Hittum höfund 3. júlí

Ákveðið var á stjórnarfundi að bjóða til hittings í Halanum Hátúni 12. sunnudaginn 3. júlí klukkan 15:00.

Ástæðan er að við viljum kynna ykkur fyrir Ingunni Lára Kristjánsdóttur og hana fyrir ykkur. Ingunn Lára er leikkona menntuð í Englandi og er að byrja í masternámi í Ritlist við HÍ. Margret Guttormsdóttir hefur falast eftir við Ingunni Láru að skrifa leikrit sem væntanlega yrði byrjað að æfa undir stjórn Margretar í haust og sýnt í lok október, byrjun nóv.. Ingunn vil gjarnan sjá sem flesta og heyra hvað það er sem við helst viljum segja.