Haustið verður nýtt til að setja upp splunkunýtt íslenskt verk. Leikkonan, leikstjórinn og höfundurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir var fengin til að skrifa fyrir Halaleikhópinn. Áður en hún fór til starfa í Bretlandi í sumar kom hún til fundar við okkur í Halaleikhópnum og fékk að heyra hvað fólk hafði að segja. Hún hefur nú ásamt öðrum störfum (svo sem að sýna með eigin leikhópi á Edinborgarhátíðinni við góðann orðstýr) skrifað leikrit.
Leikverkið “Farið” sem leggur af stað þann fyrsta september með samlestri og áætluð sýning er þann 22 okt. Á farinu er ýmsar persónur að reyna að komast leiðar sinnar. Óljóst er hvert farið stefnir og hvað persónur þurfa að takast á við til að komast áfram. En líkt og lífið mjakast það áfram mishratt og misvel. Við lofum svörtum húmor.
Samlestrarplanið er þannig:
- Fimmtudag 8. sept. kl: 20:00
- Föstudag 9. sept. kl: 17:00
- Laugardag 10. sept. kl: 14:00
Ég vil hvetja sem flesta til að koma og kynna sér þetta bráðsnjalla leikrit sem er í sköpun og taka þátt í aðalsýningu ársins.
Bestu kveðjur
Margret Guttormsdóttir, leikstjóri.