og söng. Þeir sjá til þess að áhorfendur geti notið sín með því að velja lög sem fáir geta sleppt því að syngja með.
Miðapantanir í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Tökum á móti greiðslu í seðlum og greiðslukortum.
**Verðskrá**
Almennt verð = 1500 kr
Öryrkjar og eldri borgarar = 800 kr
Nemar = 1100 kr
Fagfélög = 1000 kr
**Sýningartímar**
Föstudagurinn 24. mars kl 20:00
Sunnudagurinn 26. mars kl 15:00
Sunnudagurinn 26. mars kl 17:00