Æfingar á Ástandinu standa yfir

Líf og fjör er núna hjá Halaleikhópnum sem æfir leikritið „Ástandið - sögur kvenna frá hernámsárunum“ eftir Sigrúnu Valbergsdóttur og Brynhildi Olgeirsdóttur. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.

 Leikritið fjallar um fjórar vinkonur sem hittast eftir 50 ár og rifja upp sögur sínar frá hernámsárunum. Sögur sem þær hafa sumar ekki getað sagt fyrr frá. Hvernig líf þeirra var þá og nú. Leikur, dans, söngur og tónlist koma þar við sögu en bæði gleði og sorg fylgir þessum sögum.

Stefnt er að frumsýningu 8. febrúar næstkomandi.

Leikarar vor 2019

Leikarar í leikriti Halaleikhópsins vorið 2019 

Í aftari röð frá vinstri: Grétar Bjarnason, Laufey Egilsdóttir, Gunnar Ólafur Kristleifsson,
Margrét Eiríksdóttir og Kristinn Sveinn Axelsson. Neðri röð frá vinstri: Sóley Björk Axelsdóttir,
María Lovísa Sigvaldadóttir, Stefanía Björk Björnsdóttir, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir og
Hanna Margrét Kristleifsdóttir.

Halaleikhópurinn.